Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 781 Vorum vér pílagrímarnir, sem heimsóttum gröf hans og báðumst þar fyrir, að brjóta boð hans méð því? Nei, því að vér beindum ekki bænum vorum til spámannsins, heldur báðum vér fyrir honum. — Vér tilbáðum ekki gröfina, en vér fundum að vér stóðum þar á helg- um stað. Ég baðst þannig fyrir hjá hinum gullnu grindum, sem eru umhverf- is gröf spámannsins: „Ó, Allah, legg þú blessun þína yfir seinasta spámanninn jafn þúsundfalda og stjörnur eru á himninum, eða öld- ur á hafinu". Vér báðum ékki um nein jarðnesk gæði oss til handa, það gera Múhamedsmenn ekki, en vér þökkuðum guði fyrir að hann hafði haldið verndarhendi yfir oss, og vér báðum hann að blessa alla þá, sem vér unnum. 0i) Gömul saga Vér komUmst ekki að sjálfri gröfinni, því að grindur eru um- hverfis hana. En vinur minn sagði mér að kista hans væri þar undir kúptri málmsteypu. „Það er ástæða til þess," mælti hann, „og ég skal segja þér söguna eins og mér var sögð hún. Fyrir einni eða tveimur öldum komu tveir aldraðir menn til Medína. — Þeir þóttust vera lærðir og ein- lægir Múhamedsmenn. Þeir fengu inni í húsi rétt hjá musterinu og þar lifðu þeir í ró og næði og eng- inn hafði nema allt gott um þá að segja. En svo var það eina nótt, að kon- unginn dreymdi draum. Hann var þá staddur í herbúðum sínum langt úti í eyðimörkinni. Hann dreymdi að guð birtist honum og segði að gröf spámannsins væri í hættu. Konungurinn brá þegar við og þeysti með hermenn sína til Med- ína. Hann kallaði borgarstjórann Pílagrímarnir eru að kveðja Mekka. Þeir ganga um- Hverfis musterið ög biðja: „Herra, lít þú í náð á pílagrímsför mína“. íyrir sig og skipaði honum að halda hátíð og kalla þangað hvert manns- barn í borginni. Svo stóð konungur sjálfur í dyrunum á veizlutjaldinu og horfði framan í hvern mann, sem kom, því að í draumnum hafði hann séð þá menn, sem gröfinni stafaði hætta af. En hann kannað- ist ekki við neinn af þeim, sem komu. Þá lét hann kalla á borgarstjór- ann og mælti: Þú skalt fá að bera ábyrgð á því, að ekki hafa allir borgarbúar komið hingað. í vandræðum sínum rölti borgar- stjórinn út í borgina til þess að leita, og þá mundi hann allt í einu eftir hinum tveimur lærðu mönn- um. Hann hafði beðið þá að koma, en þeir höfðu látið það undir höfuð leggjast og hann hafði ekki tekið eftir því. Nú var sent eftir hinum gömlu mönnum og varð að taka þá með valdi. Síðan voru þeir leiddir fyrir konunginn. Þetta eru mennirnir, sem ég sá í draumnum, sagði hann þá og skipaði hermönnum sínum að rannsaka hús þeirra. Þar fundu þeir jarðgöng, sem lágu inn undir musterið og voru komin alveg að gröf spámannsins. Konungur lofaði guð fyrir það að hann hafði aðvar- að sig og lét síðan fylla jarðgöngin. Seinna skipaði hann svo fyrir að steypa skyldi úr sterkasta málmi hylki utan um kistu spámanns- ins“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.