Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 11
#
SIGFÚS M. JOHNSEN:
Garður í Kaupmannahöfn
Á ÞESSU ári eru liðin 30 ár frá láti hins virsæla garðprófasts, dr.
juris Jul. Lassan, og 35 ár frá því hlunnindi ísl. stúdenta við Kaup-
mannahafnarháskóla fellu niður.
STÚDENTABÚSTAÐ lét sá athafna-
ríki konungur, Kristján fjórði, reisa
snemma á 17. öld, og stendur hann í
þéttbýli í þeim hverfum er fyrrum
voru innan gömlu borgarvirkjanna
í Kaupmannahöfn. Nefndist staður-
inn Collegium regium, af hinum
konunglega uppruna, en alllöngu
fyrir 1600 hafði Friði’ik annar kon-
ungur komið upp ókeypis mötuneyti
(Communitetet) fyrir um 100 fá-
tæka stúdenta, svo nú var sæmilega
séð fyrir hag ungra þurfandi mennta-
manna, með ókeypis fæði og húsnæði
yfir námstímann. Garður rúmar um
úr milligerð kórs og kirkju. Ljósa-
hjálmurinn hefir ekki komizt
þangað, en sennilega er hann þó
ekki glataður.
Gamli prédikunarstóllinn var
gjöf til kirkjunnar frá Páli Beyer,
en altaristaflan hafði komið til
kirkjunnar árið 1864 frá Reykja-
víkurkirkju. Til þess að hún skyldi
fara betur á gafli Bessastaðakirkju,
voru gerðar tvær súlur báðum
megin við hana og burst á milli
þeirra fyrir ofan. í Vídalínssafni
eru forláta oblátudósir úr Bessa-
staðakirkju, gefnar henni af Ólafi
Stephensen og konu hans. Þessar
dósir seldi séra Jens Pálsson, þegar
hann átti kirkjuna, en fekk í stað-
inn eítirlíking þeirra, og eru þær
dósir enn í Bessastaðakirkju.
Á. Ó.
100 stúdenta. í daglegu tali var stað-
urinn kallaður Regensen, en Garður
meðal landa, og kunnur flestum ís-
lendingum undir því naíni. Garður
er byggður í fjórum húsálmum úr
tígulsteini, er umlykja húsagarð mik-
inn. — Breytingar ærnar hafa verið
gerðar utan húss og innan, sumar
álmurnar endurrceistar, hækkaðar
og húsakostur stórbættur og aukinn
frá því sem var; mikilla endurbóta
var og þörf eftir skemmdir af völd-
um stórbruna í Kaupmannahöfn
1728 og síðar 1795. Ein húsálman
veit út að Kaupmangaragötu, mik-
illi umferðargötu, beint á móti Sí-
valaturni og Trinitatiskirkju, er var
sóknarkirkja Garðbúa.
Þungar eikarhurðir loka stórum
bogadregnum dyrahvelfingum við
inngöngin úr Kannikestræde, aðrar
minni dyr eru einnig. Viðbrigði eru
það eigi lítil frá ys og þys götunnar,
er komið er inn í húsagarðinn, sem
er steinlagður og stór um sig. Það má
segja að við manni blasi ný viðhorf,
og sem hvert fótmál á þessum sagna-
ríka stað, bergmáli frá liðnum tím-
um, en fortíðarsvipur, látlaus og
virðulegur drottnar yfir. Breyting-
um hefur tekizt að halda í góðu sam-
ræmi og gæta listræns horfs. Svip-
myndum úr daglegu lífi Garðbúa,
kann að bregða fyrir, hér innan þessa
víða vettvangs.
Undir Lindinni
Sjón er sögu ríkari, allstór hopur
hárprúðra manna, klæddra í síða
lestrarkufla og með reykjarpípur,
stendur álengdar innst í garðinum
framan við dyrnar, sem liggja út að
Kryslalgade. Þeir eru í fjörugum
samræðum með handapati miklu og
bendingum og bera ótt á, er þeir
keppast hver við annan, grípa fram
í og einn talar öðrum hærra, svo
ekki heyrist mannsins mál, því þetta
er enginn reglulegur fundur, heldur
komið saman sér til uppléttis, en
fljótt lendir í kappræðum og „dispú-
tatium“ og gerast stælurnar oft há-
værar, en undir logar allt í kátínu
og fjöri. Menn skilja með sátt og
samlyndi og næsta dag í frítímunum
koma þeir saman aftur vígreifir eins
og Einherjar Valhallar. Og sjá, önn-
ur mynd ber fyrir. Hinum megin í
garðinum situr fólk við dúkað, vist-
um hlaðið borð. Stúdent, er nýlokið
hefur prófi fagnar hér með frændum
og frænkum, er sumir þóttu furðan-
lega ríkir af. Kvæði eru flutt og ræð-
ur haldnar og sungið úti í vorblíð-
unni. Úr hljómlistarsalnum berast
þýðir tónar út í garðinn. I honum
miðjum er linditréð fræga, er A. C.
Hviid garðprófastur gróðursetti 1785.
Dálæti mikið hafa Garðbúar á Lind-
inni sinni. Afmælisdagur hennar er
hátíðlegur haldinn 12. maídag hvert
ár og Lindin, þó snemma væri á vori,
þá oft laufskrúði skrýdd. — Margir
komu að fagna frú Lind og hún var
undir það búin að geta tekizt í hend-
ur við gesti sína með gerfihendi
greyptri í stofninn. — Ræður voru
haldnar og kvæði flutt, og væri það
engin smáræðis kvæðasyrpa, er
i
i