Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Síða 1
Svona vnr lífið fyrir einum mannsaldri
Það eru mörg spor milli Hvalsness og Fljótshverfis.
ÞAÐ VAR einn sunnudag að Stefán Filippusson kom heim tíl mín og
var ræðinn og skemmtilégur að vanda. Þá sagði hann mér frá fyrstu
langferð sinni, er hann fór 18 ára gamall úr Fljótshverfi vestur að
Höfnum á Reykjanesi. Síðan eru nú 65 ár. Ég hefi fært þessa frásögn
hans í letur, vegna þess að hún er merkilegur vitnisburður um hve
miklar breytingar hafa orðið á högum manna hér á landi á einum
mannsaldri. Á. Ó.
Þetta gerðist árið 1888. Þá hafði
foreldrum mínum enn eigi tekizt
að koma sér upp nægilegum bú-
stofni eftir felliveturinn mikla
1882. Var oft þröngt í búi á þess-
um árum, því að börnin voru mörg
og sjaldnast færra en 12 manns í
heimili. Það var því afráðið að
senda mig suður í Hafnir til Sig-
urðar Benediktssonar í Merkinesi,
sem var hálfbróðir móður minnar.
Skyldi ég vera hjá honum á ver-
tíðinni sem matvinnungur.
Nú var ég út búinn með nesti og
nýa skó. Var mér fenginn reiðskjóti
og svo lagði ég á stað með þorra-
komu ásamt Stefáni Þorvaldssyni,
er síðar varð póstur. Segir ekki af
för okkar fyr en við komum vestur
undir Eyafjöll. Þar bar okkur að
bæ seint um kvöld og beiddumst
gistingar. Var okkur alúðlega tek-
ið, borinn fyrir okkur mikill og
góður matur og hestar okkar látn-
ir fá nóg hey. Var þarna risnu-
heimili og bóndinn talinn efnaður.
ÓRÓLEG NÓTT
Það var þá venja að láta gesti
fá eitthvert verkefni á kvöldvök-
unni og man ég ekki betur en okk-
ur væri fenginn sinn sokkurinn
hvorum til að þæfa. Var þar fjós-
baðstofa og vel hlýtt. Þarna svaf
vinnufólkið og í vökulok var okk-
ur boðið að ganga þar tii hvílu
og skyldum við sofa saman í innsta
rúmi annars vegar undir súð. Við
vorum þreyttir og hvíldinni fegnir
og hlökkuðum til að sofna. En
um leið og við höfðum breitt ofan
á okkur, kom á okkur slíkur flóa-
vaður úr rúminu, að við höfðum
ekkert viðþol. Ekki vildum við
láta á því bera meðan ljós var í
baðstofunni og fólk á fótum. En
um leið og slökkt var, spyrndum
við sængurfötunum ofan af okkur
og heldum að það mundi duga. En
það var nú eitthvað annað. Við
vorum eins cg í eldi. Það var engu
líkara en versta mýbiti, sem ég hefi
komist í við Mývatn. Við klædd-
umst því og laumuðumst út, án
þess að vekja fólkið, náðum í hesta
okkar og lögðum á stað. Heldum
síðan rakleitt að Skála. Þar bjó
náfrænka Stefáns. Þar vöktum við
upp og sögðum okkar farir ekki
sléttar. Fengum við að fara þar úr
hverri spjör og svo var farið með
fötin út og þau dustuð og hreins-
uð rækilega.