Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 hálfur lítri á dag. En árið 1952 kom fram í þinginu tillaga um að hækka þennan skamt um helming. En þá greip læknaráð hersins í taumana og tillagan féll niður. í þriðja lagi er hægt að auka útflutning áfengis til nýlendnanna. Árið 1950 var útflutningur áfengis til Camerons t. d. sextíu sinnum meiri heldur en hann var 1938. En þegar almenningur heima í Frakklandi, hermenn og nýlendu- búar, hafa fengið eins mikið áfengi og þeir geta torgað, og allt hefir verið gert til þess að koma sem mestu áfengi til annara landa, þá eru þó enn eftir miklar birgðir af áfengi í landinu, bæði hreinn vín- andi og þrúguvín. Og um margra ára skeið hefir stjórnin haft þann sið, að kaupa þetta allt fyrir mark- aðsverð. Og henni hugkvæmdist snjall- ræði til þess að losna við vínand- ann. Það var ákveðið að bíleig- endur skyldi kaupa hann, ekki til drykkjar, heldur í stað bensíns á bílana. En bílhreyflúnum varð óglatt þegar þeir fengu vínanda blandaðan olíu. Og svo varð þetta eldsneyti dýrara en bensín. Það reið þessari nýbreytni að fullu. Enn getur stjórnin ekki losnað við nema svo sem helming af þeim vínanda, sem hún kaupir, og verður þó að selja hann með lægra verði en hún kaupir, til framleiðslu á líkjörum og ilmvötnum. Fram til skamms tíma var það reglan, að stjórnin keypti allt það vín, sem afgangs var á hverju ári, og helti því niður. Þetta kostaði franska skattgreiðendur um 20 milljónir franka á ári, og er sjálf- sagt einhver sú hæpnasta fjár- málapólitík, sem nokkur stjórn hefir framkvæmt. Þegar stjórn Laniels ákvað í sumar sem leið að hætta að kaupa það vín, sem ekki var markaður fyrir, urðu vínframleiðendur ham- stola. í Suður-Frakklandi svöruðu þeir með því að koma með þús- undir verkamanna sinna og láta þá gera hindranir á öllum vegum til þess að stöðva umferð, skrif- stofum bæarstjórna var lokað og franski fáninn dreginn á hálfa stöng. Með þessu vildu þeir sýna hvern hug þeir bæri til stjórnar- innar. Stjórnin hefir fram að þessu ekki gert aðrar ráðstafanir en þær, að fyrirskipa geymslu vínbirgðanna og svo hefir hún veitt framleiðendum lán, svo að þeir standist sölubrest- inn. En jafnframt lætur hún vinna að því að kappi í kyrþey að reyna að finna einhver ráð út úr þessum ógöngum þegar stundir líða. En sá er hængur á þessu, að vínframleiðendur eru mjög öflugir innan franska þingsins. Þeir hafa alltaf ráðið þar lögum og lofum og engri stjórn hefir enn tekizt að hnekkja valdi þeirra. Og svo halda Frakkar áfram að framleiða meira af áfengi en hægt er að selja, og láta ríkið borga afganginn. Það væri hægðarleikur að vinna mikinn sykur úr uppskerunni, en það dettur engum í hug, enda þótt sykurskortur sé í Frakklandi og þeir verði að flytja inn mikið af sykri. Framleiðendur kjósa heldur að framleiða iðnspiritus úr því, af því að stjórnin kaupir alla þá fram- leiðslu og lætur hella henni niður að mestu leyti. En svo vér hverfum aftur að drykkjuskapnum, þá er hann þjóð- arböl. Stjórnin þykist þó þurfa að treysta á hann vegna ríkistekn- anna. Áfengistollarnir nema nú 53—55 billjónum franka á ári. En á hinn bóginn kostar þetta ríkis- sjóð 130—135 billjónir franka á ári í útgjöldum til sjúkrahúsa, fram- færslu þurfamanna út af slysum og vinnutjóni vegna dfykkjuskapar. Og það er von að menn spyrji þá, hvernig á því standi að þjóðin skuli líða slíka vitleysu. Hvers vegna hefjast blöðin ekki handa? Meiri hluti þeirra þorir það ekki, vegna þess að þau eru hrædd um að missa þá áfengisauglýsing- arnar. Og það þarf einnig hug- rekki til þess að ganga í berhögg við áfengisframleiðendur. Þeir eru sterkir og hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Þó hafa nokkur blöð nú þegar hafið harða baráttu fyrir því að stjórnin taki rögg á sig í þessu máli, einkum vegna þess að, heilbrigði allra landsmanna sé hætta búin. En þó er ástandið þannig, að einn af ráðherrunum varð nýlega að fara frá embætti, vegna þess að hann hafði dirfzt að standa uppi í hárinu á áfengis- burgeisunum. (Útdráttur úr grein í New York Times Magazine). v ' if. HiamaL 'onV Lognið gistir Litlatorg langt írá hkfsins str: "i. Reist er fögur barnaiorg byggð í æsku-glaumi. Lýsir glatt um Ljósatorg. Lýtur tímans straumi veik en fögur barnaborg byggð í æsku-glaumi. Út um mannlífs Miklatorg mitt í hröðum straumi, hrynur fögur barnaborg byggð í æskuglaumi. ? TRYGGVI Á TINDUM. !) . ...=r ■ iti* 5 Unga stúlkan var að læra söng og hún sagði við kennarann: — Segið mér nú hréinskilnislega, haldið þér að hljóðin mín sé svo að þau verði mér að gagni? — Já, ef þér þurfið að hrópa á hjálp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.