Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Blaðsíða 11
ZZF f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
63
-------íihii J »» mu
' •
Ung stúlka á Iljaltlandi gefur
heimalningnum að drekka. /
Þeir á Papa Stour hafa enn varð-
veitt sverðdansinn, sem sennilega er
upp runninn í Noregi. En nú eru
þeir, sem dansa hann, látnir tákna
„sjö forvígishetjur kristindómsins“.
Annar forn siður á Hjaltlandi er
hin svonefnda „Up Helly A“ hátíð,
sem haldin er í Leirvík seinasta
þriðjudag í janúar ár hvert. Þetta
er blysför, þar sem „Gissur jarl“, eða
víkingahöfðinginn kemur á dreka
sínum. Sennilega á þessi siður upp-
runa sinn aftur í heiðni og stendur í
sambandi við miðsvetrarblót hinna
heiðnu manna, er hinni hækkandi sól
var fagnað.
Agætir vegir eru frá Leirvík í all-
ar áttir um Hjaltland, en það er um
100 km á lengd og 40 á breidd, þar
sem það er breiðast, en aðeins 50
metra þar sem það er mjóst, en það
er á eiðinu hjá Mavis Grind. Þar er
hægt að kasta steini frá Norðursjó
út í Atlantshaf, eða frá Atlantshafi
yfir í Norðursjó. — Svo skammt er
milli stærstu eyanna, að daglegar
bátferðir eru frá Hjaltlandi til ey-
anna Yell og Unst.
Við systir mín skruppum frá Leir-
vík til Unst og er það 5 stunda ferð.
Ókum við fyrst í bíl yfir öldumyndað
mýrlendi og skerast þar inn langir
og mjóir firðir eða sund. Á bæunum,
sem við ókum fram hjá, var góð
bygging, ýmist timburhús, múrhús
eða steinsteypuhús, en gömlu bæirnir
eru að hverfa úr sögunni. Móhlaðar
voru víða fyrir dyrum úti, en hestar
og kindur á beit úti í móum. Vatns-
leiðsla og rafmagn er nú víða komið
á bændabýli á Hjaltlandi og Orkn-
eyum, en þó hafa margir bændur
vindrafstöðvar.
FARIÐ TIL UNST
/ Við stigum á ferjubát í Mossbank
til þess að skreppa yfir sundið til
Yell. Þetta er stór ey og er mikið
hrossastóð þar. Þeir, sem ætla til
Unst, fara á bíl yfir Yell og svo með
annari ferju yfir næsta sund.
Örnefnin hér, sem eru af norræn-
um uppruna, láta einkennilega í eyr-
um aðkomumanna. Yell, eða Jala er
t. d. komið af sömu rót og danska
nafnið Jellinge (Jalangur).
Við komum til Bluemull Sound.
Þar eru straumar miklir og þar rísa
krappar bárur þegar Norðursjór og
Atlantshaf takast fangbögðum hér
við Hjaltlandseyar. Við fórum þar
yfir á ferju og komum svo íil Unsc,
sem er nyrzt af öllum brezku eyuu-
um. Það er ekki ónýtt fyxn
rw------------------------------
fræðinga að koma til Unst. Fugla-
fræðingum þykir líka fróðlegt að sjá
fuglalífið hjá Herma-nesi, og grasa-
fræðingar geta fengið ao sjá þar
margar sjaldséðar plöntur. Ungur
grasafræðingur frá Unst samdi fyrstu
„Flóru Hjaltlands“ og kom hún út
1845. Hann hét Thomas Edmondston.
Hann hafði vakið athygli á sér þegar
er hann var 11 ára, því þá fann hann
hjá Baltasundi plöntu sem ekki hafði
fyr fundizt á Bretlandseyum (aren-
aria norvegica).
Lady Franklin kom til Unst þegar
hún var að leita manns síns, Sir John
Franklin, sem hvarf ásamt leiðangri
sínum. Hann hafði seinast lagt úr
höfn að Straumnesi í Orkneyum. Það
er einnig sagt að Lady Franklin hafi
farið út í Ytri Stakk, sem er handan
við vitann á Muckla Flugga, og leit-
að þar.
Við dvöldumst vikutíma á bónda-
bæ hjá Eyasundi (Uyea-sundi) á
sunnanverðri Unst. Hjónin þarna
höfðu nýlega átt gullbrúðkaup. Hús-
bóndinn var orðinn örvasa og lá í
rúminu. Konan varð því að sjá um
allt, sjá um gestina, halda húsinu
þrifalegu, hugsa um skepnumar og
gaioinn, eida mat og þvo þvott. Alit
vatn varð’ hún að sækja í fötum til
• -i