Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Page 13
LESEÓK MORGUNBLAÐSINS r 65 atfl BtaHam Ha i—*V -' j Einn kafli úr sögu fluglistarinnar Head. Þarna er og þorp, sem staðið hefur á sama stað frá því á bronsöld, eða lengur og hjá því eru rústir af kastala frá því á 16. öld. Sir Walter Scott gaf þessum rústum nafn og kallaði þær Jarlshof, og hefur nafnið festst við þær. Góður vegur er frá Leirvík til Sumburgh Head, en þar eru um 50 km á milli. Á leiðinni sér maður steinturninn, eða Broch, á Mousa, lít- illi ey út af Sandvík. Þessir Broch- turnar, sem hlaðnir eru úr lausum steinum, þekkjast hvergi nema á Skotlandi og eyunum. Sennilega hafa Piktar byggt þá sem vígi til að verj- ast árásum norrænna víkinga. Leifar af mörgum Brock hafa ver- ið grafnar upp, en þessi steinturn á Mousa er einstakur í sinni röð, því að hann stendur enn lítt haggaður og er 45 fet á hæð. Sögusagnir herma, að fyrir 1000 árum hafi hafst þarna við ung hjón, sem orðið höfðu land- flótta frá Noregi. Þetta er útdráttur úr ferða- sögu eftir Isobel Wylie Hutchin- son. Sjá ennfremur Lesbók 4. og 11. ágúst 1929 (Hjaltland,, pftiij Poul Niclasen ritstjóra, og Les- bók 29. október og 5. nóvember 1950 (Víkingar á Hjaltlandi, eft- ir Dag Strömbeck prófessor). t Gömul kona frá Yorkshiredölum var kölluð fyrir rétt. Eftir hverja spurn- ingu byrjaði hún svar sitt þannig: Ég hugsa .... Að lokum tók dómar- anum að leiðast þetta og hann sagði: — Heyrið þér nú, góða kona, hættið þessum hugsunum og svarið spurning- um mínum rækilega. — Þér megið ekki vera órólegur, herra minn, sagði hún, og þér verðið að fyrirgefa mér, að ég er ekki eins og þið lögfræðingarnir. Ég get ekki talað án þess að hugsa. ÞAÐ ER ekki lengra síðan en 1910, að Nortchliffe lávarður, eig- andi stórblaðsins „Daily Mail“, hét 10.000 sterlingspunda verð- launum þeim manni, er fyrstur gæti flogið milli London og Man- chester. Vakti þetta mikla athygli, því að bæði þóttu verðlaunin há, og svo þótti það næsta ótrúlegt að nokkur maður gæti unnið til þeirra. Flugið var þá í bernsku, og flugmenn þeirra tíma voru taldir ævintýramenn, sem steyptu sér út í opinn dauðann með því að fljúga. Flugið var þá enn „sport“ og var aðallega iðkað í Frakklandi. En þó var til einn enskur flugmaður, Claude Graham White, rúmlega þrítpgur að aldri. Hann hafði lært að fljúga í París árið áður, og nú lék honum mikill hugur á því að vinna verðlaunin. — Hann lagði á stað í tvíþekju sinni frá London í dagrenning hinn 23. apríl 1910. Veður var þá gott og stillt, en þeg- ar fram kom á morguninn og sólar- hitans gætti, þá fór að bera á upp- streymi og við það voru flugmenn hræddir í þá daga. Þeir treystust heldur ekki til þess að fljúga nema í logni. Eftir tveggja klukkustunda flug lenti Graham White í Lich- field, og hafði þá flogið tvo þriðju af leiðinni til Manchester. Þá var farið að hvessa og hann afréð að fara ekki lengra þennan dag. En morguninn eftir, er hann kom þangað, sem flugvélin var bundin og ætlaði að leggja á stað að nýu, sá hann sér til mikillar skapraun- ar, að flugvélin hafði slitnað upp um nóttina og annar vængurinn brotnað. Nú var ekki um annað að gera en fara með flugvélina til Lond- on til viðgerðar. Eftir þrjá daga var viðgerðinni lokið og flugvél- in hæf til þess að fljúga henni hve- nær, sem veður leyfði. Þetta var miðvikudaginn 27. apríl. Flug- manninum leizt ekki á veðrið. Hann beið í London allan daginn og undir kvöld gaf hann aðstoðar- mönnum sínum frí og sagði að þeir þyrfti ekki að koma fyr en daginn eftir. En þennan sama dag kom 28 ára gamall franskur flugmaður, Louis Paulhan, til London með flugvél sína og hafði einsett sér að fljúga þaðan til Manchester. Hann lét setja flugvélina saman á Hend- on flugvellinum og klukkan 3 um nóttina var hún tilbúin. Og kl. 5,21 lagði Paulhan á stað. Hann lenti í Lichfield kl. 8,10 um morguninn og hafði flogið 117 enskar mílur í einni lotu, og þótti það frábært afrek þá. (Flug Grahams White hafði verið styttra, því að hann hóf sig til flugs hjá Wormwood Shrubs). Hálfri klukkustund eftir að Paul- han kom til London frétti Graham White til ferða hans. Og þótt hann hefði þá þegar ásett sér að bíða næsta dags, afréð hann nú að leggja á stað hið fyrsta. Hann lyfti sér til flugs kl. 6,30, en varð að lenda í Roade, 60 mílur frá London, vegna þess að þá var myrkur að skella á. En þarna f?kk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.