Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Síða 14
| 66
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
f hann þá frétt, að Paulhan væri
^ þegar kominn til Lichfield. — Þá
taldi hann sér ekki til setunnar
boðið. Hann afréð að leggja á stað
þegar um nóttina. Fjöldi blaða-
manna var kominn þangað til þess
að fylgjast með ferðum hans, og
þeir reyndu á allan hátt að telja
honum hughvarf. Það var ekkert
vit í því að ætla sér að fljúga í
niðamyrkri. Þá voru ekki til upp-
lýstir flugvellir, þá voru engar
j miðunarstöðvar og engin loft-
f skeyti að leiðbeina flugmönnum.
f Þeir sögðu blaðamennirnir að hann
mundi blátt áfram drepa sig, fljúga
á tré eða hús, eða nauðlenda í
myrkri þar sem hann vissi ekk-
ert hvað tæki við. En flugmann-
inum varð eigi talið hughvarf.
Þetta var eina úrræðið til þess að
sigra keppinautinn. Og kl. 2 um
nóttina var hann kominn á flug-
völlinn. Hann var með skriðljós og
byrjaði á því að rannsaka vand-
lega það svæði, sem flugvélin varð
f að renna eftir, áður en hún gæti
r hafizt til flugs. Og svo ætlaði hann
sér að hafa Ijósin meðfram járn-
brautinni að leiðarvísi. Loft var
skýjað og við og við duttu dropar
úr lofti. Það benti til þess að rign-
ing væri í aðsigi.
Móðir hans var komin þarna til
þess að kveðja hann. Hún reyndi
ekki að telja honum hughvarf.
a,Guð varðveiti þig, sonur minn“,
úgmanTÍi
símalína og há tré rétt handan við ,
ílugbrautina. En flugvélin komát
Jjlaklaust yfir og hv'arf 'út ' í
ínyrkrið.
r
vat
*r’ Þessa sömu nótt hafði Paulhan
látið vekja sig kl. 2.30 og síðan lagt
á stað fyrir birtingu. Hann hraðaði
^pér svo mjög vegna þess, að þeir,
sem höfðu fylgt honum út á flug-
völlinn, sáu Ijós í lofti og kölluðu:
„Þarna kemur White“. En þetta
var aðeins morgunstjarnan. Vegna
myrkursins lenti Paulhan á trjá-
topp, en var svo heppinn að flug-
vélin skemmdist ekki. Það lá og
nærri að hann rækist á hús, því
að eitthvert ólag var á hreyflinum
og hann komst ekki eins hátt og
hann vildi.
Á flugvellinum í Manchester
hafði fjöldi fólks safnast saman.
Það beið og beið og var farið að
óttast um að Paulhan hefði hent
eitthvert slys. En allt í einu heyrð-
ust drunur í hreyfli. Þar kom
Paulhan og flaug lágt, ekki nema
í 450 feta hæð. Hann renndi fcér
glæsilega niður á flugbrautina og
múgurinn ætlaði að ganga af göfl-
unum af fagnaðarlátum. Paulhan
hafði unnið glæsilegan sigur. Hann
hafði flogið frá London til Man-
chester, 185 enskar mílur, og ekki
verið nema 4 klukkustundir og 2
mínútur á flugi. Það var frábært
afrek á þeim árum. (Þessi vegar-
lengd er tæpir 300 km. og hefir
flughraðinn því verið um 75 km á
klukkustund).
Enn einu sinni hafði óheppnin
steðjað að Graham White. Hann
hafði neyðst til að nauðlenda hjá
Polesworth, vegna smábilunar.
Viðgerðin drógst meir á langinn,
en hann hafði búizt við, og áður
henni var lokið frétti hann að
Man-
ósigri
a voru
stg,d^ir hrópa húrra fyrir Paulhan.
Graham White vissi manna bezt
frvílik't afrek hinn franski flug-
maður hafði af hendi leyst,
— Kor.an mín getur þvælt um sáma
efni klijikkustundum saman.
— Mín þarf ekkert efni.
arnciL
liiaí
Tveir drengir hittast.
— Ég hef séð framan í þig
annars staðar, segir annar.
— Það getur ekki verið, ég hef
andlitið alltaf á sama stað.
Kennarinn: Hér er talað um
hundagras. Getur nokkurt ykkar
nefnt mér aðra jurt, sem kennd
er við hunda? __^
Stjáni litli: Hundapest.
*A
Júlli kom heim úr skólanum
og var gramur:
— Kennarinn sagði okkur að
einhver spekingur hefði sagt, að
það serh væri vel gert þyrfti ekki
að gerast nema einu sinni.
— Heldurðu að það sé ekki
rétt? spurði mamma.
— Nei, hann hefur aldrei reitt
arfa úr garði.
Mamma og pabbi voru á
skemmtigöngu með litlu dóttur
sina. Rétt hjá veginum voru
kindur í ullu.
— Hvaða dýr eru þetta? spurði
sú litla.
— Þetta eru kindur.
Nokkru seinna sáu þau gris og
þá hrópaði telpan:
— Nei, sjáið þið, þarna er kind
sem er búin að þvo sér og greiða
sér.
Skólastjóri nokkur fann upp
á ýmsu til þess að glæða athygl-
isgáfu barnanna. Meðal annars
sagði hann þeim einu sinni, að
þau skyldu teikna myndir af því
sem þau vildu verða þegar þau
væri orðin stór, svo sem mynd af
bílstjóra, lögregluþjóni, skip-
stjóra, leikara, eða hvað þeim nú
!) sýndist. Öll börnin skiluðu
3 myndum nema Dísa litla.
| — Gaztu ekki teiknað mynd?
' spurði kennarinn. Hvað langar
? þig til þegar þú ért orðin stór?
) — Að giftast, en ég veit ekki
hvermg a að feúa til mynd af því.