Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 1
GUNNAR DAL: SP1IM OZ A PI N O Z A var heimspekingur. Hann var göfugastur og mild- astur meðal manna og samt vac hann bannfærður og ofsóttur fyrir að kenna mönnum að leita sann- leikans og virða frelsið. Hann lifði á 17. öld. Sú öld var öld stórra átaka milli kyrrstöðu og dauða hins and- lega heims miðaldanna og anda hins nýa tíma. Höfuðvígi miðaldanna var þá Spánn, en vaxtarbroddur mannkyns ins, land hins nýa tíma Holland. Á Spáni lagði alveldi katólsku kirkj- unnar allt andlegt frelsi í fjötra og helt mannsandanum fanga í dimm- um myrkrastofum einræðisins. — Allir sem í trúmálum lutu ekki boði hennar hrökkluðust úr landi, eða voru pyndaðir í fangelsum eða brenndir á báli. Ransóknarréttur- inn hafði vakandi augu með hver j- um manni. Einn var þó sá flokkur manna á Spáni og Portúgal, sem varð alveg sérstaklega hart leikinn í þessum trúarofsóknum. Það voru Gyðingar. — Öldum saman hafði þjóðbraut þeirra að austan og sunnan legið til Spánar, og á 16. öld skiptu þeir þúsundum. Þeir Spinoza heldu þar lengi fast við trú sína og margir þeirra höfðu verið pyndaðir og brenndir, hinir sem eftir lifðu játuðu í orði kveðnu katólskri trú, en heldu þó leynilega við trú feðr- anna. Þeir undu því hag sínum stórilla á Spáni og voru farnir að svipast um eftir nýum samastað. Á síðari hluta 16. aldar fréttu þeir af lítilli þjóð í norðri, sem að sögn hafði ekki aðeins rænt landi sínu úr ríki Ránar, heldur hafði hún einnig sigrað harðstjórann spænska og brotizt undan valdi katólsku kirkjunnar. Þessi þjóð, hermdi sag- an, bauð nú hverjum manni trú- frelsi — einnig Gyðingum. Sagt var og að þessi litla þjóð væri að verða ein auðugasta þjóð álfunnar og mesta verslunarþjóð heims. Og Gyðingarnir ályktuðu að hér mundi þjóð við sitt hæfi, þjóð sem bauð þeim trúfrelsi, athafna- frelsi og velmegun. Hópum saman flykktust þeir um og eftir alda- mótin 1600 til þessa nýa, fyrir- heitna lands. í Hollandi reistu þeir svo samkunduhús í Amsterdam, þar sem þeir iðkuðu trú feðra sinna óáreittir af kirkju og ríki. Gyðing- arnir komu ár sinni vel fyrir borð, þeir stunduðu verslun og iðnað í borginni (Amsterdam) og nutu at- orku sinnar í þessu nýa landi frels- isins. Meðal þessa fólks voru for- eldrar manns, sem síðar varð af sumum nefndur „annar Gyðingur mannkynssögunnar". — Þetta var heimspekingurinn Spinoza. — 'k — Baruch Despinoza eða Benedikt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.