Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 . .WXU,: áfll . . ' Fólkinu var troðið í gripavagna, sem voru lokaðir með slagbröndum og gaddavír andi frelsi og sjálfsákvörðunar- rétt Eystrasaltsríkjanna. Og þar með var sjálfstæði þeirra lokið. Undir eins og Rússar höfðu riáð töglum og högldum í Eystrasalts- ríkjunum, hófust ofsóknir gegn einstökum mönnum. í hverju landi hurfu 200—300 manns á hverjum mánuði. Jafnframt bjuggu Rússar sig undir allsherjar „hreingern- ingu“ og höfðu til þess aðstoð1 fimmtu herdeildarmanna í ríkjun- um. Njósnanefndir voru settar á fót alls staðar og þær sömdu skrá um alla þá menn, sem væri Sovjet- ríkjunum „fjandsamlegir". Sjálfir höfðu Rússar ákveðið hverjir þess- ir menn væri, en það voru með- limir í öllum þeim félögum, sem ekki voru hlynnt kommúnistum, allir fyrverandi embættismenn og lögreglumenn, iðjuhöldar og stór- bændur, liðsforingjar og ótal marg- ir aðrir. Ennfremur fjölskyldur þessara manna. Og svo hófst hin mikla hrein- gerning hinn 14. júní 1941. Kvöldið áður var smalað saman öllum flutningabílum sem til voru í lönd- unum. Og snemma um morguninn hófust svo handtökurnar um lönd- in þVer og endlöng og var fólkinu jafnhárðan ekið á flutningabílun- um til ákveðinna staða, þar sem flutningalestir biðu. Þar var svo fj ölskyldufeðrum stíað frá ástvin- um sínum og voru þeir sendir í fangahús. En upp í gripavagna var troðið karlmönnum, konum og börnum, 20—30 í hvern vagn. Einu þægindin í þessum vögnum vóru göt á gólfinu, þar sem fólkið átti að gera nauðþurftir sínar. Vögnrin- um var jafnharðan lokað með slag- brönduð úr járni og gaddavír, -og svo voru þejr látnir bíða, sums stað- ar allt að þrjá daga, meðan verið var að „smala“, svo að allir vagn- ar væri fullir. Þennan tíma fékk fólkið hvorki vott né þurt. — Harm- ur og örvænting heltók fólk;ð. Þungaðar konur ólu börn fyrir tím- ann og dóu bæði börnin og kon- urnar, en líkin voru látin liggja í vögnunum þangað til haldið var á stað. t VJ Þannig hófst hin mikla herleið- ing saklausra borgara austur til þrælabúðanna í Rússlandi og Síberíu og sumir voru sendir alla leið til eyarinnar Sakhalin, sem er fyrir austan Síberíu. í þessari einu „hreingerningu“ herleiddu Rússar 10.000 manna frá Eistlandi og 15.000 frá Lettlandi. Um töluna í Lithaugalandi er ekki vitað. Skömmu seinna hófst stríðið milli Þjóðverja og Rússa og þá kölluðu Rússar rúmlega 33 þús- undir ungra manna í Eistlandi í rússneska herinn. Alls höfðu þá verið fluttir á burt, teknir í her- inn, myrtir eða horfið um 60 þús- Lettneskir frelsis- vinir, sem Rússar myrtu hjá Riga rétt áður en þeir urðu að flýa fyrir Þjóðverjum. .■■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.