Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 4
r 400 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sem menn heldu að vœri boðskapur þeirra. Hinn sanni kjarni þeirra var allt annar. Misskildar erfða- kenningar höfðu gert almættið að stríðsguði ákveðins þjóðflokks. Það var guð samkunduhússins. Þær höfðu gert hann að manni, með mannlegum takmörkunum. Þannig var guð katólskra og mótmælenda. Allt þetta voru manna setningar. Hinn sanni guð Krists og spámann- anna var eitt með allri tilveru. Slíkur var boðskapur þessarar bókar Spinoza, og hann hitti mark- ið. Það mátti heyra á undirtekt- unum, sem og fyrr er frá skýrt. . . — — En Spinoza eignaðist einnig vini og stuðningsmenn — meðal stjórn- málamanna. Þessir vinir hans veittú honum það mikla vernd að hann sá sér fært að flytjast í eigin persónu til Haag. Valdamestir þess- ara vina hans voru de Witt bræð- urnir. Þeir veittu honum einhverja fjárhagslega aðstoð, sem þó entist ekki lengi, þar sem bræðurnir voru myrtir í múgæsingum tveim árum eftir komu Spinoza til borgarinnar. Sama ár (1772) sendi Loðvík 14. Frakkakonungur her sinn inn í Holland til að brjóta niður þetta lýðveldi frelsisins, þar sem „trú- villingar“ og „fríhyggjumenn“ höfðu frelsi til að unga út bókum sínum og reisa dómstól skynsem- innar til höfuðs veraldlegu einveldi konunga og andlegu einræði kirkj- unnar. Frönskum stjórnmálamönnum, einkum Colbert, var einnig ósárt um að losna við samkeppni Hoi- lendinga 1 verslun, ekki sízt í Ind- landi. Englendingar áttu sömu hagsmuna að gæta og fóru með Frökkum í stríðið við Hollendinga Þannig fór Spinoza einmitt til þess staðar, þar sem gert var út um frelsi og framtíð vestrænnar sið- menhmgár; “ Spinoza var ákveðinn lýðveldis- sinni og fór á fund franska innrás- arhersins, að því er virðist sem eins konar erindreki til að tala máli Hollendinga. Hann fekk þó enga áheyrn hjá hershöfðingianum og varð að snúa aftur við svo búið. Þegar heim kom til Haag gaus upp sá kvittur að Spinoza væri njósnari Frakka. Vildi þá húsráð- andinn, þar sem Spinoza leigði, að hann færi úr húsinu, svo ekki yrðu unnin á því nein spjöll, ef múgur inn skyldi koma og gera honum sömu skil og de Witt bræðrunum. En Spinoza róaði hann. „Það eni margir háttstandandi menn,“ sagði hann, „sem þekkja til^ang farar minnar. En ef múgurinn safnast saman við hús þitt, þá mun ég út ganga á fund hans.“ — Til þess kom þó aldrei og enn um stund gat Spinoza fágað glei sín og skrifað um heimspeki og stjórnmál. -'k- Spinoza átti við harðan kost að búa, hann hafnaði auði og vegtyíl- um. Honum hafði verið boðin pró- fessorsstaða í heimspeki við háskól- ann í Heidelberg — en vildi ekki fórna henni frelsi sínu. Föðurarf sinn hafði hann látið ganga til systra sinna. Auðæfi, sem vinur hans einn, Simon de Vries að nafni, vildi á- nafna honum, lét hann ganga til bróður Simonar. Honum var boð- inn lífeyrir af vinum Loðvíks 14., ef hann aðeins vildi skrifa nafn þess konungs á næstu bók sína! „Ég hef ekki í hyggju að ánafna þeim kóngi neitt,“ svaraði Spinoza og þar með var því máli lokið. Fátækt Spinoza og atvinna hans veikti mótstöðuafl hans gegn tær- ingunni, sem þjáði hann í 20 ár. Hann minntist ekki á þessa veiki sína og kvartaði aldrei. Endalokin vofðu þó yfir honum óhjákvæmi- leg. Frelsi hafði hann til að brjót - ast undan- trúarlærdómum feðra sinna, til að yfirstíga Descartes, til að hugsa sjálfstætt og bjóða harð- stjórn byrginn. Og þó var frelsi hans takmarkað af einhverju, sem hann réði ekki við — tæringunni, dauðanum. Og nú fann Spinoza dauðann nálgast. Sunnudagsmorgun einn fór Spin- oza snemma á fætur og ræddi við hjónin, sem hann leigði hjá, eins og ekkert hefði í skorizt. Spinoza vissi þó að þetta var hans síðasti dagur. Kvöldið áður hafði hann sent eftir lækni einum, vini sín- um. Þessi læknir skipaði nú að láta sjóða gamlan hana, svo Spinoza gæti fengið súpu um hádegið. Ann- ars var Spinoza vanur að annast mat sinn sjálfur. Hjónin fóru til kirkju og þegar þau komu aftur, var Spinoza látinn. Árið eftir kom Holland ósigrað frá viðureign sinni við einvalds- konunginn í Frakklandi. Hinn nýi tími frjálsrar hugsunar hafði ekki verið sigraður, jafnvel ekki þó sökkva yrði í sjó aftur því litla landi, sem hann hafði haslað sér völl á. Vestræn menning var á leið út úr nóttinni. Nýir menn hófu á loft kyndil frelsisins og vísuðu mönnum veginn upp og fram. Af öllum þessum merkisberum á vest- ræn menning á 17. öld engum meira að þakka en Benedikt Spinoza. — Hann var mildastur og göfugastur manna, en þó ofsóttur og bannfærð- ur fyrir að kenna mönnum að leita sannleikans og virða frelsið. Kennslukonan var að útlista fyrir börnunum hve hættulegir kossar væri, því að þeir dreifðu sóttkveikjum. — Getur nokkurt ykkar nefnt mér dæmi þessu til sönnunar? spurði hún. — Já, sagði drengur nokkur, Alice frænka var vön að kyssa hundinn sinn. —Nú, og hvað skeði? — Hundurinn drapst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.