Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 399 annað hvers konar veröld það var sem heimspekigurinn Spinoza haf ði verið að forðast. Presturinn þuldi: „Að lögum dýrlinga og engla bannfærum við, útskúfum, bölvum og formælum Baruch de Espinoza með samþykki öldunganna og allr- ar þessarar heilögu samkundu, í viðurvist hinna helgu bóka, bölv- um við honum með hinu sanna ana- þema og Jóshúa bölvaði Jeríkóborg .... enginn ykkar tali við hann munnlega eða skriflega, enginn ykkar sýni honum nokkra misk- unn, eða dveljist í sama húsi og hann eða komi nær honum en fjög- ur fet og enginn lesi neitt, sem sá maður skrifar.“ Bumbur voru barðar um leið og söfnuðurinn tók þessi svörtu kerti og lét vax þeirra renna dropa fyrir dropa út í stórt ker fullt af blóði. Æðsti presturinn gaf merkið og söfnuðurinn hrópaði: „Anaþema Maranapa“! Þá voru öll ljósin slökkt í blóðinu og söfnuðurinn hrópaði í myrkrinu. Amen! Amen! Þannig bölvuðu Gyðingar þeim Gyðingi, sem brauzt undan göml- um erfðakenningum og leyfði sér að hugsa frjálst. Síðar meir hafa Gyðingar hafið Spinoza upp til ský- anna sem hinn mesta andans mann, sem uppi hefur verið, en þá var Spinoza löngu dauður. Spinoza var manna rólyndastur og hugrakkastur, en hér í Amster- dam var líf hans nú í beinni hættu. Hann fór því huldu höfði og flutti sig út fyrir borgina og settist upp hjá vini sínum einum, sem tilheyrði ofsóttum sértrúarflokki mótmæl- enda. Spinoza leitaði verndar hjá þessum flokki og fluttist með hon- um til Rhynsburg (nálægt Lyden). Þar stundaði Spinoza þá iðju sína að fága stækkunargler. Þess á milli las hann heimspeki, einkurn Descartes. — Hann þótti brátt svo lærður í þessum ritum að ur.gir menntamen tóku að koma til hans og mælast til að hann kenndi sér heimspeki og útskýrði rit Descart- es. Þetta varð til þess að Spinoza fann hjá sér hvöt til að kryfja heimspeki Descartes enn nákvæm- legar til mergjar. Hinir ungu menntamenn tileinkuðu sér skoð- anir Descartes gagnrýnislaust og stöðnuðu í kerfi hans. Spinoza, kennarinn, var aftur á móti skap- andi og hafði glöggt auga fyrir veii- unum í heimspeki Descartes. Hann óx að lokum upp úr þessari heim- speki og lagði grunninn að sinni eigin. — 'k — Þetta varð til þess að dýrkendur Descartes urðu honum gramir og snerust gegn honum. Hann fann að hann átti ekki lengur neina samleið með sínum fyrri félögum. Hugur hans fór að beinast frá þessu þorpi, Rhynsburg, og til höfuðborgarinn- ar Haag, miðdepli hins andlega lífs álfunnar. Áttu þessar bækur, sem hann hafði verið að semja í kyrr- þey hér í þessu þorpi, ekki erindi þangað, sem einmitt nú var verið að gera út um framtíð vestrænnar menningar? Jú, þangað þurftu bækur hans að komast — en tæp- lega mundi sá staður heilsusam- legur höfundi þeirra eftir að menn hefðu séð þær! Spinoza fluttist frá þorpinu Rhynsburg til þorpsins Voorburg, það lá í útjaðri Haag. Hann fullgerði þar bækur sínar og leitaði fyrir sér um prentun þeirra. Eftir sjö ára dvöl í Voorburg kom fyrsta rit hans á prent. Það rit fjall- aði um trúmál og stjórnmál. Höf- undar var ekki getið. Nafn útgef- andans var gervinafn. Nafn prent- smiðjunnar ekki til! Spinoza þóttist þekkja öld sína og vita hver áhrif þessi bók mundi haía. Hann reynd- ist sannspár. Gyðingar og katólskiv bannsungu hana, mótmælendur bönnuðu hana, áhar.gendur Des- cartes reðust gegc beaai. Bók, sem vakið gat slíka háreysti, hlaut að hafa skorið á meinsemd aldarinnar. En hver var þá boð- skapur þessarar bókar? Descartes og lærisveinar hans voru byrjaðir að draga ýmsar gaml- ar hugmyndir, sem taldar voru ó- yggjandi sannindi, fyrir dóm skyn- seminnar. Fyrir þeim dómstóli átti hugmyndaheimur miðaldanna sér engrar náðar að vænta. Þessi dómstóll var fyrst og fremst í Hol- landi — í Haag. Enn voru öfl mið- aldanna sterk jafnvel í borg frels- isins, Haag, og utan Hollands drógu þessi öfl saman her (í Frakklandi) til að gera innrás í Holland og brjóta þennan dómstól skynsem- innar niður. Eitt var þó sem hvorki Descartes né lærisveinar hans höfðu enn þorað að draga fyrir dóm skynseminnar. Það var Biblí- an. En það var einmitt það, sem Spinoza gerði. Ritningin er, sagði Spinoza, sjálfur kjarni, sjálf undir- staða allra hugmynda hinnar vest- rænu siðmenningar. Fyrst menn á annað borð eru farnir að láta Ijós skynseminnar falla inn í rökkur- sælan heim viðtekinna erfðakenn- inga, hvers vegna skyldum við þá ganga fram hjá sjálfum kjarna þeirra, ritningunni? Og Spinoza hvarf 1600 ár aftur í tímann til að leita þar hins sanna boðskapar Krists. Og hann hvarf aftur önnur 1600 ár aftur í tímann til að leita þar hins sanna kjarna Gamla-testamentisins. — Spinoza skildist að trúarbrögð allra þessara, sundurlausu og oft ofstækisfulhi safnaða væri annað en sönn trú. Trúin er mild og umburðar- lynd. Áhangandi erfðakenning- anna, hins dauða bókstafs trúar- bragðanna, var harður og einsýnn. Átti grimmd trúarofstækismanns- ins nokkuð skylt við vísdóm spá- mannanna eða mildi Krists? Þetta var ekki að afneita boóskap epá- mannanna og Krists, heldur því,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.