Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 7
" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1 403 Veiðiferð á eyðimörk Eftir Steplian Reynolds TALLY HO! Tally Ho!“ Glamur í beizlum, brak í söðlum og kitlandi æsing fylgir hrópinu, sem boðar að veiðidýr hafi sézt. „Taala Hone! Taala Hone!“ Hér um bil sömu orðin og sami atburður, þótt þúsund mílur og þúsund ár sé í milli. Veiðar, þessi alenski þjóðháttur, barst þangað með krossfarendum frá landinu helga, en þar höfðu'menn lært aðferðina af Serkjum. í arabisku eru margar mállýzkur, og tungan hefur breytzt á margan hátt, en enn í dag er veiðihróþið í Sýrlandi og Palestínu „Taala Hone“, en það þýð- ir „Komið hingað!“ bjarga sér í öðru lífi. En eftir þess- ari sögu er svo að sjá, sem hatur og fyrirlitning mannanna hafi megnað að þjá sál hennar í heila öld handan við gröf og dauða. Eftir því sem leið breyttist mið- ilsgáfa Sesselju og varð fullkomn- ari þannig, að hún „heyrði“ og gat skrifað niður jafnharðan, eins og þegar ritað er eftir fyrirsögn. Með þessu móti var í rauninni hægt að „tala“ við þá fyrir handan. Hafði hún samband við Agnesi lengi eftir þetta, og var svo að sjá sem breyt- ing til hins betra hefði orðið á kjör- um þeirra. Um það eru þó engar sannanir aðrar. Sesselja mun þó að lokum hafa verið ánægð með það hlutverk, sem hún leysti af hendi í þessu máli, en vildi enn ekki að neinir aðrir en nánustu samverka- menn sínir vissu um það. Mun hún ekki hafa viljað að það kæmist ,í hámæli að hún væri miðill. Og þó hafði vegna hæfileika hennar gerzt einhver hinn allra merkilegasti fyrirburður hér á landi um „hið mikla samband." (G, -j- Á.) Veiðar hafa verið vinsæl íþrótt meðal Araba um rúmlega þúsund ár, og á dögum krossferðanna höfðu þeir sett sér fastar veiðireglur. Arabar nota ekki refahunda eins og Bretar, heldur stóra og fallega hunda, sem þeir nefna saluki. Þessir hundar- rekja ekki feril veiðidýra eftir þef, heldur beita sér sjóninni. Nú eru liðin 25 ár síðan ég kynntist fyrst veiðum með Aröbum. Ég var þá ungur liðsforingi í Irak og hafði furið þangað til þess að læra málið. Og til þess að kynnast því sem bezt, fór ég til Jezira, sem er í norðurhluta sýr- lenzku eyðimerkurinnar, til að dveljast þar meðal innfæddra hirðingja. Þar komst ég í kynni við Shammar þjóðflokkinn og höfðingja hans, hinn óviðjafnanlega Ajil. Hann var rúmar þrjár álnir á hæð og vóg 250 pund. Hann faðmaði mig að sér og gaf mér leyfi til þess að dveljast hjá sér eins lengi og ég vildi. Og með þjóðflokki hans ferðaðist ég norður yfir landa- mæri Tyrklands, norður i Anatolíu, og suður til Saudi Arabiu. Veiðitími þeirra var um það leyti sem náttúran er í sínu fegursta skrúði, seint í marzmánuði. Þá er öll eyði- mörkin eins og „blómstrandi rós“. Loft- ið er milt og tært, sólin vermir, en brennir ekki. Eyðimörkin hefur tekið á sig grænan gróðurfeld, skreyttan hinum skæru litum anemona og krók- usa. Loftið er eins og rafmagnað og hleypir æsing og eftirvænting í blóðið. í veiðiför þeirri, sem ég ætla að segja frá, ætluðum vér að veiða gazellur. Höfðinginn sat í skrautklæðum á „Loulou“ (Perlu) grárri og fjörugri hryssu, fimm vetra, og a ulflið hans stóð „Nejma“. Hann var í miðri fylk- ingu. „Nejrna" (Stjarna) var rennilegur og vel taminn fálki, með rauða og skraut- lega leðurhettu á höfði. Tvö gerfiaugu voru á hettunni og blikuðu eins og stjörnur, því að það voru perlur. í tvo daga höfðu hundar og fálkar verið sveltir og voru nú titrandi af græðgi og blóðþorsta. Ég var settur á sjö vetra hryssu, sem „A1 Hawa“ (Gola) hét og hún dansaði undir mér, krafsaði jörðina og hneggj- aði af óþolinmæði, meðan beðið var, en þess í milli hvessti hún arnfrán augun út yfir sléttuna. Vér vorum um 50 í hóp og er vér lögðum á stað kvað allt loftið við af mannamáli, gelti, hneggi og glamri 1 beizlum. Búningur hirðingjanna er alltaf skrautlegur, en bezt fer hann þegar þeir eru komnir á hestbak margir saman. Það er dýrleg sjón að sjá þá, eins og draumur, sem enginn málari mundi geta fest á léreft. Allt í einu heyrðist hátt kall til vinstri: „Taala Ho-o-o-one!“ Og langt í burtu sást riddari veifa skrnutlegum höfuðdúki. Nú þeystu alhr í áttina til hans. Hundunum var sleppt lausum og þeir tóku sprettinn eins og ör flygi og var sem stroka stæði aftur af þeim. Hestarnir þenja nasir um leið og þeim er gefinn laus taumurinn og augu manna og hesta verða bjartari en áður þegar þeyst er á stað á eftir hundun- um. Ajil og aðrir sem fálka hafa, fara að losa um hettur þeirra. ög þegar Ajil hefur tekið hettuna af sínum fálka, hossar hann honum á hendi sér og sveiflar fram og aftur: „Lyftu vængj- unum Nejma, hraðfleygi fuglinn minn'" Fálkinn rekur upp skræk mikinn og hefur sig á flug, en rétt á eftir er sem hann falli niður undir jörð. Hestarnir staðnæmast samstundis og við störum hissa á hann. En svo gripur hann til vængjanna aftur og flýgur í mörgum sveiflum hátt í loft upp. Þá er eins og vér séum leystir úr álögum, menn hrópa og kalla og hest- arnir geisast fram. Allt í einu leggja fálkarnir að sér vængina og steypast eins og steinar úr hálofti niður að jörð. Þeir hafa komið auga á gazellu. Og vér þeysum í áttina með hrópum og köllum, og jörðin dyn- ur undir hófum hestanna. Vér erum ekki lengur ríðandi menn heldur kent- árar, trylltir af spenningi augnabliksins og hinu dásamlega lofti. Fálkarnir ráðast á gazelluna og blinda hana með vængjum sínum, og það skiftir engum togum að hún er að velli lögð. f tjaldi höfðingjans er sagan af veiði- ferðinni sögð og margsögð á meðan vér drekkum bleksterkt kaffi, sem veitt er af rausn og vináttu. Hvenær skyldi ég fá að lifa annan eins dag! Hvenær fæ ég aftur að þeysa um eyðimörkina á eldfjörugum gæðing í hópi vina minna?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.