Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 Aðalleikendur í kvik- myndinni Sölku Völku, Gunnel Bro- ström (Salka Valka) og Folke Sundquist (Arnaldur) reist í trjágarðinum við Aðalstræti (27.) Gengið var frá endurskoðun her- varnarsamningsins við Bandaríkin (27.) Flugfélag íslands hefur keypt nýa Douglas Dakotaflugvél í Bandaríkjun- um og getur hún flutt 28 farþega (29.) FJÁRMÁL Landsbankinn hefur ákveðið að gefa hverju skólabarni sparisjóðsbók til að glæða hjá þeim sparsemi (11.) Reikningar Reykjavíkurbæjar árið 1953 sýna að eignir hafa aukizt um 38 milljónir króna á árinu. — Rekstrar- afgangur varð 21.4 millj. kr. og er það með mesta móti (21.) Vísitölur voru óbreyttar frá því sem verið hefur (25). MENN OG MÁLEFNI Hörður Sigurjónsson flugmaður öðl- aðist réttindi til þess að stjórna fjög- urra hreyfla farþegaflugvél (8.) Séra Magnús Guðmundsson í Súða- vík var kosinn prestur í Setbergs- prestakalli (11). Tveir fulltrúar Kanadastjórnar komu hingað til þess að kynna sér æðarvarp og umhirðu þess og eiga síðan að reyna að kenna Eskimóum nyrzt í Kanada að koma sér upp æðarvarpi (13.) Leikfélag Reykjavíkur sýndi nýtt ís- lenzkt leikrit, er Gimbill nefnist. Höf- undur lét sín ekki getið (16.) Hreppsnefndarkosning fór fram að nýu í Kópavogshreppi. Hafði nú hrak- að fylgi kommúnista þar síðan í vetur, en Framsóknarmenn unnið á (18.) Tíu ára drengur bjargaði sex ára dreng frá drukknun í Kópavogi (26 ) Hópur 11 ferðamanna kom heim úr 7 vikna ferðalagi um meginland Ev- rópu í íslenzkum bíl. Er það fyrsta skemmtiferð af slíku tagi (29.) ÝMISLEGT Vb. Unnur frá Vestmannaeyum var tekinn fyrir dragnótarveiði í landhelgi (8.) Þrjár útigangskindur (þar af ær ný- borin og tvílembd) fundust i Hvítmögu í Sólheimajökli (5.) Samþykkt hafði verið að flytja inn 100 lestir af kjöti frá Danmörku og menn sendir út til að velja það. En ekki fengust nema 60 lestir (7.) Nýrækt varð 2918 hektarar árið sem leið (11.) Siglufjarðarskarð varð bílfært 11. maí. Áfengislögin nýu gengu að nokkru leyti í gildi 1. maí (13.) Minkur komst út í Æðey á ísafjarð- ardjúpi og gerði spjöll í varpi, en eftir mikla leit fannst hann og var drepinn. Var hann þá í landi á Snæfjallaströnd, en hafði synt út í ey til veiða (19.) C_-^®®®G^_5 Gott húsráð Læknir: — Hvað eruð j^i^gamall? — Áttatíu og sjö ára. Læknir: — Jseja, á öllum mínum langa læknisferli hefi ég aþirei hitt ncinn mann, jafnvel þótt hann væri tuttugu árum yngri, er hefir aðra eins hestaheilsu og þér. Hver haldið þér að ástæðan sé? — Þegar ég giftist þá gerðum við hjónin samning okkar á milli um að við skyldum aldrei rífast. Hún lof- aði því að segja ekkert ef hún reidd- ist við mig, en fara fram í eldhús og bíða þar meðan sér rynni reiðin. Ég lofaði því aftur á móti a'ð fara út í garðinn, ef ég reiddist og ganga þar um þangað til mér væri runnin reið- in. Læknir: — Hvað kemur það þessu við? — Jú, sjáið þér nú til, læknir góð- ur, vögna þessa samn(ings hefi ég eytt miklum hluta ævi minnar undir beru lofti, og þess vegna er ég svona hraustur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.