Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Blaðsíða 1
26. tbl. Sunnudagur 11. julí 1954 XXIX. árg. SÓLMYR KVI N l\l og hvernig hin lifandi náttúra brást við honum ^^LMYRKVI á sólu er ekki dag- legur atburður. Fæstum af þeim, sem nú eru á lífi hér á landi, mun auðnast að sjá annan al- myrkva en þann, sem varð 30. júní, hversu lengi sem þeir lifa. Aðeins með því móti að þeir sé staddir annars staðar á hnettinum, gæti slíkt komið fyrir þá, því að næsti almyrkvi kemur ekki hér fyrr en eftir nær 200 ár (árið 2151), að því er fróðir menn segja. Enginn heim- alningur hafði heldur séð almyrkva fyrr, því að nú voru liðin rúm 121 ár síðan slíkur sólmyrkvi fór yfir ísland. Það var daginn fyrir upp- stigningardag árið 1733. Segja ann- álar af Vesturlandi að þá hafi ver- ið heiðskírt veður. Myrkvinn hófst skömmu eftir nón og stóð fram undir miðaftan. Var svo rokkið þegar dimmast var, að birtan var „viðlíka sem þá sól er gengin und- ir að kvöldtíma," og undir Jökli sáust stjörnur á himni. Sennilegt er að margir hafi hugs- að að myrkvinn núna mundi verða svartari en raun varð á, því svo mjög hafði verið látið af því hve dimmt mundi verða. Getur því verið að sumum hafi þótt minna til koma en þeir höfðu vænst eftir. En þrátt fyrir það mun þessi stutti fyrirburður verða minnisstæður öllum þeim er sáu. Og að einu leyti er þessi sólmyrkvi merkilegri heldur en allir þeir 11 almyrkvar, sem yfir landið hafa farið síðan það byggðist, að nú fóru fram vísinda- legar mælingar á honum, en slíkt hefur aldrei skeð fyrr. Og íslenzk- ir vísindamenn tóku þátt í þeim rannsóknum. Það hefði ekki getað skeð, ef sólmyrkvinn hefði verið svo sem 25 árum fyrr á ferðinni, því að þá voru engin mælingaáhöld

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.