Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 10
470 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VINNTTDEILUR Allmiklar vinnudeil - nrfl'i í ]-essum mánuði. en leystust alle>' "p™ h'’að verk- fræðingar hjá bæ og nki geró. verkfall og var því ekki lokið. VIDSKIFTASAMNINC \IL Viðskiftasamningurin.i við C /ia, sem gilt hefur að undanför.. 1, \ ;r í.. mlengd- ur um eitt ár (2.) Viðskiftasamningur var C:.ó.. Dani og er hann mjög svipað ; ' samningi er gilti seinasta ár U£ > Þá var gerður viðskiitasainningur við Rússa. Kaupa þeir aðallega fisk og síld, en selja ýmsar nauðsynjavörur (22.) SJÓMANNADAGURINN var 13. júní. Þá lagði forseti íslands hornstein að Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Laugarási og var mikil viðhöfn. Var farið þangað í fylkingu og fremst fór víkingaskip, mannað gömlum sjómönn- um. Margar gjafir bárust Dvalarheimil- inu við þetta tækifæri. — Sjómannadags- ráð sæmdi Ólaf Thors forsætisráðherra æðsta heiðursmerki sjómanna fyrir drengilega liðveizlu hans við áhugamál þeirra (15.) LANDHELGISMÁLIÐ Á fundi Evrópuráðsins báru fulltrúar Eelga. Hollendinga. Frakka og Breta fram tillögu um, að landhelgismál íslendinga skyldi tekið fyrir á fundi ráðsins í haust. íslenzku fulltrúarnir höfðu ekkert á móti því, ef jafnframt yrði þá rætt um lönd- unarbann Breta (3.) HÆSTARÉTTARDÓMUR í verkskiftingu íslenzkra ráðherra, sem staðfest var með forsetaúrskurði, var svo fyrir mælt að utanrikisráðherra skyldi fara með öll mál varðandi setuliðið og Keflavíkurflugvöll, og þar með ákæru- vald hins opinbera á Keflavíkurflugvelli. Út af máli, sem þar kom fyrir. og áfrýjað var til Hæstaréttar, féll dómur svo, að gildandi lögum væri ekki hægt að breyta með forsetaúrskurði. En í lögum væri svo ákveðið, að dómsmálaráðherra eigi einn að fara með ákæruvaldið í landinu, og þá einnig á Keflavíkurflugvelli (26.) 183 STÚDENTAR útskrifuðust í þessum mánuði. 10 frá Menntaskólanum á Laugarvatni (þeir fyrstu frá þeim skóla), 21 frá Verslunar- skólanum, 117 frá Menntaskólanum í Reykjavík og 35 frá Menntaskólanum á Akureyri. HEIÐURSMERKI Hinn 17. júní sæmdi forseti íslands heiðursmerki Fálkaorðunnar: Árna Kristj- ánsson píanóleikara. Ásmund Sveinsson myndhöggvara, frú Guðrúnu Pétursdótt- ur biskupsekkju, Hákon Bjarr.ason skóg- ræktarstjóra, Lárus Pálsson leikstjóra, Ólaf Lárusson prófessor og Tómas Guð- mundsson skáld (26.) STOFNANIR Aðalfundur Verslunarráðs íslands var haldinn í Reykjavík. Þar kom fram að nauðsyn væri hér á fríhöfn, greiðari skipafeiðum umhverfis landið og hraðari tollskoðun (12.) Aðalfundur Iðnaðarbankans var hald- inn í Reykjavík. Bankaráð var endur- kosið. Starfsemi bankans hefur gengið ágætlega fyrsta áfangann (15.) Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn í Reykjavík. Samþykkt var heimild handa félagsstjórn að láta smíða þrjú ný skip og selja eldri skip ef hún teldi það hagkvæmt. Bjarni Benedikts- son ráðherra var kosinn formaður félags- stjórnar. Samþykkt var að minnast 40 ára afmælis félagsins með því að gefa 50.000 krónur til menningar eða mannúð- armála (15.) Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna var haldinn i Reykjavík. Út- fluttningur á frystum fiski árið sem leið nam 36.431 smálest og var verðmæti hans 207Vi milljón króna (16.) Prestastefna íslands, hin fjölmennasta er haldin hefur verið, var háð í Háskólan- um. í skýrslu sinni gat biskup þess, að 5 prestar hefði látist, 4 fengið lausn frá embætti og 7 tekið vígslu á þessu synodus- ári. Ellefu prestaköll eru nú óveitt. Aðal- umræðuefni prestastefnunnar var af- staða kirkjunnar til líknarmála (23.) FRAMKVÆMDIR Lokið er smíði á brú á Skaftafellsá í Öræfum (1.) Bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að láta reisa tvo smábarnaskóla í sumar (4.) Skógræktarfélag Árnessýslu hefur keypt jörðina Snæfuglsstaði í Grímsnesi til þess að koma þar upp trjárækt (9.) Vinnuskóli Reykjavíkur leigði vb. Þór- arinn, 45 smál., til þess að kenna ungum piltum sjómennsku. Báturinn lét úr höfn með 12 pilta (10.) Nýu flutningaskipi Sambands ísl. sam- vinnufélaga var hleypt af stokkunum í Oscarshamn í Svíþjóð. Það hlaut nafnið Helgafell (11.) Hópur manna fór á Vatnajökul og hafð- ist þar við í 10 daga við rannsóknir (25.) íslenzkt félag tók við framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli í stað Hamiltonfélags- ins, sem þar var áður. Formaður hins nýja félags er Helgi Bergs verkfræðing- ur (29.) Kvikmyndatökumenn frá Bandaríkjun- um, Svíþjóð, Þýzkalandi og Englandi voru hér í þessum mánuði og tóku fræðslu- myndir. MENN OG MÁLEFNI Margrét Ólafsdóttir í Vestmannaeyj- um átti 100 ára afmæli (1.) Dr. Richard Beek, prófessor í Grand Forks og ræðismaður íslands í Norður- Dakota, kom hingað til lands. Með hon- um var kona hans. Þau ætla að ferðast nokkuð um landið og síðan til Noregs (3.) Thora (Gunnardóttiri Matthíasson, son- ardóttir Matthíasar skálds, kom hingað í söngför (5.) Háskólinn opnaði merkilega bókasýn- ingu í Þjóðminjasafni í tilefni af 1Q ára afmæli lýðveldisins. Hlaut hún nafnið „íslenzk fræði 1911—1954“ og má þar sjá hve miklar eru að vexti bókmenntir um þau fræði á þessum tíma (16.) Halldór Halldórsson docent varði dokt- orsritgerð um íslenzk orðtök við Há- skóla íslands (17.) Tónlistarhátíð Norðurlanda var sett í Reykjavík. í sambandi við hana voru nokkrir hljómleikar (13.) Samúel Jónsson aldraður bóndi í Sel- árdal í Arnarfirði, hafði sýningu í Rvík á málverkum og listmunum eftir sig (17.) Þýzkur prófessor, dr. Mai, kom hingað til að kynnast beinkröm og berklavörn- um (17.) Fyrsta verk hins nýja biskups var að vígja sex guðfræðinga og voru þeir þess- ir: Bjarni Sigurðsson vígður til Mosfells í Mosfellssveit, Grímur Grímsson til Sauð- lauksdals, Kári Valsson til Rafnseyrar, Óskar Finnbogason til Staðarhrauns, Þór- ir Stephensen til Staðarhóls og Örn Frið- riksson til Skútusatða. Vígslan fór fram í dómkirkjunni 21. júní. Stokkseyringar heiðruðu dr. Pál ísólfs- son í tilefni af sextugsafmæli hans, með því að gefa honum sumarbústað (22.) Tveir starfsmenn brezka útvarpsins, B.B.C. komu hingað til að taka á stál- þráð „íslands lag“ líkt og Grímur Thom- sen lýsir því, og fella það síðan við fræðsluerindi um ísland (22.) Séra Haraldur Sigmar frá Blaine og kona hans komu í kynnisför og ferðuð- ust um landið (23.) Norskur píanósnillingur, Robert Riefl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.