Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Blaðsíða 11
% LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 471 frá Almennum tryggingum í tilefni af 10 ára lýðveldisafmælinu (19.) i Almennar tryggiVigar gáfu >J5valarheim- ili aldraðra sjómánna 10.000 kr. (20.) ÝMISLEGT Varðskipið Þór tók enskan togara að veiðum í landhelgi á Þistilfirði eftir nokkurn eltingaleik. Skipstjórinn neitaði stöðugt sekt sinni, en var dæmdur í 74.000 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upp- tækt (4.) Bæarstjómin í Helsingfors hefur sent bæarfulltrúum Reykjavíkur heimboð og var því tekið (4.) Viðskiptajöfnuður í apríl var hagstæð- ur um 6,4 millj. kr. En frá áramótum var viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 20,1 millj. kr. á móts við 112,5 millj. kr. í fyrra (9.1 Visitala framfærslukostnaðar var 1. júní 159 stig, eða einu stigi hærri en ver- ið hefur (17.) Kúadauði allmikill varð í Vcstur-Húna- vatnssýslu og kenna menn um kjarr.alitlu fóðri (20,1 Srrjörskammturinn var lækkaður um helming. úr 500 gr. á mann í 250 gr. (20.) Tvívegis í þessum mánuði var manns- lífi bjargað vegna þess að nærstaddir höfðu lært lífgun úr dauðadni. í fvrra skifti var það barn. sem hafði kæft sig i sængurfötum. en í hitt skiÞið skipstjóri, sem varð fvrir kolsýrlings eitrun. í Listamannaskálanum var hald>n al- þjóðleg sýning á ævintýramyndum eftir börn (20.) Brezku út- varpsmenn- irnir taka á stálþráð lýs- ingu á há- tiðahöldun- um 17. júní í Reykja- vik. ing, kom hingað og hafði hér hljómleika (23.) Jerauld Wright, yfirflotaforingi At- lantshafsbandalagsins, kom hingað í op- inbera heimsókn (24.) Séra Jakob Jónsson var kosinn for- maður Prestafélags íslands (25.) Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, var kosinn formaður Verslunarráðs íslands (26.) Bandarískur orgelsnillingur, E. Power Biggs, kom hingað og lék á orgel dóm- kirkjunnar (27.) íbúar Reykjavíkur reyndust vera 62.030 við seinasta manntal (27.) Barnakór Akureyrar kom heim úr vel heppnaðri söngför til Noregs (29.) Haraldur Björnsson hlaut verðlaun is- lenzkra leikdómenda fyrir beztan leik á árinu (29.) AFMÆLI Vinnuheimili S. í. B. S. á Reykjalundi átti 10 ára afmæli.. Á þessum áratug hef- ur félagið með aðstoð alþjóðar unnið kraftaverk — komið upp stærra og full- komnara hressingar- og vinnuhæli fyrir berklasjúklinga heldur en þekkist í nokkru öðru landi (4.) GJAFIR Blindravinafélagið fékk tvær stórgjaf- ir, 10.000 kr. frá Guðrúnu Þorsteinsdótt- ur (sem greiðast að henni látinni) og 15.528.30 kr. dánargjöf frá Hermínu Björnsdóttur í Minneapolis (2.) íslendingar í Bandaríkjunum gáfu Bessastöðum brjóstmynd úr eiri af Sveini Björnssyni forseta (17.) Landgræðslusjóði barst 10.000 kr. gjöf SÓLMYRKVI varð 30. júní, almyrkvi á suðurströnd- inni og í Vestmannaeyjum, en deildar- myrkvi annars staðar á landinu. Eru nú liðin 121 ár síðan almyrkvi á sólu sást hér, en um 200 ár þangað til næsti almyrkvi kemur. Myrkvi þessi fór yfir frá Ne- braska í Bandaríkjunum austur yfir haf um Norðurlönd, Lithaugaland, Rússland, Iran og endaði í Indlandi. Víðs vegar á þessu svæði var komið upp rannsókna- stöðvum þar sem vísindamenn margra þjóða athuguðu myrkvann. Rannsókna- stöðin hér á landi var í Austur Landeyj- um. Myrkvinn sást vel hér syðra því að veður var bjart. Skólaskipið „Þórarinn" lætur úr höfn með fyrstu sjó- manna- efnin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.