Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Qupperneq 12
IMauðlending hjá Hofsjökli Eftir Major-General H. L. Davies, C.B., C.B.E., D.S.O., M.C. ÞETTA er saga um enska herflugvél, sem varð að nauðlenda hjá Hofsjökli á stríðsárunum, og segir frá ferðalagi flugmannanna til fcyggða og hvernig þeim var bjargað. AÐ var eitt fagurt kvöld í ágúst- mánuði 1940 að ýmsir háttsettir herforingjar voru komnir til flug- vallarins í Kaldaðarnesi og biðu þar með óþreyu. Það var sem sé von á einni deild af léttum sprengjuflugvélum, og þar sem þær gátu ekki flutt með sér nema takmarkaðan skammt af bensíni, þá voru menn hálfhræddir um að þær mundu ekki komast alla hina löngu leið yfir Atlantshafið, því að 750 sjómílur eru á milli Skotlands og íslands. En klukkan rúmlega sex heyrð- ist flugvéladynur utan af hafi og þar kom þá allur hópurinn, með tvær Sunderland sjóflugvélar í broddi fylkingar. Þær höfðu verið sendar með til vonar og vara. Flug- völlurinn í Kaldaðarnesi var ekki nema ein malarborin braut, og þarna bjuggust nú flugvélarnar tii þess að lenda. Tuttugu voru þær saman og öllum tókst lendingm giftusamlega nema einni, sem kom niður utan við flugbrautina. En þar var slétt svo að það gerði ekk- ert til. Þetta Atlantshafsflug, sem í sjálfu sér var merkilegur viðbuið- ur, var þó ekki annað en undir- búningur að því hættulega starfi, sem hinna ungu flugmanna beið á íslandi. Hvergi í heimi hygg ég að hættulegra sé að fljúga en þar, bæði með ströndum fram og eins yfir landið. Og á þessum fyrsta tíma hernámsins var ekki á neitt að treysta, er orðið gæti til bjargar ef illa færi. Veðurfregnir voru mjóg ónákvæmar, og þar við bættist að jöklarnir breyta oft veðrinu á svipstundu. Allt viðhald og við- gerðir flugvéla varð að fara fram undir beru lofti, hvernig sem veður var, hvort það var rok, rigning eða stórhríð. Flugmennirnir urðu að búa í tjöldum og höfðu engin þæg- indi né aðhlynningu. En öll þessi óþægindi höfðu ekki nein áhrif á skaplyndi né starfsemi flugsveitarinnar. Og í þessum ein- hreyfla flugvélum fóru hinir hug- rökku flugmenn í margar ferðir, sem ekki voru ætlandi öðrum far- kosti en fjögurra hreyfla flugvél- um, og þó hættulegar fyrir þær. Þeir flugu vestur yfir hið ísi sollna Grænlandshaf. Þeir heldu vörð á hafinu milli íslands og Færeya. Og þeir höfðu gætur á innrásarleiðinni frá Noregi og urðu að vera á flugi yfir úthafinu hvernig sem veður var. Auk flugvallarins í Kaldaðarnesi var aðeins einn annar lendingar- staður flugvéla á íslandi og hann var norður undir Akureyri. Ef flug- mennirnir neyddust til að lenda annars staðar, var þeim dauðinn svo að segja vís, því að hvergi á byggðu bóli er landslag jafn arg- vítugt eins og á íslandi. Það sýnir því bezt hæfileika flugmannanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.