Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Síða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
f «76
r miðjan dag sáum við tvennt, sem
hughreysti okkur. Annað var kind,
fyrsta lifandi veran sem við höfð-
um séð síðan við urðum að nauð-
lenda, og vitnisburður um að ekki
mundi ýkjalangt til mannabyggða.
Hitt var vörðubrot.
„Willy,“ sagði ég, „þetta vörðu-
brot er sjálfsagt eitt af mörgum
meðfram vegi, eins og sýnt er á
r kortinu. Við ættum því að rekast
r á annað vörðubrot bráðum og svo
r hvert af öðru þangað til við kom-
r um til bæa.“ Þetta reyndist rétt og
r við fundum einnig götur þarna.
r En það var nú samt einmitt í
r þennan mund, að Willy settist og
kvaðst ekki komast lengra.
„Ég er þér aðeins til trafala,“
sagði hann, „því að ég get ekki
lengur stigið í ólukkans fótinn. Ég
ætla að bíða hér á meðan þú nærð
í hjálp.“
Þetta var óðs manns æði, og það
vissum við báðir. Willy mundi ekki
lifa af að liggja úti þriðju nóttina.
Við vorum enn langt frá manna-
byggðum, og þótt ég kæmist þang-
að þá voru litlar líkur til þess að
hægt væri að sækia Willy fyrir
kvöldið. Við þráttuðum um þetta
nokkra stund. Seinast varð ég reið-
ur og tók af skarið og sagði honum
að ef hann gæti ekki gengið, þá
yrði ég að bera hann. Þegar hann
sá að mér var alvara, stóð hann
þegjandi á fætur og staulaðist
áfram, en það var auðséð að hann
var að þrotum kominn.
r
r AJTÐ stauluðumst áfram nokkur
r hundruð fet og hvíldum okkur
r svo, og þannig gekk þetta koll af
' kolli. Ég var nú líka að verða upp-
gefinn af því að bera baggann og
styðja Willy.
Sól var tekin að lækka á lofti og
farið að kólna mjög. Við komum
fram á háls nokkum, og þá sáum
við hóp ríðandi manna koma á
r móti okkur.
Flugvélin okkar á sandinum, ljós-
mynduð úr lofti af leitarflugvél.
Flugvélin okkar hafði sézt og
þessi flokkur var svo sendur á stað
til að sækja okkur. Ég minnist þess
enn að ég saup drjúgan teyg af
óblönduðu rommi úr flösku, sem
foringi leitarmanna rétti mér. Það
logaði uppi í mér og svo færðist
eldurinn niður í magann og alla
leið niður í helkalda fætur.
Við vorum nú settir á íslenzka
hesta og svo var snúið við til
byggða. Um nóttina gistum við í
sæluhúsi. Þá nótt byrjaði að snjóa.
Það mátti ekki seinna vera að
okkur væri bjargað.
Þegar við fórum að athuga landa-
bréfið komumst við að raun um að
við mundum hafa gengið allt að
70 km yfir fjöll og firnindi. Þá
hafði verið mikið frost um land
allt, jafnvel í Reykjavík, þar sem
þó er tiltölulega hlý veðrátta. Uppi
á öræfunum hefur frostið verið
mörgum sinnum meira.Við höfðum
vaðið þrjár jökulár og margar
smærri ár.
Willy var fluttur í sjúkrahús og
lá þar um hríð, því að hapn fekk
lungnabólgu upp úr þessum hrakn-
ingum. Flugvélin okkar liggur enn
þar sem við skildum við hana
skammt frá Hofsjökli, og mig lang-
ar að skreppa þangað til þess að
skoða hana. En þá skal ég fara
ríðandi.
-----
Myrkvar
Tunglmyrkvi í þessari viku
SÓLMYRKVI getur ekki orðið nema
því aðeins að jörðin, tunglið og sólin
sé í beinni línu. Þetta kemur örsjaldan
fyrir, vegna þess að gangur jarðar um-
hverfis sól er breytilegur og eins gang-
ur tungls umhverfis jörðina. Ef sólin,
jörðin og tunglið gengi öll eftir hring-
brautum á sama sviði og með sama
hraða, þá mundu sólmyrkvar verða
með jöfnu millibili og ýmist verða
deildarmyrkvar eða almyrkvar eftir
því hvar skuggi tunglsins fellur á jörð-
ina.
Þótt stjörnufræðingar hafi af mikilli
nákvæmni reiknað út gang himin-
hnattanna, þá eru þeir þó ekki enn
alveg vissir um að geta, reiknað rétt
upp á sekúndu hvenær almyrkvi á sól
hefst og hve lengi hann stendur. Það
er vegna þess að tunglið er sá kenja-
gripur, að ekki hefur enn tekizt að vita
með fullri vissu hver er braut þess.
Er þetta ein hin torráðnasta gáta fyrir
stjörnufræðingana. — Stundum nær
skuggi tunglsins 25.000 km út fyrir
jörðina, en stundum vantar allt að
32.000 km á að hann nái til jarðar-
innar. En skugginn, sem tunglið kastar
á jörðina getur verið svo breytilegur,
að stundum sé hann ekki nema ör-
mjótt stryk, en stundum getur hann
orðið um 260 km á breidd. Skugginn
verður mestur þegar tungl er næst
jörðu en sólin fjærst. En væri nú tungl-
ið dálítið minna en það er, ef þvermál
þess væri rúmum 200 km minna, þá
mundi aldrei koma almyrkvi, því að
þá væri tunglið ekki nógu stórt til
þess að skyggja algjörlega á sólina.
En nú kemur það einnig fyrir að
jörðin er stödd milli tungls og sólar
og kastar þá skugga sínum á tunglið.
Það er kallaður tunglmyrkvi. Og á
fimmtudaginn kemur verður tungl-
myrkvi. Þann dag er fullt tungl og
myrkvinn hefst kl. 23.09 og lýkur hon-
um ekki fyr en kl. 1.31 um nóttina
(sumartími). Tungl er um þær mundir
í hásuðri frá Reykjavík, en mjög lágt
á lofti, og er því hætt við að myrkvans
gæti lítt.
------------?
Ef æskan er óstýrilát, þá er það
vegna þess að fullorðna fólkið er alltaf
að siða hana í stað þess að gefa henni
gott fordæmi.