Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Síða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
■ 318
rópu-sögu 19. aldarinnar:
Lýðræðishugsjónarinnar — hug-
sjónarinnar um rétt fólksins til að
vera óháð og ákveða fyrir sig sjálft.
Þegar litið er á hina almennu þró-
un sögunnar út frá atburðunum í
Noregi 1905, kemur skýrt í ljós, að
sambandsslitin voru í samræmi við
hina ráðandi stefnu í Evrópu á
undanfarinni öld — sigur lýðræðis-
hugsjónarinnar yfir pólitískum
erfðavenjum hins einvalda konung-
dæmis.
Bakgrunnur hinnar þjóðlegu
sameiningarviðleitni og frelsisbar-
áttu í hinum ýmsu löndum Evrópu
á þessu tímabili sýnir einnig mörg
sameiginleg kennimerki. Alls stað-
ar grundvallast hin þjóðlega end-
urreisn á stórbrotnu brautryðjenda
-starfi á hinu menningarlega sviði.
Með því að kynna sér hina fornu
sögu lands síns og þjóðar, tungu og
menningaar, gera þjóðirnar sér
ljósari grein en áður fyrir sérein-
kennum sínum, hinni sameiginlegu
sögu og sérstökum menningarverð-
mætum, sem tengir fólkið saman
og gerir það að þjóð. — í Noregi
er þetta brautryðjendastarf borið
uppi af mönnum eins og Henrik
Wergeland, Welhaven, talsmanni
hinnar þjóðlegu-rómantísku hreyf-
ingar, ævintýrasöfnurunum As-
bjömsen og Moe, þjóðvísnasafnar-
anum Landstad, málfræðingnum
og skáldinu Ivar Aasen og svo
sjálfu ævintýrinu í norsku andans
lífi — Björnstjerne Björnson sem
í orði og á borði er óaðskiljanlega
tengdur hinni þjóðlegu viðreisn
Noregs — bæði á hinu andlega
sviði og því stjómmálalega.
Samhengið í sögu landsins aftur
til hinna fornu hetjutíma, sem
geymzt höfðu í minningunni í
Heimskringlu Snorra Sturlusonar,
var nú endurnýjað og stuðlaði
meira en nokkuð annað að því að
styrkja sjalfsmeðvitund þjóðarinn-
ar. _ .. . .
Með stjórnarskránni frá 1814 og
þj óðarsamkundunni, „Stórþinginu"
var norska þjóðin á ný sjálfri sér
ráðandi í innanríkismálum. Sam-
bandið við Svíþjóð, sem var afleið-
ing hins pólitíska umróts eftir fall
Napoleons og ákvarðana stórveld-
anna hafði það í för með sér að úr
varð ríkjasamband milli Noregs og
Svíþjóðar. Hið sænsk-norska sam-
band var konungssamband milli
tveggja ríkja með eigin stjórn, sem
út á við komu fram sem eitt með
hinn sameiginlega konung sem
fulltrúa. Sambandið var þannig
túlkað gegnum utanríkisstjórnina
og utanríkisstörf erlendis. Konung-
urinn fór með forystu utanríkis-
mála sambandsins með fulltingi
sænsks ríkisþings. Sænski utanríkis
ráðherrann var utanríkisráðherra
sambandsins og öll fulltrúa störf
út á við voru í höndum sænskra
erindreka og ræðismanna. Það er
sérstaklega mikilvægt að benda á
þessi atriði, því að það var einmitt
ósamkomulag út af hinni sameig-
inlegu utanríkisstjórn — eða nán-
ara tiltekið „ræðismanna-málinu“,
sem varð óbeinlínis orsök sam-
bandsslitanna 1905.
Frá 1814 og allt fram til loka
aldarinnar var stjórnmálaþróunin
í Noregi fyrst og fremst mörkuð af
baráttunni milli norska „Stórþings-
ins“ og konungsveldisins sænska.
Afleiðingin af þessum árekstrum
var hrörnun hinnar gömlu embætt-
ismannastjórnar og þróun þing-
ræðisins, þ. e. a. s. stjórnskipunar,
þar sem hin ráðandi öfl ríkisins
báru ekki lengur merki konung-
legra embættismanna, heldur báru
ábyrgð gagnvart þjóðkjörnu þingi,
sem hafði traust þjóðarinnar. Sem
sagt — stjórn ríkisins var valin úr
meirihluta þjóðþingsins. — Þess-
ari baráttu lauk 1884. Meðan á
henni stóð höfðu fáar raddir kveðið
upp úr með ákveðnum sambands-
slitum, enda þótt átökin beindust
' ‘ i 1 ■ ’Z*
óbeint gegn hinni sænsku yfirráða-
viðleitni.
Á síðustu áratugum sambandsins
breyttist afstaðan. Stríðið stóð nú
fyrst og fremst um skipun hinnar
sameiginlegu utanríkisstjórnar og
frá Noregs hálfu kom nú fram
krafa um eiginn utanríkisráðherra.
Vegna mótstöðu Svía var slakað
til og farið fram á að Noregur fengi
að hafa norska ræðismenn erlendis.
Þessi uppástunga Norðmanna var
sprottin af kröfu þeirra um jafn-
rétti innan sambandsins, en það
var einmitt á sviði utanríkismál-
anna, sem misréttisins gætti. Á
hinn bóginn var krafan um norska
ræðismenn einnig runnin af raun-
verulegri hagsmunabaráttu milli
landanna. Þróun norskra siglinga-
og verslunarmála gerði nauðsyn-
ina fyrir sérstaka norska ræðis-
mannsþjónustu enn brýnni en fyrr,
ekki sízt vegna þess, að Svíar fóru
aðrar leiðir í toll- og verslunarmál-
um en þær, sem samrýmdust
norskum hagsmunum. Við lok ald-
arinnar var aðstaða Noregs í menn-
ingarlegu, stjórnarfarslegu og fjár-
hagslegu tilliti orðin slík, að grund-
völlur var fenginn að fullkomnu
sjálfstæði landsins.
Hinir hörðu árekstrar, sem urðu
út af utanríkisráðherra- og ræðis-
mannamálinu á síðasta áratug ald-
arinnar, gerðu Norðmönnum það
æ betur ljóst, að lífdagar sam-
bandsins hlutu að vera á enda og
að það var aðeins tímaatriði, hve-
nær kæmi til sambandsslitanna.
Fyrsti stóráreksturinn varð árið
1895, þegar Óskar konungur II.
neitaði að viðurkenna fjárveitingu
Stórþingsins til að setja á laggirnar
sjálfstæða norska ræðismannsþjón-
ustu. Norski forsætisráðherrann
neitaði að standa opinberlega gegn
ákvörðun konungs og lagði fram
lausnarbeiðni stjórnarinnar. Þar
með var svo illa komið, að konung-
inum var gert ómögulegt að mynda