Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 norsku bræðraþjóð velkomna til vinsamlegs samstarfs. Hin vingjarnlega afstaða, sem Branting og stjórnmálafélagar hans tóku í málinu varð Noregi mikill og varanlegur styrkur og átti sinn ríka þátt í að vinna gegn andstæð- ingum Noregs á sænskri grund. Mjög þýðingarmikið var það og, að Óskar II. lét undir höfuð leggjast að grípa til nokkurra þeirra að- gjörða, sem væru andstæðar mál- stað Noregs. Þó ríkti nokkur bitur- leiki meðal ráðandi manna í Sví- þjóð yfir því, að Noregur greip til sambandsshtanna upp á eigin spýt- ur. Sænski utanríkisráðherrann, Ramstedt, lýsti því yfir, að lagalega séð yrði að skoða 7. júní yfirlýs- inguna sem ósk um sambandssht, en Svíþjóð ætti fullan rétt á að verja sambandið með vopnavaldi, ef með þyrfti. Svíþjóð setti og fram nokkrar kröfur í málinu, m. a. þær að komið yrði á fót gerðardómi, sem dæmdi um deilumál landanna, að komið yrði upp hlutlausu belti beggja megin landamæranna, en það hefði haft í för með sér, að norsku landamæravirkin, sem byggð voru aldarfjórðungi áður, hefðu verið lögð í eyði. Jafnframt krafðist Svíþjóð þess, að öruggari niðurstaða lægi fyrir um vilja allr- ar þjóðarinnar í málinu, þ. e. að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði látin fara fram. En Michelsen varð reyndar fyrri til um þetta efni. Hann lagði til í Stórþinginu, að þjóðaratkvæða- greiðslan yrði látin fara fram 13. ágúst. Sú atkvæðagreiðsla varð sannkölluð viljayfirlýsing gjörv- allrar þjóðarinnar, einbeitt og ótví- ræð. Úrslitin urðu þau, að 365.000 voru fylgjandi sambandsslitunum, en aðeins 184 sögðu nei. Þetta leiddi greinilega í ljós, að allar tilraunir Svía til þess að end- urreisa sambandið væru brot á þjóðarréttinum. Samningaviðræður milli land- anna tveggja hófust í bænum Karls -stað í Svíþjóð. Áður hafði norsku stjórninni tekizt að tryggja sér vel- vilja Danmerkur og Englands í sambandsslitamálinu með því að bjóða krúnuna dönskum prinsi, Karli að nafni, en hann hlaut síðar nafnið Hákon konungur. Á ýmsu valt í samningagerðun- um í Karlstað og oft lá við að samningarnir strönduðu að fullu. Á meðan lágu sænskar og norskar hersveitir í skotgröfum beggja megin við landamærin. í slíkum kringumstæðum hefði samningsrof getað dregið illan dilk á eftir sér. Aðal deiluefnið var um norsku landamæravirkin. Að lok- um tókst að ná samkomulagi, á þeim forsendum byggt, að komið skyldi upp hlautlausu belti beggja vegna landamæranna, en norsku skotvirkin Kongsvinger og Fred- riksten skyldu fá að standa eftir sem áður. Auk þess var svo ákveðið í Karlstaðsamningunum, að gerðar- dómi skyldi komið á, ákvarðanir teknar um framtíð Lappanna, flutn -inga milli landanna og reglur settar um siglingar á ám og vötn- um á landamærunum. Samningurinn var fullgerður í Stokkhólmi 26. október 1905. Sama dag gaf Óskar konungur II. út til- kynningu um að hann segði af sér konungdómi í Noregi. Þar með var deila Noregs og Svíþjóðar friðsam- lega til lykta leidd. En þá var komið að miklu vanda- máli, sem Norðmenn urðu nú að leysa úr. Hvert stjórnskipulag skyldi vera í hinu nýa ríki? Stjórnin hafði að vísu bundið hendur sínar að mestu með tilboðinu til Karls prins. En innan radikalaflokksins í Stórþing- inu var sterk hreyfing, sem vildi gera landið að lýðveldi. Málsstaður þeirra beið þó nokk- urn hnekki sökum andstöðu þeirra við Karlsstaðsamningana og ein- strengingslegrar andstöðu þeirra við alla undanlátssemi gagnvart Svíum. Sú afstaða þeirra veikti traust þeirra og fylgi meðal al- mennings og jafnframt á málsstað lýðræðissinna í landinu. Sam- kvæmt uppástungu stjórnarinnar var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort landið skyldi verða kon- ungsríki eða lýðveldi. Atkvæðagreiðslan fór fram 12. og 13. nóvember og varð mikill meiri hluti þjóðarinnar fylgjandi kon- ungdæmi. 260.000 voru því fylgj- andi, en 61.000 á móti. Atkvæða- greiðslan bar með sér, að konung- dæmið ætti sér djúpar rætur í norskri þjóðarvitund. — Konungs- atkvæðagreiðslan átti sér stað 18. nóvember og um kvöldið kom skeyti frá Karli prinsi um að hann tæki við embættinu. Tók hann sér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.