Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
325
hvað eð skeði á þennan hátt: Þegar
hún, ásamt lestinni, var komin
fram að ferjustaðnum, var það
stærsta af ferjunarskipum þar til
reiðu, sem í einum hasti allan far-
angurinn tók (af 18 hestum) ásamt
öllum mönnum, sem lestinni fyigdu
(11 að tölu). Þessu fékk ráðið, ei
án mótmæla þeirra, sem báru á
skipið, óframsýni ferjumannanna,
er ei litu til þess, að vindur stóð
hvass frá útnorðri móti innfalli í
ánni, sem örfaði vindbylgjurnar,
hvers vegna vonum bráðar fór að
gefa á skipið, þegar frá landi dró,
er ei varð ausið, bæði vegna rúm-
leysis og óaðgætni ferjumannanna
að hafa ei til reiðu austurtrog.
Gekk því á skipið meir og meir,
þar til það loksins á miðri á sökk
með mönnum og farangri, við hver
atvik vor sæla systir innilega fól
sig guði með hjartnæmum and-
vörpunum, eftir sögn þeirra, sem
nærstaddir voru og fyrir guðs að-
dáanlega hlífð lifandi af komust,
hverjir voru hennar hjartkær eig-
inmaður, ásamt þremur öðrum, sem
bjargað varð fyrir róggsama og
mannkærlega tilhlutan Guðna
nokkurs frá Geldingalæk á Rang-
árvöilum, er með nokkrum mönn-
um var að taka upp lest sína hinu-
megin árinnar. Bak eftir komu
menn á öðrum bát, er náðu til and-
vana líks vorrar eftir þreyðu syst-
ur, og jafnvel þó hún með fyrstu
virtist ekki að öllu örend, þá var
það meir ætlan en raun, sem sú
nákvæma viðleitni síðar sannaði,
er forgefins sýnd var til viðlífg-
unar hennar þá ei nákulnaða lík-
ama, sem meir og meir lét í ljósi
þekkjanleg dauðans kenniteikn, er
tóku af allan vafa um hennar við-
skilnað undir kvöld þess 11. þessa
mánaðar á hennar 47. aldurs ári. Á
þriðja degi þar frá var hún kistu-
lögð í viðurvist herra sýslumanns-
ins Lýðs Guðmundssonar, samt
hennar eigin skriftaföðurs síra
Odds Jónssonar og þriggja presta
annarra hennar tengdamanna,
hverjir að síðan fylgdu hennar and-
vana líki hingað austur að Reyni.“
★
Þessi líkræðukafli þarfnast ekki
margra skýringa. Eftirtektarvert
er, að höfundur hans miðar við hin
fornu fjórðungaskifti um Jökulsá
á Sólheimasandi, er hann talar um
Suðurland. Skriítafaðir Sigríðar,
sem um ræðir var séra Oddur Jóns-
son á Felli (f. 1734, d. 1814).
Varnagli sá, sem séra Jón slær
til að festa það, að allir félagar
Sigríðar hafi verið með réttu ráði,
bendir á, að margrætt hafi orðið
um slys þetta þegar í upphafi og
ýmsum getum leitt að orsök þess.
Virðast leifar slíks orðróms hafa
haldizt fram á þennan dag í mæltu
máli. Eðhlegasta skýring þess for-
sjárleysis, sem hratt ferjunni á flot
11. júlí 1800 mun mörgum virðasí
liggja í hinum fornkveðnu orðum:
„Ekki verður feigum forðað, né
ófeigum í hel komið“.
Guðni frá Geldingalæk, sem bar
gæfu til að bjarga séra Markúsi
og þremur félögum hans, mun hafa
verið Sigurðsson, fæddur að Sand-
gili á Rangárvöllum 1760.
Margir núhfandi menn eiga ætt
sína að rekja til Sigríðar Jónsdótt-
ur. Fyrri maður hennar var séra
Sigurður Jónsson á Heiði í Mýrdal,
bróðir séra Jóns á Mýrum. Börn
þeirra voru: 1. Sigríður, átti Jón
hospitalshaldara á Hörgslandi á
Síðu, Jónsson bónda í Varmahlíð
undir Eyafjöllum Vigfússonar; 2.
Ragnhildur, átti Einar Högnason
stúdent í Ytri-Skógum; 3. séra Sig-
urður í Guttormshaga 1 Holtum,
átti Sigríði dóttur séra Jóns á Mýr-
um. Með séra Markúsi átti Sigríð-
ur eina dóttur, Sigríði konu séra
Þorláks Loftssonar að Móum á
Kjaiarnesi.
Fáir prestar 18. aldar hafa orðið
þjóðinni jafn hugstæðir og séra
Jón Steingrímsson. — Nokkuð af
frægð hans hefur fallið í hlut dætra
hans. Með vissum hætti segja þau
áhrif til sín, er hugurinn reikar til
konunnar, sem fól anda sinn guði
í bárum Ölfusár árið 1800.
Þórður Tómasson.
(T^S®®<sX2>^
Um hjortasjúkdóma
í ungbörnum
jyjÖGULEIKARNIR til að bjarga
ungbörnum, sem fædd eru
með hjartasjúkdómi hafa aukizt
verulega upp á síðkastið. Á barna-
spítala Louise drottningar í Dan-
mörku hafa farið fram nákvæmar
rannsóknir á þessu sviði að undan-
förnu og í nýu hefti af „Vikuriti
lækna“ er kveðið upp með árang-
urinn:
Óhætt er að segja, að náðst hef-
ur meira öryggi en hingað til hefur
verið fyrir hendi í greiningu með-
fædds hjartasjúkdóms í ungbörn-
um.
Þessi góði árangur hefur náðst
með nýrri tækni, sem læknarnir
hafa notað, sem fólgin er í mörg-
um sameinuðum rannsóknaraðferð-
um. M. a. er nýu mótefni sprautað
inn í hjarta barnanna. Börnin þola
ágætlega þessa rannsókn. En hún
er því miður mjög kostnaðarsöm,
þar sem hún bæði krefst mjög
dýrra tækja og þar að auki feyki
mikils tíma frá hendi læknanna.
Til hinna dönsku rannsókna hefur
verið fengið að láni mjög dýrt og
fullkomið tæki frá Svíþjóð.
En árangurinn af þessu átaki hef-
ur orðið sá, að mögulegt er að
framkvæma uppskurð á miklu
fleiri ungbörnum en áður sem
fædd eru með hjartasjúkdómi —
og mörgum barnslífum hefur þann-
ig verið bjargað.