Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 329 ekki annað en verstu skuggahverfi á vestrænan mælikvarða. Þar getur maður gengið eftir löngum götum, þar sem öll húsin virðast hrum af elli og við búið að þau hrynji þá og þegar. Múrhúðunin hefir fallið af í stórum stykkjum og glugga- umgjörðir eru grautfúnar. Það er ekki að sjá að neinn múrari né trésmiður hafi lagt hönd að því að gera við þau í marga manns- aldra. Kofarnir í úthverfunum eru eins og afrækt bráðabyrgðaskýli, sem fyrri stjórn hefir hróflað upp. Ef litið er inn um glugga á neðri hæð eða kjallara, blöskrar manni að sjá þrengslin, sem þar eru. Rúm- flet eru hvert við annað, en borð og stólar eins og þeim sé ofaukið í þessum þrengslum. Margar fjöl- skyldur eru í hverri íbúð og er þeim þjappað saman eins og síld í tunnu. Ekki vantar það að ný hús séu reist í Moskvu, meira að segja skýakljúfar. Og smám saman rís þarna upp ný borg, og ef til vill kemur einhvern tíma að því, að Rússar geti sýnt ferðamönnum hvernig húsakynni alþýðunnar eru. En þess hlýtur að vera langt að bíða. Þegar maður hefir ráfað um göt- urnar í Moskva svo sem vikutíma, verður manni það ljóst, að nýbygg- ingar gera ekki betur en að vega upp á móti því, sem úr sér gengur, og þess vegna hlýtur að verða langt þangað til að húsnæðisvandamál- ið sé leyst í Moskvu. Það er sagt að þeir byggi nú á hverju ári íbúð- ir, er sé samtals 10.000.000 ferfet að flatarmáli. Þetta sýnist nokk- uð há tala, en er lítil í samanburði við fólksfjöldann. í Svíþjóð eru um 7 milljónir íbúa, en síðastliðið ár voru þar reistar nýar íbúðir, sem eru samtals 35.000.000 ferfet að flatarmáli. í Moskva verður að rífa svo mörg gömul hús á ári hverju, og þangað er svo mikið aðstreymi fólks, að húsnæðisvandamálið verð- ur ekki leyst með nokkrum fimm- ára-áætlunum. Aðkomandi ferða- maður er svo fávís að hann undr- ast þá stjórnsemi, sem lætur hundr- uð þúsunda íbúða fara í rústir á hverju ári, en byggir á sama tíma óhófs stórhýsi og íburðarmiklar hallir neðanjarðar. Nei, vistarverur alþýðunnar eru ferðamönnum ekki sýndar. rÍÐRU máli er að gegna um söfn- in. Hið helzta þeirra er í Kreml, inni á milli skrautlegra kirkna, sem eru í eyði. Þetta er að nokkru leyti þjóðminjasafn. Þar er saman safnað ótrúlegum auðæfum, er sýna austurlenzka bruðlunar- semi á hæsta stigi. Maður stendur undrandi frammi fyrir fílabeins- hásæti ívars grimma, með hinum fögru rismyndum. Þar er og gull- vagn Katrínar miklu, biskupsskrúði með 120.000 perlum, útskornir skrautvagnar með innsmelltum gimsteinum og gulli, hirðbúningar úr skrautvefnaði lagðir gulli og gersemum, haugar af gullbikurum og alls konar stórgjöfum frá þjóð- höfðingjum í Norðurálfu. „Sjáið hvað alit er vandlega varðveitt“, segir leiðsögumaður. „í byltingunni var engu spillt af hin- um keisaralegu gersemum né öðr- um sögulegum gripum". Tretiakov-safnið er einnig nokk- urs konar þjóðminjasafn. Þar má finna sýnishorn rússneskrar listar, allt frá heimilisskurðgoðunum til verka Ilya Repin, sem var uppi í byltingunni og lifði nokkuð fram á daga sovétstjórnarinnar. Það nær einnig lengra, það nær til hinnar nýu skurðgoðadýrkunar, þar sem þeir Lenin og Stalin hafa leyst Maríu mey og Krist af hólmi. En skapandi list virðist hafa hnigið í valinn með Repin — þar á eftir kemur hið svokallaða „raunsæi socalismans“. Þegar vér gengum um þetta listasafn, dró leiðsögumaður at- hygli vora að litlu málverki eftir Perov, máluðu seint á nítjándu öld. Það sýnir feitan preláta, sem sit- ur yfir hrokuðu borði af kræsing- um en hjá honum standa blindur hermaður með heiðursmerki á brjósti, og tötrum klæddur dreng- ur. Þeir biðja prelátann að gefa sér svolítinn bita, en hann rekur þá brott með harðri hendi. „Er hægt að hugsa sér öflugri áróður gegn kirkjunni heldur en þetta?“ segir leiðsögumaður. Mann langaði til að svara með annari spurningu, en þess gerðist ekki þörf. Leiðsögumaður skýrði oss jafnframt frá því, að nú væri enginn neyddur til að biðja ölm- usu í Rússlandi. Allir fengi styrk, sem nægði fyrir fæði og húsnæði. (Þetta átti ég bágt með að skilja, því að styrkurinn er 125 rúblur á mánuði, ekki fyrir skó á annan fót- inn). En hann sagði að styrkurinn hrykki ekki handa þeim, sem væri drykkfelldir. Einu betlararnir í Rússlandi væri ofdrykkjumenn! TJAGINN eftir að ég heimsótti Tretiakov-safnið, gekk ég „út úr kortinu" og kom að kirkju. Nú var sunnudagur og átti að messa, svo að ég gekk inn, eða ruddist inn, öllu heldur. Úti fyrir kirkj- unni stóðu langar raðir af vanmeta mannverum í hinum hryllilegustu lörfum. Það voru limlestir betlar- ar, fótalausir og með bæklaðar hendur. Þar voru menn, sem höfðu orðið brjálaðir af skorti, með afskræmd andlit og geiflaðar var- ir. Þar voru betlarar með holar augnatættur. Gamlar gráhærðar konur og hnýttar í baki, réttu fram skjálfandi hendur. Þar sat ung móðir með barn sitt á brjósti, hún hefir verið svo sem 16—17 ára gömul, en augu hennar mændu á ölmusu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.