Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Qupperneq 14
f 530 "
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Betlararnir í Moskvu eru ekki
r með á þeirri mynd, sem útlend-
ingum er sýnd. En þeir eru þarna
og þeir virðast draga fram lífið á
ölmusum við kirkjudyr. Þeir eru
ekki hraktir þaðan, og þeir mega
leita þar á náðir meðbræðra sinna.
En listamenn nútímans eru ekki að
festa hörmungarsvip þeirra á lér-
eft. Þeir eru utanveltu í „raunsæi
t Bocialismans“.
Kirkjan var dimm, en hún var
► troðfull af fólki og þar var sterk
r angan af reykelsi. Þarna voru að-
r allega saman komnar gamlar og
hrukkóttar konur, með skýluklúta
yfir sér. Sumar voru með börn í
fanginu og þær létu börnin kyssa
myndirnar af Maríu mey og Kristi,
r eins og þær væntu þess að þaðan
mundi streyma hjálpræði til sín.
En þarna voru líka nokkrir karl-
menn og ungar stúlkur, og ég sá
f óbifanlega von í augum þeirra.
W Söngurinn hófst og hann var eins
F ög sambland af kveini og fögnuði.
t Skyndilega opnuðust dymar að
r hinu allra helgasta, og prestur
r gekk fram með yfirbreiddan bikar
í hönd. Allir féllu á kné og þrýstu
enni niður á steini lagt kirkju-
gólfið.
Ég var lengi þarna, altekinn af
því andrúmslofti er þar var. Aldrei
hefi ég verið við slíka guðsþjón-
f ustu, aldrei orðið var við svo
f brennandi, sára og örvæntingar-
r fulla tilbeiðslu. Það var eins og
kirkjan, með öllum sínum grísk-
r kaþólsku launhelgum, væri orðin
að katakombu, er menn hefði flúið
til frá hinum kalda veruleika.
Hún er einn hlutinn af Moskvu,
l eins og borgin er í dag, en það mun
f ekki þykja vert að sýna hana góð-
r um gestum, sem komnir eru til
J þess að efla menningartengsl við
F Sovjetríkin.
Hvaða hlutverki gegnir kirkjan í
Rússlandi? Það er víst ekki stórt
^ Og hverfandi hjá því hlutverki, sem
musterið á rauða torginu gegnir.
Þar á ég við grafhýsi Lenins og
Stalins. Á hverjum einasta degi
er þar kílómetra löng þyrping
manna, er sígur hægt og seint inn
um hliðið. Þúsundir manna ganga
á hverjum degi fram hjá smyrl-
ingum þessara tveggja þjóðardýrð-
linga, er sofa þarna í skuggahúsi,
þar sem aðeins glerkistur þeirra
eru lýstar upp með rauðum ljós-
um. En þegar ég horfði á hin
hörkulegu andlit þeirra, fór um
mig líkt og kuldahrollur eilífs
dauða. En þetta er hin helga gröf
Sovjet, tilbeiðslustaður milljóna
manna.
CKAMMT frá kirkjunni er neð-
^ enjarðarstöð. Ég fór þar niður
í svala marmarahallanna. Þegar
ég kom upp aftur skammt frá
Sovjetskaja, kom hitinn yfir mig
sem reiðarslag. En allar götur
voru fullar af fólki. Allar búðir
voru opnar þótt sunnudagur væri,
og fólk stóð þarna þohnmótt í
löngum biðröðum. Ég gekk inn í
matvælabúð, þar sem ösin var
minnst, enda var þetta ein af sæl-
kera-búðum stjórnarinnar. Hún
var í gömlum borgaralegum stíl,
með dökka veggi og rósmálað loft.
Það er ekkert áhlaupaverk að
versla þarna. Maður verður að
bíða lengi þangað til afgreiðslu-
maður kemur. Þá skýrir maður frá
því hvað maður ætlar að kaupa.
Hann skrifar það á blað og afhend-
ir gjaldkera. Svo verður maður að
bíða lengi til þess að komast að
hjá gjaldkeranum. Harm reiknar út
hvað maður á að borga, tekur við
gjaldinu og afhendir manni reikn-
inginn. Og svo verður maður enn
að ganga í biðröð til þess að ná í
afgreiðslumann og fá vörurnar af-
hentar.
Sænskar konur kaupa í slump-
um til vikunnar. Efnahagur kyn-
systra þeirra í Rússlandi leyfir
ekki slíkt, því að matvörur eru þar
dýrar, máske að undanteknu rúg-
brauði, kartöflum og hvítkáli, en
þetta er aðalfæða fólksins. Eitt kíló
af rúgbrauði kostar 2 sænskar
krónur, og það er ódýrt borið sam-
an við verð á öðrum vörum í Rúss-
landi. Mjólk kostar 2.85 s. kr. lítr-
inn, sykur kostar 13,90 s. kr. kíló,
kaffi 65, flesk 21, norsk síld 21.80,
smjör 34.70, ostur 48.00. Þetta les
maður á verðmiðum í gluggunum,
og það sýnir að alþýða hlýtur að
hfa við mjög bágborinn kost, mið-
að við það sem er í Svíþjóð.
En rússneska konan gengur þol-
inmóð frá einni biðröðinni til ann-
arar til þess að ná sér í svolitla
klípu af smjöri, kartöflur og rúg-
brauð, og hún heldur að hún lifi
í því landi, sem bezt sé undir sól-
inni, vegna þess að hún sé laus við
fjárdrátt og atvinnuleysi, sem alls
staðar fylgi auðvaldsskipulagi.
Það, sem fyrir okkar augum er
sárasta fátækt og vesaldómur, er í
hennar augum árangur af yfir-
lagðri framfaraviðleitni. Eða —
getur skeð að í brjósti hennar leyn-
ist, þrátt fyrir allt, einhver nag-
andi órói út af því að svona eigi
hið fyrirheitna land ekki að vera?
EGAR ég kom aftur heim til
gistihússins, rakst ég á eina af
kanadisku stúlkunum þar í anddyr-
inu. Þær voru nýkomnar úr skoð-
unarferð. Ég spurði hvernig þeim
hefði gengið um daginn.
„Dásamlega", sagði hún. „Þetta
er eins og ....“
Hún hikaði andartak til þess að
finna hin réttu orð:
„Allt er eins og draumur".