Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 335 KáðbúsiA i Ósló forstjóri „Reisetrafikkforeningen for Oslo og omegn“ á móti okkur. Það er kona og heitir Alfhildur Hovdan, hinn mesti kvenskörung- ur og alþekkt meðal borgarbúa ekki síður en frægustu menn þar, eins og sjá má á því, að í vetur var þar lengi sýnd „revý“ þar sem hún var aðal söguhetjan. Hún hafði gert áætlun um dvöl okkar í CMó, en þessi áætlun ruglaðist nú n<Pk- uð vegna þess að við vorum á eftir tímanum. En ekki lét hún sér það fyrir brjósti brenna og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að dvölin í Ósló yrði okkur sem á- nægjulegust og við hefðum sem mest gagn af henni. Ógló er merkileg borg og ef til vill merkilegasta höfuðborgin í álfunni. Talið er að þar sé nú um 450 þúsundir íbúa, en borgin er svo stór að menn vita ógjörla um flat- armál hennar síðan Akurhéraðið var samefnað henni 1948, en gizka þó á að það muni vera rúmlega 450 ferkílómetrar. Aðalborgin er niður við höfnina, en svo teygist hún óravegu í þrjár áttir og hverfur i slcógum, og mætti þvi vel kallast skógarborgin, enda eru % aí borg- arlandinu skógur. Hún er hjarta landsins og þaðan liggja slagæðar menningar og þjóðlífsþroska út um allan byggðir. Þarna er aðseturs- staður allra æðstu yfirvalda lands- ins og þar eru hinar mestu mennta- stofnanir. Þar er verslun mest og iðnaður og þangað er mest sigl- ing. Þar er höfuðmiðstöð sam- gangna innan lands, þvi að þaðan liggja vegir og járnbrautir í allar áttir. Svo stór er Ósló, að ríkis- jámbrautirnar hafa Bjö járnbraut- arstöðvar innan borgar. En Ósló er einnig merkileg að því leyti, að þar er búskapur blónilegri en í nokkru öðru héraði í iandinu. Hundruð búgarða eru þar, mjólkurfram- leiðsla mikil og ávaxtaframleiðsla meiri nú en í Harðangri, þax sem hún var mest áður. Þarna er og m}kið skógarhögg. Ná saman hin- ir miklu skógar borgarinnar og skógar Mathiesens á Eiðsvelli. Hét þar áður Vinguimörk og Eiðaskóg- ur, sem kunnur er úr Egilssögu. Landslag í borginni er afar fjöl- breytt. Hún liggur að sjó, en þar upp af eru hálsar og dalir með hundruðum smávatna, er spegla byggð og dökkgrænan skóg. Nokkr- ar ár renna um borgina og eru þeirra kunnastar Akurselfur og Ló, sem borgin er við kennd. —. I Ósló eru stærstu blöð landsins, þar eru stærstu leikhúsin og stærstu bankarnir. Á landnámstíð hefir Ósló aðeins verið bóndabær, en þess er getið í sögu Haraldar konungs Sigurðson- ar hins harðráða, að hann hafi efnt til kaupstaðar austur i Ósló árið 1050. Var þessi kaupstaður fyrst við ós árinnar Ló undir Eikibergs- ásnum. Árið 1624 brann borgin til kaldra kola og Kristján 4. Dana- konungur, sem þá ríkti yfir Nor- egi, ákvað að borgin skyldi byggj- agt upp á öðrum stað, á bakka Ak» urselfar undfr vernd Akurshús- vígisms. Jafníramt ákvað hann að þessi nýa borg skyldi heita Kristianía og því nafni hét hún fram á þessa öld. VEGLEG MÓTTAKA Frá flugvellinum var okkur ekíð rakleitt upp í Hevtybyen á Frogn- erseter, frægasta útsýnisstað borg- arinnar. Þar hafði borgarstjórn búið okkur kvöldverð. Þangað komu þrír borgarstjórar Óslóar, rektor háskólans og margt annað stórmenni, auk i'jölda margra norskra blaðamanna. Er það eins dæmi að erlendum blaðamönnum sé sýnd slík virðing, og bar það ótvíræðan vott um vinsemd Norð- manna í vorn garð. Daginn eftir var farið með okkur i ráðhúsið og þar tók Brynjolf Bull borgarstjóri og forseti bæarstjórn- ar á móti okkur. Hann er góður vinur Gunnars Thoroddsens borg- arstjóra í Reykjavík og sýndi okk- ur alla alúð. Ráðhúsið er mikil bygging með tveimur stórum turn- um, er gnæfa yfir borgina. Það var fullsmiðað árið 1950, á 900 ára afmæli borgarinnar, og eru Óslóbúar mjög hreyknir af því. Aðalsalurinn er gríðarlega stór og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.