Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Side 5
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 489 Ifugao-fjölskylda á rísakri jafn ógurlegir í útliti og þeir eru í raun og veru. í Manila er fólk af öllum teg- undum og kynflokkum, eins og í flestum stórborgum heimsins. Þar er töluverður fjöldi af Vesturlanda- búum og Ameríkönum. Borgarbúar eru mjög blandaðir í útliti og þar eru bæði Spánverjar og „mestisar“ þ. e. blöndun af Filippseyingi og Spánverja eða öðrum hvítum manni og dökkum. flokkur, sem býr í og í nágrenni Bentoc, höfuðborgar fjallahéraðs þessa. Þeir eru duglegir, sjálfum sér nógir að öllu leyti og búa í smákofum úr hlöðnu grjóti og mold með stráþaki eða reistir á staurum. Þeir hafa rísakra og vinna mikið í sameiningu. Gömlu menn- irnir stjórna verkinu, en þótt und- arlegt sé, stjórna konurnar þó mestu og þær vinna mikilvægustu störfin. Alls matar er aflað innan heimilisins, hvort sem það er rís, sætar kartöflur (camete) eða hæps og svín. Dýrin eru þó oftast étin í sambandi við trúarlegar athafnir, sem fara fram er einhvern við- burð ber að höndum, sem gæti haí’a orsakazt af yfirnáttúrlegum völdum, t. d. í sambandi við veik- indi, dauðsfall, giftingu, við sán- ingu og uppskeru. Fórnardýrið er etið eitir athöfnina, og í sambandi við fórnir þessar er einnig drukkfð rísbrennivín, sem brug^að er á staðnum. Er ég og nokkrir Svíar vorum á ferð um héruð þessi síðastliðna páska, vorum við boðin með í slíka fórnarveizlu, er við komum í þorp eitt lítið. Lítill bolli var látinn ganga milli fólksins með rísbrenni- víni í og flestir af öldungunum lágu í einhvers konar móki og ofurölvi á jörðinni. Ég átti erfitt með að súpa úr bolla þessum, því að allt var þarna heldur óhreint og lyktin óbærileg. Höfuðið af fórnardýrinu var hengt upp á blótstöngina úti í sólskininu og innyfli lágu á jörð- inni, en öldungarnir höfðu áður rannsakað þau og spáð um góða uppskeru eftir þeim. Fjallabúar AF GÖMLUM menningarkynflokk -um Filippseyinga eru þeir, sem búa í fjöllóttum héruðum nyrðri hluta Luzon, án efa markverðastir. Há fjöll með djúpum árdölum hafa skift fjallabúum þessum í flokka, sem eru mjög ólíkir að tungu, venj- um og menningu. Helztir af þess- um kynflokkum eru: Bontoc-Igor- ots, Ifugao-búar, Kalinga-búar o. m. fl. Þeir sem ég þekki bezt og ég hef haft mest kynni af, eru Igorot- menn frá Bentoc. Þeir leggja oft leið sína til Baguio og ég hef heim- sótt hin afskekktu héruð þeirra í norðri. Bentoc-Igorotar eru þjóð- Borgin Baguio er inai i landi og stendur hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.