Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 493 Formenn norrænu menningarmála- neindarinnar: Erik Lönnroth (Finnland), Ólaf- ur Björnsson próf. (Island), II. M. Hansen (Dan- mörk), Ragnar Edeman (Sví- þjóð), Helge Sivertsen (Nor- egi). það úr, að hækkað var verð á öllu tóbaki um 10—15%, og verður því fé varið til að bæta halla á útgerðinni, ef hann verður, en nauðsyn var á að þessar veiðar legðist ekki niður, því að þegar hefir verið samið um sölu á talsverðu magni af Faxasíld. Hófst svo síldarsöltun syðra upp úr miðjum mánuði, en afli varð fremur tregur framan af. Veiðarnar stöðvuðust og á Akranesi og Keflavík vegna þess að verka- kvennafélögin á þeim stöðum gerðu verkfall og var því ekki lokið um mánaðamói Fyrstu togararnir fóru, til veiða fyrir Þýzkalandsmarkað laust fyrir mánaðarlok. Fiskaflinn. á öllu landinu í lok júlí- mánaðar nam 285.646 lestum, og er það 12.000 lestum meira en á sama tíma í fyrra. ÍMtÓTTIR Meistaraflokkur KR fór utan til þess að keppa í knattspyrnu í Sví- þjóð (3.) Handknattleiksflokkur norskra stúlkna úr Grefsens ídrætslag í Ósló kom hingað og keppti nokkrum sinn- um og varð sigursæll. Fimleikaflokkar frá Noregi komu hingað og sýndu listir sínar (14.) Skákmót Norðurlanda var háð í Ósló og kepptu þar þrír íslendingar í landsliðsflokki, en fjórir í meistara- flokki, og stóðu sig ágætlega. Friðrik Ólafsson og Bernt Larsen (Danmörk) urðu efstir og jafnir í landsliðsflokki og ætla að keppa um meistaratitilinn í janúar í vetur. Ingi R. Jóhannsson varð þriðji í þeim flokki. í meistara- flokki var keppt í tveimur riðlum og varð Lárus Johnsen efstur í sínum riðli, en Ingvar Ásmundsson annar í hinum riðlinum (25., 26.) Friðrik Ólafssyni hefir verið boðið Fulltrúar á fundi Norrænu félaganna. Myndin er tekin í garði Alþingishúss- ins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.