Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
497
Sigurður A. Magnússon
Njdla í nýrri enskri útgdfu
„The American-Scandinavian
Fundation“ er, eins og kunnugt er,
sú stofnun amerísk, sem mest og
bezt vinnur að kynnum Bandaríkj-
anna og Norðurlanda. Hefur hún
haft forgöngu um mörg menning-
armál í þessu augnamiði, gefið út
norrænar bækur, séð um skipti
námsmanna og staðið fyrir alls
konar námskeiðum. Þannig var í
fyrsta skipti á síðast liðnum vetri
stofnað til námskeiðs í íslenzku við
einn háskólann hér, og stóð þessi
stofnun að því. Var þetta námskeið
ætlað almenningi, og sóttu það
menn af ýmsum sviðum amerísks
menningarlífs, þeirra á meðal hinn
Minkaplágan magnast óðum hér á
landi. Carlsen minkabani hefir verið
á ferðinni víða um land í þessum mán-
uði og veitt minka. Víða hafa þeir
valdið tjóni á veiðum, flæmt burt
fugla og lagzt á hæns heima við bæi.
Einn maður, Jakob Jónsson bóndi í
Rifgirðingum á Breiðafirði, hefir ban-
að 72 minkum í sumar.
Enskt ferðafólk, karlmaður og tvær
konur, ætlaði að fara á hjólum frá
Tungnaá norður Sprengisand, fékk ó-
veður á öræfum, viltist og náði við
illan leik byggð í Skaftafellssýslu (23.)
Prestafundur ins forna Hólastiftis
var haldinn á Hólum og sátu hann
22 prestar (24.)
Búnaðarblaðið Freyr átti 50 ára af-
mæli (26.)
Dönsk bókasýning var opnuð í
Reykjavík (31.)
Fimmtán verkamenn frá Akureyri
hafa farið til Meistaravíkur í Græn-
landi og stunda þar daglaunavinnu
4—5 vikur (28.)
Markarfljót braut stíflugarð hjá
Neðra Dal og flæddi yfir engjar (28.)
I ' j
kunni fræðimaður Henry Goddard
Leach, heiðursforseti stofnunarinn-
ar og Erik J. Friis, ritstjóri „The
American-Scandinavian Review“,
sem kemur út á hverju misseri. Er
í ráði að halda íslenzku-námskeið-
inu áfram á vetri komanda, ef
nægileg þátttaka fæst.
Skipti námsmanna hafa og verið
snar þáttur í kynningarstarfi stofn-
unarinnar, og hafa ýmsir íslend-
ingar notið þar góðs af. Fjölmörg-
um amerískum stúdentum og fræði
-mönnum hefur á þennan hátt ver-
ið gert kleift að nema á Norður-
löndum og kynna sér norrænt
menningarlíf.
Merkasta starf sitt hefur þó
stofnunin unnið á bókmenntasvið-
inu, þar sem hún hefur gefið út
fjöldann allan af norrænum ritum,
annað hvort sjálfstætt eða í sam-
vinnu við háskóla eða bókaforlög.
Hefur hún þannig komið út álit-
legu safni af íslenzkum fornbók-
menntum í enskri þýðingu jafn-
framt ýmsum merkum fræðiritum
um þau, bæði eftir norræna og
enskumælandi höfunda. Má af ís-
lenzkum ritum nefna: báðar Edd-
urnar, Vatnsdælu, Völsunga sögu,
Hrafnkels sögu Freysgoða, Þor-
steins sögu hvíta og Vopnfirðinga
sögu. Er hér um mikilsvert starf
að ræða, og ekki víst að íslend-
ingum sé það ljóst sem skyldi,,
hvað gert hefur verið á þessum
vettvangi.
Síðasta stórvirkið er ný og vönd-
uð útgáfa af Njálu. Er hér um að
ræða hið glæsilegasta verk að öll-
um ytra frágangi, og hefur sýnilega
ekkert verið til sparað að gera bók-
ina sem eigulegasta, enda kostár
hún fimm dali. Þetta er ný þýðing
á Njáls sögu og gerð af tveimur
kunnum fræðimönnum, Carl F.
Bayerschmidt. sem veitir forstöðu
deild germanskra mála við Colum-
bia-háskólann í New York, og Lee
M. Hollander, sem er prófessor í
germönskum málum við Texas-
háskólann. Hefur inn síðarnefndi
gefið út þýðingar á forníslenzkum
kveðskap, svo og rit um fornskáld-
in, sem kom út á vegum stofnunar-
innar árið 1945. Einnig hefur hann
fengizt við þýðingar á nýrri ís-
lenzkum bókmenntum, m. a. þýtt
„Sverð og bagal“ Indriða Einars-
sonar. Hollander ritar stuttan og
greinargóðan inngang að inni nýu
útgáfu Njálu, þar sem hann lýsir
yfir þeirri áður alkunnu staðreynd,
að málið á íslenzkum fornsögum
sé dáð af öllum og ofurefli hver jum
þýðanda. Verður það og snemma
ljóst, þegar in nýja þýðing er les-
in, en við nánari athugun verður
það jafnljóst, að þýðendurnir hafa
lagt sig í framkróka um að vanda
verk sitt sem þeir máttu. Yfirlýst
ætlun þeirra er að gera málið svo
skrúðlaust og blátt áfram, að það
nái blæ daglegs máls. Hefur þetta
tekizt að nokkru — með þeim af-
leiðingum þó, að tilþrif ins lak-
ónska frumtexta hverfa að mestu.
En bókin er læsileg hverjum, sem
hafa vill, því þýðingin er þjál og
eðlileg, og ekki er til þess ætlazt,
að kjarnyrðum Njálu-manna verði
snarað á erlendar tungur.
Að mínu áliti tekur þessi þýðing
fram hinni kunnu þýðingu G. W.
Dasents, sem fyrst kom út í Edin-
borg árið 1861 og síðar j Every-
man’s Library 1911* Þar gætir mjög
hástemmdrar orðgnóttar og tepru-
háttar Viktoríu-tímabilsins, enda
lét sá þýðandi sér sæma að breiða
yfir eða hreinlega falsa sumar ber-
söglustu lýsingar Njálu.