Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Qupperneq 14
» LESBÖK MORQtJNBLAÐSINS 1 f’B98^ Tíminn og náttúran W Þýðendur innar nýu utgáfu hafa notað útgáfu Finns Jónssonar j (Halle 1908) við þýðingu sína, og mun það stafa af því, að útgáfa Einars ÓL Sveinssonar var ekki [ fyrir hendi, þegar þeir hófu þýð- inguna. Hins vegar hafa þeir farið yfir þessa útgáfu, en virðast ekki hafa gert sér mat úr ýmsum rann- sóknum hans, því sums staðar ber á í milli um, hvað með er tekið í text- ann og hvað ekki. Þá má og sjá í skýringunum ýmsar vafasamar fullyrðingar, eins og t. d. þá, að það sé augljós tímatalsvilla, þegar klukkum er hringt á Þingvöllum í 123. kapítula. En ef frá eru talin slik „aukaatriði", er bókin mikill j fengur og mun verða glæsileg kynn -ing á íslenzkum bókmenntum með al almennings í Bandaríkjunum. í ráði er, að Egils saga verði gef- in út næst á vegum stofnunarinnar, j og er nú unnið að þýðingu hennár. Verður sú útgáfa að líkindum full- búin innan tveggja ára, og má þá { segja, að vel sé á málum haldið, þegar tvær af víðlesnustu fornsög- [ um okkar koma út á ensku á 2—3 árum. HVAÐ RÆÐUR MATARLYST? VÍSINDAMENN við læknadeild há- skólans í Kaliforníu, hafa nýskeð f komizt að raun um að það eru amino- \ sýrur, sem mestu ráða um hvort mað- \ ur hefur matarlyst eða ekki. Ef mikið 1 er af amino-sýrum í blóðinu þá missa I, inenn matarlyst, en ef lítið er af þeim, þá eiru allar líkur til að matarlystin sé í bezta lagi. I Þeir gerðu tvenns konar tilraunír í þessu skyhi, létu menn ýmist nærast á .j fæðu, sem í er mikið af amino-sýrum, : eða þá að þeir spýttu sýrunum inn í Kðar matxna. í báðum tilfellum kom í ■ ljósj að beint samband var milli þess ■' og matarlystarinnar, hve mikið af þess- f um sýrum var í blóðinu. Á hinn bóginn verður enn ekkert um það sagt hvernig á þessu stendur, en i ýtarlegri rannsóknu: verða gerðar til ^ þess að komast að þvi. ___________ KRABBl FYLGIST MEÐ TÍMANUM VIÐ strendur Ameríku er krabba- tegund, sem nefnd er þar „fiddler“- krabbi. Hann er einkennilegur að því leyti, að hann „fylgist með tím- anum“. Á daginn er hann dökk- ur, en ljós á næturnar. Þessi lit- skifti hans fylgja nákvæmlega sól- argangi. En stafar þetta þá ekki af því að hann dökkni við það að sól skín á hann? Líffræðingar, sem voru að rann- saka þennan krabba, gerðu þá til- raun, að loka hann inni í myrku rúmi og láta hann dúsa þar tvo mánuði. En hann breytti ekki hátt- um sínum fyrir það. Um leið og sólin kom upp, byrjaði hann að dökkna, og þegar sól var sezt, tók hann að lýsast aftur, án þess nokk- ur munur væri dags og nætur þar sem hann var. Þetta sýnir að það er eðli hans að skifta um lit, og litaskiftingin er alveg bundin við sólargang. Krabbinn er dökkur allan þann tíma, sem sól á að vera á lofti, en þó er hann mismunandi dökkur og á vissum tímum nær því svartur. Líffræðingarnir athuguðu á hvaða tíma þessi breyting varð, og þeir komust að því að svarti liturinn færðist á krabbánn ofurlítið seinna með hverjum degi og með jöfnu millibili. Tóku þeir þá eftir því, að hér var um að ræða annað „tíma- tal“ hjá krabbanum, og fylgdi sjáv- arföllum. Þegar krabbinn var sem allra dekkstur, þá var háfjara á þeim slóðum, þar sem hann hafði verið veiddur. Fór þetta svo ná- kvæmlega saman, að með því að athuga hvenær krabbínn var dekkstur, þá var vitað hvenaer há- fjara var. En nú er háfjara ekki á sama tíma á öllum stöðum. T. d. er fjara fjórum stundum seinna í Marthas Vineyard en í Woods Hole. En þegar athugaðir voru krabbar frá báðum þessum stöðum, kom í ljós að hvor krabbi fylgdi hár fjörutímanum á sínum stað. MISMUNANDI LÍFSHKAÐI LÍFSHRAÐINN er mismunándi hjá hinum ýmsu dýrum. Þetta mun þykja undarlegt, ef vér miðum við tímann, því að tíminn líður jafn- hratt hjá öllum. En svona er þetta samt. Og þetta verður skiljanlegt ef vér líkjum lífinu við eld, og að sá eldur getur brunnið örar hjá einu dýri en öðru. Og lífseldurinn verður að brenna örar hjá sumum dýrum en öðrum til þess að þau geti lifað. Dýr með heitu blóði halda jöfn- um líkamshita, vegna þess að frumurnar framleiða alltaf hita í stað þess sem fer forgörðum með útgufun. Hjá litlum dýrum er út- gufunin meiri hlutfallslega heldur en hjá inum stærri, vegna þess að yfirborð líkamans er hlutfallslega stærra. Hjá minni dýrunum verð- ur því bruninn í frumunum að vera örari. Þess vegna er lífshraðinn meiri hjá litlum dýrum en stór- um. Þetta má fljótt sjá, ef menn athuga hve mikið súrefni dýrin þurfa til lífsviðurhalds. Hænuungi, sem vegur um 2000 grömm, eyðir 1000 tenings sentimetrum af súr- efni á klukkustund. Hann þarf því á hverri klukkustund Vz tenings sentimetra af súrefni á móti hverju grammi sem Jiann vegur. En snjáldurmus, s^n vegur aðeins 20 grömm, þarf 80 temngs sentimetra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.