Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Side 1
Prestur skal handhöggvast
jyj A Ð U R er nefndur Markús og
var Jónsson. Hann átti heima
í Kirkjuvogi í Höfnum. Kona hans
var Sigríður dóttir Gísla lögréttu-
manns Illugasonar í Sandgerði. Son
áttu þau er Þorgeir hét og var hann
fæddur árið 1722. Ólst hann upp
hjá foreldrum sínum en ungur réð-
ist hann sem smali til ekkju nokk-
urrar, er bjó á Járngerðarstöðum
í Grindavík. Er sagt að ekkja þessi
hafi séð að hann var bæði greindur
og námfús og þess vegna komið
honum á framfæri til náms. Og
hjá Helga presti Jónssyni á Stað
í Grindavík mun hann hafa lært
undir skóla. Kemur hann svo 13
ára í Skálholtsskóla og varð stúd-
ent 13. júní 1740 með ágætum vitn-
isburði. Síðan var hann í þjónustu
Magnúsar Gíslasonar, er þá var
lögmaður, en varð síðar amtmaður.
Er svo að sjá, sem Magnús hafi haft
allmiklar mætur á honum.
Árið 1747 voru Þorgeiri veittir
Útskálar og vígðist hann prestur
þangað samsumars. Varð hann þar
vinsæll, og segir séra Sigurður B.
Sivertsen, er löngu seinna varð
prestur á Útskálum, að hann hafi
„haft á sér almennings orð fyrir
ráðvendni" og verið „elskaður og
virtur af sóknarfólki sínu fyrir
kenningar sínar, lipurt orðfæri og
skáldskapargáfu". í rannsóknabók
biskups 1752 eru skráðir vitnis-
burðir safnaðarmanna um hann, og
fara þeir mjög í þessa átt. Hafði
þó séra Þorgeir þá nýskeð átt í
brösum nokkrum, eins og nú skal
greina.
JÓLAMESSUMÁLIÐ
Árið 1750 var séra Þorgeir kærð-
ur fyrir embættisafglöp, og kom
það mál fvrir héraðsprestadóm þá
um sumarið. Dómsforseti var Guð-
laugur prófastur Þorgeirsson í
Görðum á Álftanesi, „merkismað-
ur, vel gefinn og vel að sér, kenni-
maður góður og siðavandur“. En
saksóknari var séra Einar Oddsson
yngri, sonur Odds annálaritara á
Fitjum, Eiríkssonar. Hafði hann
fengið Stað í Grindavík þá um vor-
ið, eftir brösulegan prestskapar-
feril. Hann varð fyrst prestur að
Hesti í Borgarfirði 1715. en missti
prestskap tveimur árum seinna
fyrir frillulífisbrot. Síðan fékk
hann uppreisn til prestskapar og
fékk Garða á Akranesi 1734. Nfu
árum seinna er hann aftur dæmd-
ur frá prestskap og nú vegna
drykkjuskapar afglapa við embætt-
isgerð. Fékk þó uppreisn nokkrum
árum seinna og gerðist aðstoðar-
prestur á Móum á Kjalarnesi þang-
að til hann fékk Stað í Grindavík.
Kæruatriðin gegn séra Þorgeiri
voru tvö. Hið fvrra var það, að
hann hefði gefið þau saman í
hjónaband Kort lögréttumann
Jónsson og Vilborgu Stefánsdótt-
ur, án þess að löglegar lýsingar
hefði fram farið. Var því haldið
fram að hann hefði ekki lýst með
þeim nema tvisvar sinnum, en séra
Þórður Jónsson á Hvalsnesi hefði
lýst með þeim einu sinni, og hefði
lýsingar farið fram í tveimur
kirkium samtímis. Lýsing séra
Þórðar væri algjörlega ógild, þar
sem um utansveitarprest væri að
ræða, og auk þess hefði seinni lýs-
ing séra Þorgeirs farið fram sama
daginn og hjónin giftust, en það
væri skýrt tekið fram, að hjóna-
vígsla skvldi fara fram viku eftir
seinustu lýsingu.
Af einhverjum ástæðum féll
þetta kæruatriði niður, en hitt varð
alvarlegra og varð mikil rekistefna
út af því. Það var venjulega kallað
Jólamessumálið. Sakarefni var það,
að séra Þorgeir hefði messað á jóla-