Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Side 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 503 r- r kvöld, en hvergi á jóladaginn 1749. Kvöldsöngvar á aðfangadag voru þá af teknir, en konungur hafði svo fyrir mælt, að messa skyldi í hverri kirkju á jóladaginn. Nú ber þess að geta, að séra Björn Gottskálksson á Stað í Grindavík hafði andast í septem- ber haustið 1749, og fól biskup þá séra Þorgeiri að þjóna Staðar- prestakalli ásamt Útskálapresta- kalli þangað til annar prestur væri kominn að Stað. Átti séra Þorgeir að messa á Jóladaginn bæði á Út- skálum og á Stað. En þar er langur og erfiður vegur á milli, yfir úfið hraun að fara og gat það orðið ófært í vetrarsnjóum, því að eng- inn vegur var yfir það. Að þessu sinni mun þó ekki hafa verið mik- il ófærð, eftir því sem annálar segja a-f tíðarfari til jóla. En samt hefir vegurinn verið seinfarinn. Er bein loftlína milli Útskála og Stað- ar um 25 km. og má á því sjá að þetta er fullkomin dagleið fyrir gangandi mann í skammdegi. Séra Þorgeir sá því að hann yrði að grípa til einhverra óvenjulegra ráða, ef hann ætti að fullnægja konungsskipan um að messa á báð- um stöðum á jóladaginn. Tók hann það til bragðs að boða messu að Útskálum eldsnemma á jólamorg- un. Fór þetta svo fram. Hóf prest- ur messu við kertaljós, en hafði hið lögskipaða guðspjall jóladags- ins (Lúk. 2.) og var kominn dagur þegar messu var lokið. Síðan lagði hann á stað til Grindavíkur, en kom ekki þangað fyr en í myrkri ísemt um kvöldið, og var þá ekki hægt að messa. Nú hélt ákærandi þvi fram, að prestur hefði messað á jólanótt að Útskálum, en látið messur falla niður á báðum kirkjum sínum á sjálfan jáladaginn. Prestur hafði fengið vitnisburði sóknarmanna smna mn að. .hann hefði sungið ^ jóladagsmessu að Utskalum, og vottorð safnaðarmanna í Grinda- vík um að svo áliðið hefði verið dags er hann kom þangað, að messutími hefði verið úti. Héraðsprestadómurinn sýknaði Þorgeir af ákærunni, en málinu var vísað til prestastefnu á Alþingi. Þar átti það að takast fyrir sum- arið 1751, en vegna þess að Þor- geir prestur kom þar ekki og ekki heldur aðrir málsaðiljar, þá var málinu frestað til næsta árs. Var það svo tekið fyrir á prestastefnu á Þingvöllum 12. júlí 1752 og varð úrskurður prestastefnunnar sá, að prestur skyldi „fyrir ótilhlýðilega byrjaða embættisgerð á j.ólanóttina 1749“ gjalda einn ríkisdal í sjóð fátækra prestsekkna, en greiða séra Einari Oddssyni 2 rdl. í máls- kostnað. Séra Þorgeir losnaði þvi vel úr þessari klipu, en bjó sér brátt aðra mörgum sinnum verri og afdrífa- rikari. FALSMÁLIÐ Séra Þorgeir hafði kvænzt 1747 og var kona hans Guðrún Þórðar- dóttir frá Gerðum í Garði, Guð- múndssonar. Faðir Þorgeirs var dáinn þegar hér var komið sögu, en Sigríður móðir hans var hjá honum í hárri elli. Mun jafnan hafa verið þröngt í búi hjá presti, og það hefir valdið því, að hann greip til þess örþrifaráðs 2. júlí 1753 að falsa tvo kaupmannsseðla við versl- unina í Keflavík, hafði breytt öðr- um en skrifað hinn sjálfur og fals- að nafn kaupmanns þar undir. Not- aði hann seðla þessa til þess að auka innlegg sitt og fá yörur út úr búðinni. Hafði það tekizt í bili, en komst óðar upp. Kaupmaður sá, er þá verslaði í Keflavik, hét Johannes Haagen Segir Espólín að hann hafi boðið presti að hreyfa ekki við málinu, ef hann vildj greiða sér 30 rdl., en prestur hafi ekki viljað ganga að því. Sennilega hefir hann ekki get- að greitt þessa upphæð, þótt hann feginn hefði viljað. Og svo kærði kaupmaður hann fyrir valdsmann- inum. Lögsagnari í Gullbringusýslu var þá Þorsteinn Hákonarson frá Kirkjuvogi í Höfnum. Hann hafði verið 4 ár í Skálholtsskóla, en þá var honum vísað brott þaðan vegna tornæmis. Þá fór hann til Dan- merkur og náði prófi í dönskum lögum 1748, kom heim árið eftir og gerðist lögsagnari í Gullbringu- sýslu. Mál séra Þorgeirs kom nú undir hann og 8 meðdómsmenn hans, en Brynjólíur Sigurðsson sýslumaður í Hjálmholti var skip- aður sækjandi málsins. Hann var mikill vinur þeirra höfðmgjanna Skúla Magnússonar landfógeta og Magnúsar Gfslasonar amtmanns. Séra Þorgeir meðgekk þegar af- brot sxtt og á þingi á Býarskerjum féll dómur hinn 6. júlí. Var séra Þorgeir dæmdur til þess að missa hægri hönd sína, æru og búslóð, samkvæmt Norsku lögum. Enn- fremur var hann dæmdur til þess að endurgreiða Johannes Haagen kaupmanni ígjald og tvígjald þess, er hann hafði. haft aí versluninni, eða þrefalt gjald. En þetta var ekki nóg. Mánuði seinna (7. ág.) kom saman presta- dómur til þess að fjalla um afbrot hans sem kennimanns, og fell dóm- ur þar svo, að séra Þorgeir var dæmdur fra kjól og kalli með smán. DOMINUM H.NEKKT AÐ NOKKRU Séra Þorgeir var litt monnum sinnandi eftir að þetta íæiðarslag hafði yfir hann dunið. Mun honurn þó fyrst hafa orðið það fyrir að treysta á forna vináttu Magnúsar amtmanns og leita hjá honum halds og hollra ráða. Hefir amtmaður sennrlega gefið honum ráð txl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.