Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Page 5
7l LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ilMff "» jCeiLfc anfyava t I. HVAi) ER LEIKUR? YRIR börn er leikur ekki að- . eins skemmtun. Hann er miklu meira. Leikur er starí. í leikum sínum afla börnin sér þeirrar reynslu og þekkingar, sem starfið veitir. í leikum fær meðfædd sköpunarþrá barnsins framrás og fullnægingu. Þegar barnið þykist vera lækn- ir eða byggingameistari, þá er það ekki leikur. Það er alvara. Barnið er þá læknir eða bygg- ingameistari. Brúðan, sem það er að lækna, og húsið, sem það er að byggja, eru frá sjónarmiði þess jafn raunveruleg og sjúk- lingur eða hús er fyrir ina full- orðnu. Leikir barnanna eru ekki dægradvöl, heldur nauðsynlegur undirbúningur að lífi og starfi. Mörgum foreldrum veitist það örðugt að setja sig í spor barn- anna. Annríki, þreyta og margs konar örðugleikar hamla þeim frá því að reyna að hugsa eins og börn. En það er þó skylda þeirra, bæði gagnvart sjálfum sér og börnunum, að gera þetta öðru hvoru. En þá ber margs að gæta, og fullorðnir skyldu ætíð minnast þess, að viðhorf barn- anna til umhverfisins, er allt annað en fullorðna fólksins. Fram að fjögurra ára aldri sjá börnin svo að segja allt neðan frá: borðið, stólana, stigaþrepin og jafnvel andlit manna. Þetta viðhorf er allt annað en fullorðna fólksins. Á sama hátt er viðhorf barn- anna til leika allt annað en full- orðinna. Borðið, sem frá sjónar- miði fullorðinna er ætlað til þess að sitja við, er í augqm barn- anna ágætur felustaður þegar þau skríða undir það.' Þegar menn leika við böm, er því nauðsynlegt að „setja sig á sömu bylgjulengd“ og þau hafa. En sú „bylgjulengd“ er mismun- andi eftir því á hvaða aldri barnið er. Meðan börnin skríða, eiga menn að skríða líka, svo að menn hafi svipað viðhorf til umhverfisins og börnin. Bezta útlistunin á þessu er í vísu Sig- urðar Breiðfjörðs: Eg kem líka að leika mér, litinn skal mig gera, að öllu slíkan eins og þér ætla eg að vera. En fullorðið fólk hefur ekki alltaf tíma til þess að leika við börnin, og þess vegna er það nauðsynlegt að börnin læri að leika sér sjálf. í borgum mega börnin ekki vpra ein úti að leika sér, vegna umferðarhættunnar. En þá verða þau að leika sér að barnagullum. Þá kemur vandinn að velja þessi leikföng við þeirra hæfi, og þannig að þau komi að sem beztum notum. Verður í næstu köflum reynt að leiðbeina fólki um val leikfanga. En hér skal þegar tekið fram, að sjónvarp, útvarp og kvik- myndir er ekki fyrir ung börn. Með þeim skemmtitækjum er dengt á börnin heilli skriðu af viðburðum, sem er meira en þau geta skilið og fylgjast því ekki með. Börnin verða að geta lifað sig inn í það, sem á að verða þeim til dægrastyttingar. Samvizkan bítur, sárið blæðir, satan ákærir, lögmál hræðir; hjástoðin dvínar, hörmung lýr, heimurinn fagnar, lukkan flýr. 1 hrekkjafullum heimsins glaumi hrekst ég eins og tré fyrir straumi, eður sem það í stormi strá er staðar hvergi nema má. Þú veizt ég hefi af hrösun minni hjarta kramið og dapurt sinni, sem barnið gott er hrætt og hryggt þá hcfir það sinn föður styggt. Það flýr til hans og fer að gráta, framdri synd gerir á sig játa, biður um líkn og lofar að lengur ei skuli gera það. Upp á þín orð og elsku dáðir eins flý ég, guð, á þínar náðir. Sonur þinn heita sízt ég má, samt lát mig þræls þíns kjörum ná. Ætla má, að það hafi að nokkru verið fyrir tilstillí Magnúsar amt- manns að konungur náðaði Þor- geir. Og mann grunar einnig, að hann hafi reynt eitthvað til þess að útvega honum fulla uppreist, svo að hann fengi prestskap aftur, en að þar hafi einhverjir staðið á móti. Er ekki gott að segja hvort nokkurt samband er á milli þessa og konungsbréfs 1. maí 1756 þar sem segir, að þeir prestar á íslandi, er hafi brotið svo mjög af sér, að þeir hafi verið dæmdir frá prest- skap, megi ekki skipast til að gegna öðru prestakalli, nema því aðeins að þeir hafi fengið fulla uppreist hjá konungi. En eitthvað hefir Rantzau verið kunnugt um vinfengi þeirra Magn- úsar amtmanns og Þorgeirs. Má sjá það á bréfi, sem Rantzau skrif- ar amtmanni 18. maí 1757. Byrjar hann þar á því að óska Magnúsi til hamingju með það að honum hafi verið veitt amtmannsembætt- ið og ætti sú hamingjuósk að hafa verið nægilegt bréfsefni. En svo er Rantzau allt í einu kominn út í axinað mjög óskylt efni og segir; „í þessu tilefni gefst mér einn- ig ástæða að minnast á kröfu J. Haagens kaupmanns, og biðja herra amtmanninn að sjá svo um að mál það er hann á á hendur Þorgeiri Markússyni verði jafnað á þann hátt að Haagen megi vera nokkurn vegirm ánægður með, því að ég álít að hann græði ekkert á því áð áfrýa máhnu, því að hann getur ekki vænzt þess að fá kostnað við það endurgreiddan.“ -------- Þorgeir fékk ekki prestskáp aft- ur. Hann fluttist til Fuglavíkur á Miðnesi og bjó þar síðan. Eftirmaður hans á Útskálum var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.