Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Page 8
► ■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rcoa ^ 5 r i*r - Læknavísindi og geimflug ITM aldir hefur maðurinn verið að ^ rannsaka hin ókunnu svæði þessa hnattar, sem vér byggjum — frumskóga, eyðimerkur og íshöfin. Honum hefur orðið mikið ágengt, og nú er hann kominn að því svið- inu sem langerfiðast verður að rannsaka, og er þó ekki nema svo sem 28 km. frá bæardyrum hvers manns. Þar hefst inn ómælanlegi geimur, með óteljandi hættum fyr- ir dauðlegan mann, því að hann er ekki skapaður til þess að ferðast þar. Þrátt fyrir það er keppzt um að komast hærra og fljúga æ hrað- ara. Árið 1954, inn 16. júní, tókst majór Arthur Murray að komast upp í 90.000 feta hæð, og er þá ekki nema herzlumunurinn eftir að kom -ast út úr gufuhvolfi jarðar. Er þetta ið hæsta, sem nokkur maður hefur komizt. í þessari hæð var þéttleiki loftsins ekki nema 1/43 af því sem er niður við jörð. Flug- maðurinn átti ekki eftir nema svo sem 2%% af gufuhvolfi jarðar. Þetta afrek Murray var að miklu leyti að þakka „læknavísindum há- loftanna", inni nýustu vísindagrein og jafnframt inni furðulegustu. Háloftslæknarnir eiga að sjá flug- mönnunum fyrir vörnum gegn alls konar hættum, og daglega fást þeir við vandamál, sem aldrei koma fyr- ir neina aðrá lækna. Þeir verða að finna upp varnir gegn geimgeislum, sem geta verið mannlegum líkama banvænir, þeir verða að finna ráð gegn hættunni af miðflóttaafli og inu furðulega fyrirbæri þegar menn missa allan þunga, og þeir verða að sjá flug- mönnaWim fyrir nægilegu lífslofti og útbúa þá-fötum, sem halda að Gerfimenn í „Marzbúaklæðum“ svífa í lausu lofti. Þannig fer stundum fyrir háflugs mönn- um, að aðdráttarafl jarðar bregzt og þeir missa allan þunga. þeim hæfilegum þrýstingi — svo að fátt eitt sé nefnt. En í samvinnu við þá eru stjörnueðlisfræðingar, líffræðingar, vélfræðingar, lífefna- fræðingar, sálfræðingar og flug- menn. Vér getum hugsað oss gufuhvolf- ið sem haf. Vér lifum á botni þessa hafs, þar sem þungi þess er mestur, alveg eins og í sjónum. Við yfir- borð jarðar nemur þessi þungi 14,7 pundum á hvern ferþumlung, og þar er samsetning loftsins 21% súr- efni, 78% köfnunarefni og 1% aðr- ar gastegundir. Hver maður veit að vér þurfum á súrefni að halda til þess að geta lifað, en hitt munu færri vita, að ekki er nóg að anda því að sér. Ef þrýstinginn utan frá skortir, þá bíð um vér bana. Það er þrýstingurinn utan frá, sem hjálpar til að fylla lungun. Ef maður klífur upp á hátt fjall, er þar að vísu hlutfallslega jafn mikið af súrefni í loftinu, en þétt- leiki þess og þrýstingur hefur minnkað. í 18.000 feta hæð er loft- þrýstingurinn ekki nema helming- ur á móts við það sem hann er nið- ur á jafnsléttu við sjávarmál. Og svo minnkar þrýstingurinn eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.