Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Qupperneq 11
W LESBÖK MORGUNBEAÐSINS JWZWW&t' 5111 Sig. A. Magnusson: SKÁLDIÐ W. H. er af íslezku kyni í AUDEN föðurœtt W. H. Auden ÆST Eliot hefur ekkert ensku- mælandi skáld orðið áhrifarík- ara á nútíma-ljóðlist en W. H. Aud- en. Þessir tveir menn eru í senn andstæður og hliðstæður. Glettni örlaganna réði því, að Eliot sagði skilið við Ameríku og gerðist brezk -ur borgari, þar sem aftur Auden yfirgaf Bretland og gerðist banda- rískur borgari. Þeir eiga það sam- merkt, að í upphafi voru þeir knúð- ir til sköpunar af örvæntingu og vantrú á nútíma menningu, en hafa báðir fundið vissu sína og lífsjátningu í kristnum trúarvið- horfum Þótt Auden hafi greini- lega orðið fyrir sterkum áhrifum frá Eliot, þá eru þessi tvö höfuð- skáld nútímans ólík um flest. Fjölhæfni Audens er viðbrugðið, og hefur hann í þeim sökum ekki átt neinn sinn líka, síðan Bvron leið. Honum verður ekki skotaskuld úr því að bregða sér í ham háfleygra mælskuskálda, og með lipurð sem- ur hann nýtízkulega slagara. Það Og nú er svo komið, að sérstakir skólar hafa verið stofnaðir í Banda- ríkjunum fyrir þessa Iækna. Eru þetta taldir einkennilegustu lækna- skólar heims, því að þeir fást miklu meira við rannsóknir heldur en lækniskennslu. Og flest af því, sem þar er kennt, er ekki kennt í nein- um læknaskólum öðrum um víða veröld. Ijóðform er vart hugsanlegt, sem Auden hefur ekki fengizt við — og alls staðar sýnir hann ótvíræða yfirburði. Slík fjölhæfni getur þó verið til tjóns engu síður en gagns, þar sem þessum snillingum hættir til að skrifa of mikið. Hefur sú orðið raunin á um Auden engu síð- ur en Byron. Magnið skyggir, ef svo má segja, á kostina. Við könn- umst við þetta hjá sumum íslenzk- um skáldum, eins og t. d. Matthíasi. — Eirðarleysið á Auden líka sam- eiginlegt með Byron, því hann hef- ur verið „heimshornaflakkari" í enn ríkari mæli en hinn aðalbomi skáldbróðir hans. Ferðast um alla Evrópu, Ameríku og Asíu, síyrkj- andi um allt, sem fyrir augun bar, stríð og ógnir í Kína og á Spáni, frið og sveitarsælu á fslandi. Þegar ég hitti Auden á dögun- um hér í New York, var hann á leið til sumardvalar á Ítalíu, eins og hans er árlegur vandi. Ég innti hann eftir ferðalagi hans til fslands sumarið 1937, og lét hann vel yfir því. Kvaðst hafa hrifizt af stórbrot- inni og ósnortinni náttúru landsins, og væri ísafjörður einn þeirra staða á hnettinum, þar sem hann vildi helzt búa. Hins vegar þótti honum ekki mikið til hangikjöts- ins koma, kvað það minna sig á ekkert frekar en skósvertu. Það er þó haft fyrir satt af sumum kunn- ingjum hans heima á fslandi, að hann hafi gengið með hákarl upp á vasann, hvar sem hann fór, og lyktað sterkt! Auden kvaðst vera af íslenzku bergi brotinn í föðurlegg, og væri nafn hans komið af íslenzka nafn- inu Auðunn. Munu íslenzkir for- feður hans hafa setzt að í Bret- landi fyrir nokkrum öldum. - ★ - Auden kom fram á sjónarsviðið ungur og vakti þá þegar athygli. Fyrsta bók hans, „Poems** kom út 1930, þegar hann var 23 ára gamall, og eftir það rak hver bókin aðra. Þegar hann stóð á þrítugu, hafði hann þegar valdið flokkaskiptum í hinum enskumælandi skáldheimi, og um hann hafði myndazt „skóli" róttækra umbótaskálda með vak- andi auga fyrir þjóðfélagslegum misfellum. Það er vert að gera sér þess grein, hvernig umhorfs var á al- þjóðlegum vettvangi, þegar Auden hóf upp raust sína og á árunum þar á eftir. Eliot hafði þá þegar dregið upp mynd sína af evðimörk nú- tímamenningar í „The Waste Land“, en hafði ekki ennþá hafið pílagrímsför sfna til trúarlegrar sannfæringar. Eitt efnilegasta ljóð- skáld Amerfku, Hart Crane, hafði reynt að skapa jákvæða táknmynd af Ameríku til að vega á móti mynd Eliots í kvæði sínu „The Bridgc“, en hafði mistekizt og drekkt sér. Heimskreppan hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.