Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Qupperneq 12
| LESBÖK MORGUNBLAÐSINS skollið yfir, rússnesku hreinsanirn- ar komu síðar, og borgarastyrjöld- in á Spáni svipti hinn vestræna heim sjálfblekkingum sínum. Þessi var bakgrunnur fyrstu verka Aud- ens, og þau bera þess greinileg merki. Það var á þessum árum, sem hann samdi eitt merkilegasta verk sitt, „The Orators“, sem hann hef- ur síðan afneitað. (Hann hefur allt- af verið haldinn undarlegri vantrú á gildi verka sinna). í þessari bók fjallar hann um hið borgaralega þjóðfélag og notar táknmynd óvin- arins um það. Hér er dregin upp skýr mynd af hinni eilífu baráttu listamannsins við þjóðfélagið. En jafnframt þjóðfélagsádeilunni er að finna í þessu verki rödd hróp- andans, hina spámannlegu viðvör- un um hluti, sem síðar gerast. — Auden á spámannsgáfuna sameig- inlega með hinum írsku snillingum Yeats og Joyce. — ★ — Ef skáldferli Audens er skipt í þrjú skeið, þá verður annað skeiðið einkennt af heimsflakki hans. Hann reikar um löndin og yrkir um allt, sem fyrir augu og eyru ber. Þessi kveðskapur hefur sömu takmarkanir og margt af ljóðum Byrons, t. d. „Don Juan“ og „Day of Judgment“, hann er of stað- og tímabundinn. Af þessum sökum verður líklega helmingurinn af kveðskap Audens gleymdur eða misskilinn af ókomnum kynslóð- um. Hann hefur verið nefndur „blaðamaður í bundnu máli“, og það gefur hálf-sanna mynd af manninum. Það er glettni mann- legra örlaga, að Auden hefur átt vinsældir sínar einkum að þakka þessum „blaðamannshæfileikum“, þar sem það er hins vegar hafið yfir allan efa, að það verður hinn frábæri lýríski kveðskapur hans, sem gerir hann ódauðlegan. Hann á þá sjaldgæfu gáfu að geta ort um hvað sem er. Hann getur snúið fyrirsögnum dagblaðanna í full- kominn kveðskap, oft nístandi af háði og ádeilu, en honum tekst bezt upp, þegar hann gleymir dæg- urþrasinu og gefur sig óskiptan á vald hinni lýrisku skáldgyðju. Á öðru skeiði skáldferils síns var Auden enn róttækur, eins konar „enfant terrible“ á skáldaþingi, en hann var aldrei opinberlega tengd- ur kommúnismanum, eins og skáld- bróðir hans og vinur, Stephen Spender, var um eitt skeið. Það sem dró Auden í austurátt var hug- sjón bróðurkærleikans, og stóð hann í þeim efnum nær frum- kristnum hugmyndum en komm- únisma nútímans. Þriðja skeið Audens mætti e. t. v. helzt nefna „guðfræðilegt“, því það eru trúarleg rök fremur en trúar- leg reynsla, sem hann fjallar um nú. Hann hefur ekki hina ástríðu- þungu trúartilfinningu Eliots eða Hopkins. Trú hans er fremur vit- ræns eðlis, og hann veltir fyrir sér hugtökum eins og „sekt“, „riáð“, „vernd“ og „verðandi“. — Dylan Thomas og Eliot skrifa fyrst og fremst af tilfinningu og hirða minna um hið rökræna. Auden ér bein mótsögn þeirra og því oft ósannfærandi sem trúarlegt skáld. Hann ferðast alltaf í heiðríkju skynseminnar, en skortir hið seið- magnaða rökkur trúarlegrar dul- úðar. — ★ — Það hugtak, sem setja mætti að yfirskrift yfir allan skáldskap Audens, er hugtak kærleikans, ást- arinnar, í öllum sínum myndum. Hin holdlega ást og hinn andlegi, guðdómlegi kærleikur — Eros og Agape. Hann leitast við að sameina hið holdlega og hið andlega, og Agape verður í sannleika lykill- inn að skáldskap hans: kærleikur- inn, sem umber allt og leitar ekki síns eigin. Auden er því í enn ríkari mæli en Eliot eitt af hinum jákvæðu skáldum þessarar aldar. Yeats elsk- aði hins vegar engan nema sjálfan sig. Ekkert nútímaskáld hefur gert kærleikann að aðalinntaki eða sam- nefnara skáldskapar síns í jafnrík- um rnæli og Auden. „Við verðum að elska hver annan eða deyja“, er kannski sú ljóðlína hans, sem skýrast túlkar viðhorf hans. Þróun Audens hefur legið frá félagslegri til persónulegrar lausn- ar á vanda mannsins. Hann áleit í upphafi, að hægt væri að lækna kærleikssnautt mannkyn með þjóð- félagslegum umbótum, en komst brátt að raun um, að ríkisvaldið getur ekki þvingað menn til að elska. Hver einstaklingur verður að glæða með sjálfum sér hæfileik- ann til að elska, og þjóðfélagslegar umbætur verða að spretta af kær- leika, ekki hatri. í „The New Year’s Letter, Janu- ary 1940“, sem er eitt fyndnasta og meistaralegasta kvæði enskrar tungu, fjallar Auden m. a. um ein- staklinginn og þjóðfélagið. Hann segir, að fjarstætt sé að tala um algeran eða óháðan einstakling, þar sem við erum hvert og eitt skil- greind eingöngu með tilliti til þess mannfélags, sem við lifum í. Við verðum einstaklingar aðeins í sam- skiptum við aðra menn. Þess vegna er einstaklingurinn og þjóðfélagið ómissandi hvort öðru. — ★ — Þrátt fyrir róttækar byltingar- skoðanir sínar í upphafi hefur Aud- en alltaf verið sér meðvitandi um samhengi sögu og menningar og hefur lagt mikla rækt við andlega forfeður sína. Hann hefur í raun- inni skapað eins konar persónulega „goðafræði“, þar sem hver þessara „forfeðra“ er tákn ákveðins við-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.