Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Síða 14
 LCSBÖK MORGUNBtAÐSINS ' r su orka sem fer til þess hjá mann- inum að beygja sig og rétta úr sér, ekki heldur sú orka sem fer til þess að stöðva það, sem hann lyftir, né sú orka sem fer til þess að sveifla því til hliðar. Orkumælir þessi, sem Brouha hefur, er þríhyrndur pallur, þre- faldur. Milli pallanna og á horn- unum eru einhvers konar krystall- ar sem gefa frá sér örlítinn raf- straum við hverja þrýstingu og hreyfingu, hvort sem hún er aftur r á bak eða áfram, eða til hliða. Straumurinn frá krystöllunum er leiddur í annað áhald, þar sem all- ar hreyfingarnar koma fram á línu- riti, og hver lína merkir hreyfingu í vissa átt. Með þessu er hægt að sjá hve mikil orka er lögð í hverja hreyfingu, en hreyfingarnar verða r að fara fram á pallinum sjálfum. Nú er maður settur á pallinn og er þá byrjað á því að stilla pallinn r svo, að þunga mannsins sjálfs gæti ekki. Standi hann svo kyr, þá kem- r ur fram á einu línuritinu stryk með r jöfnum sveiflum. Það er hjartslátt- ’’ ur mannsins. En ef hann lyftir svo r einhverjum hlut, sem hefur verið r fyrir utan pallinn og flytur hann til, þá koma fram miklar sveiflur r á línuritunum. r „Fæstir menn hafa hugmynd F um,“ segir Brouha, „að þeir drýgja r talsverða áreynslu með því að r hreyfa sig eftir því sem vinnan út- r heimtir, auk áreynslunnar við r vinnuna sjálfa. Ef vér setjum mann á pallinn og fáum honum fjögurra r punda þunga og látum hann lyfta r honum upp yfir höfuð sér, þá kem- r ur í Ijós að hann lyftir miklu meira en fjórum pundum, því að hann lyftir einnig handleggnum á sér eða þunga hans. Talsverð orka fer líka í það að stöðva hlut, sem mað- ur er að lyfta upp fyrir sig, og getur jafnvel farið svo, að maður eyði meíri orku í það heldur en i ^ AÖ hefja hlutmn írá gólfi fyrst.“ Margt einkennilegt hefur komið í ljós við tilraunir dr. Brouha. Einu sinni var maður látinn standa á pallinum og mála loft fyrir ofan sig. Síðan var kona sett á pallinn og látin slétta lín. Kom þá í ljós að konan varð að beita helmingi meiri orku við sitt starf heldur en maðurinn. Síðan var maður settur á pallinn og látinn raða skjölum í skáp með fjórum hólfum. Þá kom í ljós að hann varð að eyða helmingi meiri orku við sitt starf heldur en konan, sem sléttaði línið. Þá hafa rannsóknir sýnt að múr- ari þarf 61,6 punda orku til þess að taka upp múrstein og sement í sleif. Ef þú lyftir höndunum upp og lætur þær síga hægt niður aftur, samsvarar orkan sem til þess þarf 62,5 pundum. Maður sem gerir djúpa knébeygju þarf til þess 276 punda orku. Og — þótt ótrúlegt kunni að virðast — maður sem beygir sig niður í neðstu skúffu í skrifborði sínu til þess að taka upp eina örk af pappír, eyðir til þess 15,4 punda orku. — ★ — Þessar rannsóknir geta vel orðið til þess fyrst og fremst að spara mönnum erfiði við vinnu sína, og að betri vinnubrögð verði upp tek- in. Meðan múrarinn, sem áður get- ur var að vinnu sinni, voru nál- arnar í línuritinu á sífelldri hreyf- ingu upp og niður og til hliða, og var því auðséð að hann lagði mikla óþarfa orku í vinnu sína. Síðan var hann látinn gera aðra tilraun, en þá lá vhmuefnið ekki á gólfinu heldur á mittisháum palli. Og þá hreyfðust nálarnar varla, og sýndi það að hann sparaði nú mikla orku við starfið. Brouha gerir nú til- raunir á mörgum starfsmönnum DuPont, til þess að komast að því á hvern hátt þeir geri sér örðugt fyrir við vinnu, og hvernig haegt sé að bæta ur þvi Á þennan hátt er og hægt að komast að því hve verklagnir menn eru. Engir tveir menn hafa nákvæmlega sömu hreyfingar, enda þótt þeir vinni sömu vinnu og við sömu skilyrði. Eftir því sem mæhtækið sýnir færri óþarfa hreyfingar, eftir því er maðurinn betur fallinn til vinnu sinnar. Þá er Brouha og að gera tilraunir í þá átt að komast að því hvaða áhrif hiti, loftraki og klæðnaður hafi á orkueyðslu manna við sér- stök verk. En það yrði of langt mál að lýsa þeim tilraunum. En hins má geta að á þennan hátt þykist Brouha munu geta sýnt vinnuveit- endum fram á hvernig auðveldast sé að vinna sum verk, hvernig eigi að koma í veg fyrir ofþreytu verka- manna, en rýra þó í engu afköst þeirra. Eitt ráðið til þess að sjá hvort menn sé að verða uppgefnir er að athuga hjartaslög þeirra. Maður er látinn afkasta einhverju ákveðnu verki. Svo er honum sagt að setjast og hreyfa sig ekkert, en hjartaslög hans eru athuguð á mínútu fresti. Ef allt er með feldu á hjartsláttur- inn að vera orðinn eðlilegur eftir þrjár mínútur, eða um 72 slög á mínútu. Mikil áreynsla eykur hjartsláttinn mjög. Og ef hjart- slátturinn er enn 150 slög eftir 3 mínútna hvíld, þá er auðséð að maðurinn hefur verið í þann veg- inn að örmagnast. Á þennan hátt er hægt að hafa eftirlit með því, að merrn ofbjóði ekki orku sinni, sjálfum sér og vinnuveitanda til tjóns. Hiti og rakt lofl hjálpa mjog til þess að þreyta meim, einkmn þeg- ar um erfiðisvinnu er að ræða. Til- raunir voru gerðar með flokk manna. Var harm fyrst látinn vinna þar sem kalt var, en síðan við mik- inn hita. Kom þá i ljós að hitinn dró nær um hehning úr afköstun- um, og voru menmrnir þó miklu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.