Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Page 16
516 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 2 V Á 6 4 ♦ G 2 ♦ ÁK97542 A 7 3 V K D G 10 9 ♦ 8 6 4 * DG 10 T AÁKDG10 9 ¥ 8 7 5 3 ♦ K D 5 ♦ — N gá- ug sagnir voru b°ssar: N A s V 1 lauf 1 hj. 1 sp. pass 3 lauf pass 4 gr. pass 5 hj. pass 6 sp. V sló út H2. SuSur fer nú að athuga spil sín, og lízt ekki á blikuna. Hann reynir að gera sér grein fyrir því hvernig spilin muni skiftast. Það eru litlar líkur til þess að laufið verði hon- um að gagni, því að hann hefur enga innkomu í borði eftir að HÁ er farinn. En setium nú svo að H2 hafi verið ein- spil, sem ekki er ólíkleet. og laufin sé 3 á hvorri hönd andstæðinga. Og hafi svo V tígulás, þá er von um að geta unnið spilið. Og það vannst á þennan hátt: Drepið var með HÁ í borði og síðan slegið út LK og LÁ — en í þá fleygði S tígulkóng og tíguldrottningu! Þriðja laufið er drepið með tromDi og síðan eru trompin tekin af andstæðingum. Þegar því er lokið kemur T5 og V verð- ur að drepa með ásnum og koma út með tipul — og þá eru allir slagirnir í borði fríir. A 8 6 5 4 ¥ 2 ♦ Á 10 9 7 3 * 8 6 3 FRÁ ETNOKUNARTÍMANITM Árið 1743 fengu hörkramarar í Kaup- mannahöfn verslunina hér á landi á leigu; voru þeir einna lakastir allra einokunarkaupmanna. Fluttu þeir mik- ið af tóbaki og brennivíni til landsins, en létu vanta kommat, timbur, járn og Sundhöllin og sundlaugin á Akureyri. aðra nauðsynjavöru. Kærðu þeir ís- lendinga fyrir hvað eina er þeim mis- líkaði. 1749 segir rentukammerið, að kvartað hafi verið um að í slæmum fiskiárum láti landsmenn allan þann fisk af hendi, er þeir megi missa frá heimilum sínum, en selji sumt öðrum. Býður rentkammerið sýslumönnum að banna þetta og segir að þeir, sem þetta geri, megi búast við hegningu. Er hér án efa átt við þá innanlands verslun, sem tíðkazt hafði frá alda öðli, að sjó- menn selja sveitarmönnum fisk, en fá aftur smjör, skinn og vaðmál. — En er vel fiskaðist kvað við önnur bjalla hjá kaupmönnum; þá vildu þeir ekki taka eins mikið af fiski og lýsi og landsmenn gátu látið. Varð því, þegar svo stóð á, fiskurinn einatt ónýtur, því að hús vantaði til að geyma hann í, en lýsinu varð að hella niður, þar eð nægar tunnur voru ekki til. Þrátt fyrir þetta kærðu hörkramarar það fyrir konungi nálægt 1755, að íslendingar væri mjög latir við sjósókn Vf þessum orsökum var það að konungur bauð lögmönnum að leggja fyrir sýslumenn að senda árlega skýrslu, staðfesta með þingsvitnum, um það hvernig menn sæki sjó. Skyldu þeir leggja sektir á þá, er illa sæktu sjóinn. — (Tím. 1883). GERNINGAVEÐUR Þann 12. september 1656 var ógna- stormur með hreggviðri á vestan, (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) gerði víða skaða. Brotnaði Höfðaskip í spón þar á legunni; varð bjargað góssi sumu og mönnum, nema 4 þeirra drukknuðu. Það brotnaði nær miðjum degi, varð þá strax gott veður og logn. Var mælt að Strandamenn mundu hafa sent Eiríki kaupmanni þetta óhapp. Var hann vanur þangað að sigla, fyrr en nú. Sáu skjallegir menn og sann- orðir glóandi hnött yfir skipinu, eður þess líking, áður en það sleit upp, að því sveima og ofan í það. (Seiluannáll) HALDIÐ FAST A TAUMI í Endurminningum sínum segir Guð- mundur frá Stóra Hofi frá slarkferð yfir Skeiðará. Þeir voru fjórir saman og var einn af þeim Erasmus Gíslason. „Áin valt fram másandi mjög, í þrem- ur stórvötnum. Hygg eg að hver áll- inn eða vatnið hafi verið um 100 metrar á breidd, eða vel það, og hvert af þeim á dýpt heldur meira en á miðjar síður, og sums staðar svo, að gutlaðist um herðatopp fyrir framan hnakkinn. Erasmus fór síðastur. Hann reið gráum hesti, vænum grip, og teymdi höttóttan fola fimm vetra með tösku. í austasta álnum missti folinn fótanna, en Erasmus sleppti ekki taumnum og dró folann að landi. Kom sér vel, að sá grái og hann voru sterk- ir, en þegar upp úr vatninu kom, var hnakkgjörð Erasmusar slitin“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.