Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
5
reynslu, sögðu blátt áfram frá
því, sem talað hafði verið við
þá um barn þetta. Hvað hefur
verið talað við þig um barn þetta?
Hafa ekki einhverjir mætt þér
einhvem tíma, bent þér og sagt:
Hann er vinurinn sem þú getur
treyst, leiðtoginn eini sanni, frels-
arinn í lífi og dauða? Var ekki
móðír þín slíkur engill? Treystirðu
þér til þess að rengja það, sem hún
sagði?
Þau, sam i fjárhúsinu voru,
þurftu á þvi að halda, að hírðamir
kæmu þannig. „María geymdi Öll
þessi orð og hugleiddi þau með
sjálfri sár." Hún hafðl lifað erfiða
nótt, hún áttí útlegð framundan,
hún átti eftir að líða mikið vegna
þeirrar köllunar, sem hún hafði
gengizt undir. Orð hirðanna voru
henni dýrmæt Guðs gjöf. Vér
þörfnumst hverir annarra, menn-
irnir. Þegar englar eru sendir til
vor, þá er erindi þeirra ævinlega
það að senda oss til manna, þeim
til styrktar og hjálpar. Hver him-
nesk blessun verður að engu ef vér
gleymum þessu. Og ef þú gengur
um meðal mannanna til þess eins
að þiggja, krefjast, þá verðurðu
snauður og sífellt fátækari. Ef þú
t. d. kemur í kirkju til þess eins
að gera kröfur til annarra, þá
ferðu tómhentur þaðan aftur. Þú
átt að leggja þitt fram, þinn söng
— og ef þú ert laglaus, þá ertu
a. m. k. Iæs og getur lesið sálmana,
sem sungnir eru — þú átt að leggja
inn í þetta þína hljóðu bæn og lof-
gjörð, baráttu þína, freistingar, efa-
semdir, synd, og allt, sem þú hefur
þegið af styrk, handleiðslu, gæfu,
friði, gleði. María þurfti á þeirri
uppörfun að halda, sem koma og
orð hirðanna fólu í sér. Hefurðu
nokkurn tíma hugsað út í, að kirkj-
an þarf á þér að halda, kirkjan,
sem bar þig barn í frelsarans skaut,
kirkjan, sem gaf þér jólin, gaf þér
það bezta, hollasta og helgasta, sem
þú hefur eignazt og getur eignazt
í lífinu, kirkjan, sem frá skírnar-
stundu til útfarardags er að leitast
við að bregða birtu jólanna yfir
veg þinn? Hefurðu hugsað út í, að
þér er ekki ætlað að vera aðeins
áhorfandi að lífi hennar og stríði,
heldur að þú gerir og segir það,
sem í þínu valdi stendur til þess að
styrkja hana, til þess að Betlehem
týnist ekki jörðinni, jólin og jóla-
boðskapurinn glatist ekki mönnun-
um aftur. Það er ekki að vita, hvað
framundan er, ekki að vita, nema
Heródes sitji um bamið og vilji
tortíma því, ekki að vita nema
fyrir liggi flótti, ofsókn, útlegð. Þú
mætir Jósef og Maríu í hverjum
bróður og systur, sem vill að Jesús
eigi hér húsaskjól og hjartarúm.
Láttu þau finna, að þau séu ekki
ein.
„En ég hef ekki trúna“, segir þú.
Svo mikla trú hefur þú, svo mikið
veiztu, að ef Jesús Kristur er ekki
Ijós heimsins, þá á þessi heimur
ekkert ljós, sem sé annað en svip-
ult hrævarlog, ef Jesús Kristur er
ekki hjálpin frá Guði, mátturinn,
sem leysir og reisir, þá er engin
von í augsýn. Þetta er þitt dýpsta
hugboð. Legðu þetta lóð, þennan
mæli trúar, á metin þar sem um
það er teflt, hvort Jesús Kristur
skuli vaxa með þessari þjóð eða
áhrif hans þverra.
Að síðustu: Hirðarnir sneru aftur
og vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir
allt það, sem þeir höfðu heyrt og
séð. Fyrri hluti jólaguðspjallsins
segir frá því, hvernig englarmr
vegsama og lofa Guð í upphæðum
og boða frið frelsarans á jörð. Síð-
ustu orð guðspjallsins segja frá
því, hvernig jarðneskir smæhngjar
taka undir þetta, taka undir engla-
sönginn, ekki í „stemningu" hátíð-
arinnar, heldur þegar þeir hverfa
aftur út í hið daglega líf.
Jólahátíðin líður, vér snúum aft-
ur til daglegs lífs og starfs. Tök-
um vér áfram undir lofgjörð himn-
anna fyrir það, sem „orði& er og.
Drottinn hefur kunngjört óss?“
Verður nokkuð í lífi voru á kom-
andi dögum, sem beri því vitni, gð
vér höfum lifað jól, að oss sé frels-
ari fæddur, lausnari frá synd, frið-
argjafi hjartans, að oss sé upp
runnið ljós, sem vér göngum eftir
í grandvarleik, hógværð, milch,
hjálpfýsi, auðmýkt, að upp sé
sprottin í mannheimi lind kær-
leika, gleði og friðar, að konungur-
inn frá Betlehem eigi sér..,þegna,
frelsingja á jörð?
Guð gefi það.
r rnr
nujiö
Undir áhrifum
JQR. LEON A. GREENBERQ, vís-
indamaður við Yale-háskólann,
hefur nýskeð kveðið upp úr með,
að brýn nauðsyn sé að herða á
refsiákvæðum umferðarlaganna í
Bandaríkjunum, gagnvart þeim,
sem neyta áfengjs. Og það sé ekki
nóg að þung viðurlög liggi við því
að vera „ölvaður" við stýrið. Sömu
viðurlög ættu að vera við því að
aka bíl „undir áhrifum" áfengis.
„Hættulegustu mennimir í um-
ferðinni eru þeir, sem eru undir
áhrifum, svo að þeir hafa misst
nokkuð af dómgreind og viðbragðs-
flýti. Það getur vel verið að ekkert
sjáist á þeim, og lögreglumönnum
sýnist þeir algáðir. Rannsókn á
áfengismagni í blóðinu getur ein
skorið úr því hvort menn eru undir
áhrifum. Ef meira en 0.05% af
áfengi er í blóðinu, þá eru menn
hættulegir. Og það eru þessir
menn, sem valda að minnsta kosti
20% af öllum umferðarslysum".
í mörgum menningarlöndum eru
nú uppi háværar kröfur um að
mönnum sé refsað harðlega ef það
kemst upp að þeir aka bíl undir
áhrifum áfengis.