Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Síða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svartur skýaveggur. Én uppi yfir er himininn heiður og blár, og hafið er niður imdan skínandi fcjart eins og stöðuvatn.“ Otrúle gustu hlutir geta gerzt innan í auga hvirfilbyls. Þess eru dæmi, að lítil skip, sem urðu of naumt fyrir að komast undan, brutust inn í „augað“, og þar var þá logn og bezta veður, svo að þau komust af. Og flugvél, sem var að athuga hvirfilbyi og flaug yfir mökkinn, sá niður í gegn um „aug- að“ hvar lítill fiskibátur lá ínn rólegasti á sléttum sjó óg menn- irnir í sóibaði á þtifari. En allt um kring „augað“ gedsaði stormur er fór með 2Ö0 km hraða á klst og tætti sjóinn upp í löður og þar voru fossföll vatns úr loftinu. „Það eru Ijótu sviftingarnar þegar flugvélar koma inn í hviriil- bylinn", segir Augsburger, „og það er ekki gott að stýra þeim. Stund- um hrapa þær allt að 700 fet á fáum sekúndum. Þá ætlar maður varla að ná andanum, mann sár- verkjar undan öryggisbeltinu, það er eins og maganum skjóti upp í kok, og köldum svita slær út um mann allan.“ Stórhættulegt er að fljúga inn í þessa hvirfilbylji, en það verður að gerast og þeim verður að fylgja eftir til þess að sjá hvernig þeir haga sér. Með því einu móti að vita með nokkrum fyrirvara hve- nær þeir muni skella á og hve ofsafengnir þeir eru, geta menn gert ráðstafanir til að verjast þeim. Hvirfilbylur, sem fór yfir Florida 1928, varð 1800 mönnum að bana. Arið 1948 fór álíka hvirfilbylur yfir á sömu slóðum, en þá höfðu menn búið sig undir að taka á móti hon- um, og hann varð þá heldur ekki nema 2 mönnum að bana. ★ ORSAKIR hvirfilbyljanna éru ekki aö fullu kunnar. Um það eru aðallega tvær getgátur. Önnur seg- ir að gagnstæðir staðvindar, heitur og kaldur, valdi þeim. Hin segir að mjög heitt loft leiti allt í einu upp á við og myndi öflugt uppstreymi á stóru svæði, en snúningur jarðar valdi því að þetta uppstreymi taki að hringsnúast, móti sól á norður- hveli og með sól á suðurhveli. En hvernig svo sem það er, þá eiga hvirfilbyljirnir upptök sín rétt norðan við Suður-Ameríku, fara svo yfir Vesturindíur og stefna á Florida. Enginn skilur í því hvers vegna þeir geta haldið ofsa sínum svo lengi, én í voldugum hvírfilbyl er svo mikill kraftur að nægja mundi til þess að knýja allar vélar jatðarinnar í mörg ár. Sumir gizka á að kraftur fellibyls sé á við kraft af 400 kjarnasprengjum. Sá hvirfilbylur, er mestu mann- tjóni hefur veldið í Bandaríkjun- um, fór yfir Texas og Louisana árið 1900. Honum fylgdi flóðbylgja, sem fór yfir bæinn Galveston, svo að 16 feta dýpi varð á götunum. Þar fórust 8000 menn. Þessi hvirfil- bylur tor þó ekki yfir með meiri hraða en 145 km. á klst. Hvirfil- bylur, sem fór yfir Nýa England 1938 fór með 240 km hraða, og sumir hvirfilvindar á Florida hafa farið með allt að 400 km hraða. Mannskæðasti hvirfilbylurinn í Florida kom 1938. Hann skall á Palm Beach og fór þar inn yfir landið. Hann sópaði með sér mikl- um hluta af vatninu Okeechobee og drekkti með því 1800 mönnum, er áttu heima þar. , En hvirfilbyljirnir á vesturhveli jarðar komast ekki í hálfkvisti við hvirfilbyljina á austurhveli. Þar eru þeir nefndir týfon. Árið 1876 fórust 100.000 manna í týfon, sem geisaði yfir Bengalsflóa. Mesti hvirfilbylurr sem sögur fara af, hafði geisað á sömu slóðum eihni öld áður. Þá gekk ógurleg flóð- bylgja á land og varð 300.000 mBnn- um að bana. ★ ER IIÆGT að stöðva hvirfilbylji? „Ekki eru neinar líkur til að svo verði á næstunni,“ segir Gordon Dunn verðurfræðingur í Miami. Hann segir og að fyrir nokkrum árum hafi flotamálaráðuneytið gert tilraun í þá átt, með þvf að dreifa ísmul yfir hvirfilbyl. Hann stöðvaðist ekki, en hagaði sér ein- kennilegar eftir það. En alltaf er verið að auka eftiríit með hvirfilbyljum. Hjá Miami, Hatteras, Wilmingtoö, Nantucket og St. Juan hefur nú vérið komið upp voldugum ratsjám, ög með þeim er hægt að fylgjast með hvirfilbyljunum löngu áður en þeir skella á. Flotamálaráðuneytið hefur einnig komið upp mörgum nákvæmum tækjum til jarðskjálfta mælinga við Mexikóflóa og á Vest- urindíum. Þær geta Hka varað við byljunum. Vegna ofsans í hvirfil- byl, verður vart örlítilla hræringa á þessa mæla löngu áður en sést til bylsins. Bifi-eiðaslysum í1 Bandarikjunum fjölgar ár frá ári. í fyrra förust 36 þúsundir manna, en rúmlega milljón manna hlaut meiri og minni áverka. Ef þessu fer svo fram er talið að 10. hver maður í Bandaríkjunum muni ár- lega lenda í bifreiðarslysi um það bil sem vér skrifum ártalið 1970. - ♦ - Maður kom inn í matvörubúð og bað um sitt pundið af hvoru, kaffibaunum og matbaunum. — En þið verðið að láta þær I sama pokann og hræra þær vel saman, sagði hann. Afgreiðslumanninnum þótti þetta undarlegt, en gerði þó eins og fyrir hann var lagt. Kaupandinn þóttist þá þurfa að gefa skýringu: — Ég á fimm börn, og nú iítur út fyrir rigningu á morgun. Þá get ég látið þau hafa það fyrir stafni að tina sundur baunirnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.