Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Blaðsíða 16
164
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
A 8 3
V Á K 5
♦ 863
« Á K D G 10
A 4
V 10 8 7 6 3
♦ Á 7 5 4 2
« 7 3
N
V A
S
A K 6 5 3
V 9 4 2
♦ 10 9
« 9 6 4 2
♦ ÁDG10 97
V D G
♦ K D G
«86
S gaf. N—S í hættu. Sagnir voru
þessar: S V N A
1 sp pass 31 pass
3 sp pass 4 gr pass
6 sp pass pass pass
Suður hefði átt að svara 4 gröndum
með 5 tiglum, þar sem hann hefur ekki
nema einn ás. En hann þóttist hafa svo
sterk spil, að hann þyrfti ekki að svara
spurningu. V sló út TÁ og síðan tigli
aftur, en S tekur slaginn og slær út
laufi. Svo kemur S8 úr borði og er
gefin, og stóð. Þar næst kemur S2, en
þá kemur í ljós að A hefur haft 4 tromp
og þar á meðal kónginn. Nú getur S
ekki unnið, nema á svokallað „grand
coup“, eða með.því að stytta tromplit
sinn, en að þessu sinni verður það að
ganga út yfir fríspil í borði.
Hann slær út laufi og í næsta lauf-
slag fleygir hann TK. Þriðji laufslagur-
inn er trompaður. Borðinu er komið
inn á hjarta, lauf kemur út og er
trompað og þá eru jafnmörg tromp hjá
S og A. Nú er slegið út hjarta og drepið
með ás í borði. Og nú er A í millihönd
og missir báða slagina, sem eftir eru.
C-^D®®®^—3
HÁR ALDUR
Samkvæmt manntalsskýrslum fyrir
150 árum, hefir það ekki verið óal-
gengt að fólk næði 100 ára aldri, þrátt
fyrir margskonar bágindi. Segir svo
KRAFLA — Mynd þessi er tekin úr ferðabók Ebenezar Hendersons, og segir
hann meðal annars svo frá komu sinni þangað: Niðri í djúpu jarðfalli er
hringmyndaður pyttur, sjáifsagt 300 fet að ummáli, og í honum svört leðja. Upp
úr honum miðjum stóð svartur strókur og hvein ákaflega í honum, en vegna
gufu var ekki hægt að greina hve hár hann var. Yfirborð pyttsins mun vera
um 700 fetum fyrir neðan hátind Kröflu, og um 200 fet fyrir neðan hakkann,
sem við stóðum á. Ég tafði þarna um klukkustund og allan tímann komu gos-
in á fimm mínútna fresti og stóðu eitthvað 214 mínútu í senn. Á bakkanum,
þar sem ég stóð, voru mörg hveraaugu og var hvínandi gufustrókur upp úr
hverju þeirra. Ekki verður því með orðum lýst hve hræðilegur þessi staður
er. Menn þurfa að sjá hann með eigin augum til þess að ganga úr skugga um
það. Ég er sannfærður um að ég mun aldrei geta gleymt þeim ógnþrungu á-
hrifum, sem hann hafði á mig.
í Sagnablöðum: 1805 dóu tveir kven-
menn meir en 100 ára. 1806 dóu 2
konur rúmt 100 ára. 1810 dó maður
103 ára, sá 8 barnabarnabörn sín,
sterkur, hóglátur, lá aðeins viku rúm-
fastur fyrir andlátið. 1812 dó einn rúm-
lega 100 ára, gat lesið gleraugnalaust
rétt áður en dó, og 3 árum áður ferð-
aðist hann 10 þingmannaleiðir, og fann
ei á sér. 1815 dó kona 103 ára, giftist
ei né átti börn.
SÉRA EGGERT BJARNASON
sonur Bjarna læknis Pálssonar, helt
ræður sínar oftast blaðalaust. Höfðu
sóknarmenn getið um það við biskup
og sagt að ræðurnar yrði misjafnar,
sem von væri. Næst þegar biskup hittir
séra Eggert, spyr hann prest, hvort
hann skrifi alltaf ræður sínar. Séra
Eggert biður biskup að minnast ekki á
það, hann hafi verið búinn að safna
fullri hálftunnu og haft hana uppi á
kirkjulofti, en að músarskrattinn hafi
komizt í hana og eyðilagt fyrir sér all-
ar ræðurnar, og síðan hafi hann haldið
þær blaðalaust (Finnur á Kjörseyri).
STEKKHOLTS-MÓRI
Einu sinni fyrir löngu var umkomu-
laus sveitardrengur í Stekkholti, og
dó hann þar. Var hann jarðaður í Út-
hlíðarkirkjugarði eftir sólarlag. Gekk
hann þá aftur, fylgdi Stekkholtsfólki
og gerði því ýmsar ónáðir. — Magnús
Jónsson í Bráðræði í Reykjavík bjó
fyrst í Austurhlíð í Biskupstungum.
Einu sinni var Magnús á ferð snemma
morguns frá Austurhlíð að Múla, sem
er fremur stutt bæarleið. Þegar hann
kemur austur á flatirnar milli bæanna,
sér hann mann koma á móti sér að
austan. Þegar þeir hittast, býður Magn-
ús honum góðan dag. Anzaði hinn því
engu, en tók ofan höfuðið, — Það
fylgdi sögunni, að náungi sá, er Magn-
ús mætti, hefði verið Stekkholts-Móri.
(Þjóðsögur G. J.)