Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Blaðsíða 6
154 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞEIR hafa enga galdramenn, eða shamana, eins og aðrir Indíánar. Shamanarnir ná alltaf miklum völdum, þar sem þeir eru, en Zuni hafa ekki þörf fyrir slíka menn. Þeir hafa aðeins presta. Mestu virðingamenn hjá þeim eru „þeir sem vita“, en það eru menn sem hafa aflað sér sérstakrar þekking- ar, hver á sínu sviði. Það er t. d. æðsti presturinn, sem þekkir alla leyndardóma helgisiðanna, og það er læknastéttin. En þessir menn hafa þó engin völd. Þeir mega t. d. ekki leita aðstoðar æðri máttar- valda, nema í félagi við aðra og á hinum sérstöku hátíðum. í sam- bandi við þær hátíðir er sá siður að stinga niður bænarstaf ó helg- um stað. Þessum bænarstöfum er stungið djúpt í jörð, og þeir flytja æðri máttarvöldum bænir manna. Nú gengur sú saga meðal Zuni, að einu sinni hafi æðsti prestur gert sér bænarstafi og stungið þeim niður. En þetta var ekki á þeim tíma, sem ákveðið er að bænar- stöfum megi stinga niður, og ekki stóð heldur rétt á tungli. Menn sögðu því hver við annan: „Hvern- ig stendur á því, að æðsti prestur- inn er að stinga niður bænarstöf- um? Hann hlýtur að vera að fremja galdur.“ Og það vitnaðist að presturinn var að bera fram sínar einkabænir til þess að ná sér niðri á einhverjum. Með þessu móti hafði hann fyrirgert rétti sín- um til að vera æðsti prestur. En þar sem svo er ástatt að jafnvel æðsti presturinn má ekki bera fram sínar einkabænir, þá er það eðlilegt að fjöldinn vilji hafa hönd í bagga með öðrum athöfnum. Hjá Zuni er þess vegna vakað yfir því að menn nái ekki völdum. Ef einhver maður skyldi finna upp á því að reyna að sölsa undir sig völd, verða ,lriðtogi“, þá ber hann ekki annað úr býtum en að hans er vandlega gætt, og hann má jafn- vel eiga von á því að vera kærður fyrir galdur. Meðal Zuni er sá mestur, zem kemur virðulega fram og kurteislega, hsfur aldrei vakið gremju nábúa sinna og aldrei gert neina tilraun að verða öðrum fremri að völdum. Andúð þeirra á persónulegum vfirburðum, nær jafnvel svo langt, að íþróttamaður (hlaupari) sem sigrar hvað eftir annað, er dæmdur úr leik. Þeir segja að kapphlaupin sé leikur, þar sem allir eigi áð standa jafnt að vígi, en sá sem skarar fram úr spilli ánægiunni, og hann fær ekki framar að keppa. Fyrirmyndar maður hjá þeim er sá, er alltaf kemur göfuglega og drengilega fram, maður sem ekki má vamm sitt vita, gerir aldrei á hluta annars, rækir dyggilega skyldur sínar í stéttum sínum og tekur þátt í öllum hátíðahöldum. Hann á að vera „glaður og reifur“ við hvern sem er, samvinnuþýður við alla og má aldrei láta geðs- hræringar ná valdi á sér. Hann verður að forðast virðingastöður, en það má dæma hann til þess að taka að sér slíka stöðu. Henni fylg- ir þó ekkert vald í okkar skilningi, heldur aðeins skyldur. ♦♦♦ EINU mennirnir, sem nokkurt vald hafa, eru þeir, sem skipa lögreglu- stéttina, því að þeir eiga að halda uppi lögum og reglu. En þar er fátt um afbrot. Helztu afbrotin eru þau, að fremja galdur og að ljósta upp við óviðkomandi hinum leyni- legu helgisiðum. Þjófnaður kemur þar naumast fyrir, og er einkamál. Hórdómur er ekki talinn afbrot og það mál verða fjölskyldur að jafna milli sín. Á seinni árum hefur að- eins eitt morð verið framið, og það jöfnuðu ættingjar beggja með sér á þann hátt, að manngjöld voru greidd. Zuni-menn eru taldir vel efnað- ir, en þeir safna ekki auði auðsins vegna, heldur til þess að geta grcitt fræðslu og vígslur í hinum ýmsu stéttum, og til þess að geta byggt sér hús. Eignarrétturinn er hjá þeim allur annar en vér eigum að venjast. Þegar maður stofnar heimili og reisir sér hús, þá á hann ekki húsið, heldur konan. Og ef þau hjónin skilja, verður maður- inn að fara þaðan og skilja allt eftir og þau matföng, er hann hef- ur aflað með súrum sveita. Hann hefur engan rétt til að krefjast neinna skaðabóta, enda er ekki lit- ið svo á að hann hafi orðið fyrir tjóni, eignin er á sínum stað og hann fer heim til móður sinnar eða systra og á sinn hlut í því, sem þar er. Allt er sameign ættanna, og fylgir móðurættinni. Það vaf siður meðal annarra Indíána að refsa konu, er helt fram hjá manni sínum, með því að sneiða nefbroddinn af henni. En hjá Zuni er þetta ekki svo. Þeir telja ekkert réttlæti í því að refsa fyrir yfirsjónir með líkamsmeið- ingum eða hirtingu. Ef kona held- ur fram hjá manni sínum, tekur hann því með jafnaðargeði, enda er það venjulegast upphafið að því að konan vill fá sér annan mann. Og slíkt er mjög auðvelt og veldur ekki neinum uppsteit. Konur eru yfirleitt jafn um- burðarlyndar þegar menn þeirra reynast ótrúir. Menntakona nokk- ur, sem þar var, segir svo frá: „Hjón höfðu búið saman í 10—12 ár og áttu þrjú börn. Þá fór mað- urinn að halda við unga stúlku og þetta varð hljóðbært um allt, en ættingjar hennar skiftu sér ekkert af því.“ Kvaðst hún þá hafa brýnt ' fyrir konunni að þetta siðleysi mætti ekki við gangast og hér yrði að grípa í taumana. En þá hafði þetta lagazt af sjálfu sér. „Ég hætti að þvo fötin hans “ sagði konan. „og þá vissi hann að ég hafði frétt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.