Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Blaðsíða 14
r LUSBðK MORGUNRL'AÐSINS m segja, og heillast af skynjan ljóo*- ins frá stjörnunum. Þráin til geimferða getur verið ný, en hún á sér rætur í fomri arf- leifð. Það getur verið að vér höfum verið öpum líldr, er vér yfirgáfum skógana og fórum að lifa á ber- svæði, en vér gengum þá nokkurn veginn uppréttir, horfðum út í fjarskann og gerðum oss grein fyr- ir fjarlægðum og því sem fyrir augu bar. Þetta skeði fvrir 12 milljónum ára, og þá var heilinn í oss litlu stærri en hann er nú í chimpanza. Hvað hefir svo skeð á þessum langa tíma? Minnstu heil- ar nútímamanna eru í konum frumbyggjanna í Ástralíu, og þeir eru ekki stærri en svo sem 850 tensm. Þetta er ekki nema helm- ingur á móts við stærð heilans hjá inum höfuðstærstu hvítu mönnum. Þó hafa konur þessar mannvit, enda þótt þær séu engin gáfna- Ijós. í núlifandi öpum er heilinn 325 —650 tensm. Mannaparnir í Af- rfku, sem steingjörvingar hafa fundizt af, hafa verið með 450—850 tensm. heila. Það virðist því svo, sem inn mikli vöxtur heilans hafi verið tiltölulega hraðfara. Það er engu líkara en að heilinn hafi stækkað um helming á því 10 millj. ára tímabili, sem þroskun mann- apans nær yfir, og síðan hafi hann enn stækkað um helming á sein- ustu milljón árunum hjá mönnun- um. En hvort heilinn á enn eftir að stækka f mönnunum, skal ósagt látið. Margir blóðugjr vígvellir hropa enn til himna yfir einvaldsdrottna þá, sem annaðhvort af hégómlegri metnaðar- girnd eða einhverri annarri orsök. sem einnig snerti þá sjálfa, hafa byrjað stríð og baráttur og með bvj steypt þegnum sínum í eymd og volæði (Qí&li ^ Brysjólfssoa). Fljúgandi kringlur UM MIÐJAN fyrra mánuð sáu starfsmenn á Orly-flugvelli hjá París í ratsjám, að eitthvert furðulegt farartæki var á sveimi yfir borg- inni. Þeir lýstu því svo, að það hefði verið helmingi stærra en venju- leg fjögurra hreyfla flugvél, og hefði þotið á burt með 2500 km. hrað'a á klukkustund. Flugstjóri 6 farþegaflugvél tilkynnti samtímis, að hann hefði séð þetta fyrirbæri fyrir ofan sig, og að það hefði brugð- ið upp rauðum ljósum með stuttu millibili. Veit enginn hvað þetta hefir verið, en hitt er fullyrt að hér geti ekki verið um missýningar að ræða. í sambandi við þetta er nógu fróðlegt að athuga hvað sagt hefir verið áður um inar svonefndu „Fljúgandi kringlur“. — Birtist hér útdráttur úr grein er Basil Viney skrifaði í „Contemporary Revi- ew“ í London. MENN bregðast mjög misjafnlega við, þegar rætt er um geimflug og fljúgandi kringlur. Sumir halda því fram, að innan 30 ára muni vera hægt að fljúga til tunglsins, og flestir trúa því eins og nýu neti. En ef minnzt er á fljúgandi krjnglur, þá á það að vera af heimsku eða fáfræði. En fljugandi kringlur sýna aðeins það, að menn á einhverjum öðruzn stjömum hafa orðið á undan oss að fljúga hnatta millL Og þar sem nær allir visindamenn halda nú áð byggð sé á öðrum hnöttum, hvað er þá hlægilegt við að trúa þvi að fljúgandi kringlur sé til? Ég er vantrúaður á geimflug, en sé haegt að fljúga milli hnattanna, þá er það heim^ka að ræða ekki i fullri al- vöru um fljúgandi kringlurnar. Ekki ætla ég að rekja hér sögur um það hvar og hvenær þær hafi sézt. Ég ætla aðeins að benda inum vantrúuðu eða þekkingarsnauðu á rit eftir þessa menn: Scully: „Behind the Flying Saucers“ (1950), Keyhoe: „Flying Saúcers from öuter Space“ (1953), Heard: „is Another World Watching?“ (1953). Adamskj; „Flymg Saucers Have Ltmded" (1953) og Cramp: „Space, Gravity and the Flyjng Sauc- e»“ (1054)- Eins o’g sjá má á þessu hefur margt skemmtilegt og fræðandi verið ritað um málið. Og þótt mikill munur sé á getgátum og ályktunum höfundanna, svo maður viti ekki vel hverju trúa skal, þá eru þeir þó allir sannfærðir um að inar fljúgandi kringlur sé til, og taki langt ffam ölium farkostum maana fcér á jörð. Enn frepiur eru þ§ir iila sammála um að gamlar sagnir, 6e» fraa að þessu bafa verið taldar stafa af heilaspuna og missýningum, bendi til þess að um nokkrar aldir hafi menn frá öðrum hnöttum komið hingað í heimsóknir. Geimförin eru tvenns konar: Kringla og vindill. Kringlan er hringlaga með kúf upp úr miðju; þær eru mjög mis- munandi á stærð, sumar aðeins nokkur fet, aðrar alít að þúsund fet í þver- mál. VindiUinn er aftur á móti mjög svipaður flugskipunum. Á báðiun teg- undum eru gluggar. Báöar eru gerðar úr einhverju gljáandi efru, máske málmi. Á báðar slær stundum björtum og mismimandi litum. Stundum virðist svo sem þær valdi rafmagnstruflunum á jörðinni, og til er saga um það, að ejn fljúgandi kringla hafi einu sinni stöðvað flugvél undir sér og látið hana vera þar í lausu lofti um hríð, eins og til þess að skoða hana sem bezt og flugmanninn! Farartæki þessi geta sjálf haldið kyrru fyrir í lausu lofti eins leaigi og þeim sýnist, og taka syo allt i einu sprettlnn og fara þá með mjnnsta kost.i 8 km. hraða á sekúndu. Þetta hvort tveggja, hraðinn, viðbragðsflýtirmn, og að geta haldið kyrru fvrir i lausu iofti, er jafn furðulegt Ekkí hefur orðið vart við hvaða hreyfiafl notað er, og höfundarnjr koma með sfnar ágizkanir um það. Cramp heldur að þeir hafi komizt upp á lagið að nota aðdráttaraflið öfugt, og þess vegna sé þeim í lófa lagið að hækka og lækka flugið, eða halda kyrru fyrir á einhverjum stað. En hinir haliast helzt að þvi, að notað sé segul- magu á einhvei-n hátt, sem vér hofum ean ergi geteð uppgötvað. Allir eru sámmála um, að faraxtækin sé ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.