Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 10
446 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS misst. Á hinn bóginn hefir hann aldrei haft efni á því, að láta gera vandaðar frumsmíðar að uppfinn- ingum sínum svo að margar þeirra hafa ekki orðið reyndar til fulln- ustu. En nú er bezt að segja nokkuð nánar frá sumum af þessum upp- finningum. STROKHARPAN Það eru nú um 40 ár síðan Magn- ús byrjaði á smíði þessa hljóðfæris, og hefir hann síðan stöðugt verið að endurbæta það. Hljóðfærinu svipar til flygils, en í því eru fiðlutónar, sem koma fram við það, að reim dregst yfii lárétta strengina líkt og fiðlubogi. Á því er nótnaborð, eins og á flygli og má bæði stíga það og láta það ganga fyrir rafmagni. Styrkleika tónanna og hljómum má breyta eftir vild. Tvívegis hefir verið leikið á hljóðfæri þetta í útvarp fyrst 1938 og svo s.l. vetur, svo að menn ætti að kannast við það. Og að hér sé ekki um neitt ,;humbug“ að ræða, sarina bezt ummæli dr. Páls ísólfs- sonai en hann hefir látið svo um mælt: „Hljóðfærið er að mínum dómi hin mesta Völundarsmíð og mjög snjöll uppgötvun — einkum í því hvernig boganum eða reim- inni er fyrir komið — en það er á þann hátt að hún verkar jafnt á alla strengina, þó margraddað sé leikið. Ýmsir erlendir menn munu hafa þreytt við svipaða uppgötv- un, en ekki er mér kunnugt um að til séu á heimsmarkaðinum nein hljóðfæri af þessari gerð, eða svip- uð.“ STRENGJAHLJÓÐFÆRl GG KLIÐHARPA Næst er að telja hljóðfæri með fjórum strengjum, og svipar því bæði til fiðlu og langspils að útLitL Það liggur á borði og er stigið, þeg- ar á það er leikið. Tónn og tónkvik er vakið með hægri hendi, með því að styðja á takka, en tóngripin eru í vinstri hendi. Tónninn er svipað- ur og í fiðlu. Þá er svonefnd kliðharpa með nótnaborði eins og á orgeli Tónin- um svipar til mandólíns eða bala- leika, og má leika allar raddir í senn, svo að nokkuð líkist því að hljómsveit væri. Úr þessu hefir Magnús reynt að bæta, með því að gera sjálfvirk hlið, þar sem grindurnar má opna, án þess farið sé út úr bíl, og lyftast þær upp af mótvægisútbúnaði, en falla síðan sjálfkrafa aftur í hliðið. Grindur þessar hafa vakið áhuga þeirra manna, sem vit hafa á þess- um málum og þekkja manna bezt hve nauðsynlegt er að vér losnum við gömlu hliðgrindurnar og fáum aðrar heppilegri í staðinn. LÆKNINGAÁHÖLD Þau eru margs konar, eins og áð- ur er sagt, og er ekki hægt að lýsa hverju einu. En um gagnsemi þeirra má vísa til umsagnar tveggja lækna, Jónasar Kristjánssonar og Karls Jónssonar um hörundsburst- ana og „vibratorana“. Þeir segja: „Það er okkar álit, að tæki þessi geti komið að notum við að lækna gigt, og ef til vill taugaslappleika, svo og að flýta fyrir bata lasburða fólks á heilsu og hressingarhælum og í heimahúsum. Einnig hyggjum við að þau kæmu að notum við íþróttaiðkanir, svo sem böð og sund. — Árangur af notkun þess- ara áhalda mundi bygg]ast á því, að blóðið dælist til húðarinnar, nærir húðkirtlana og vöðva, og jafnvel innri líffæri, og hraðar efnaskiptum líkamans. Því eins og kunnugt er, berst öll næring til hinna ýmsu líkamshluta með blóð- rásinni, og gerir þá starfhæfa. — Þess má geta, að okkur er ókunn- ugt um, að áhöld sem þessi séu til erlendis". * HLIÐGRINDUR Það er orðið mjög aðkallandi vandamál hvernig á að ganga frá grindum í hliðum, eigi aðeins þar sem. vamargirðingar liggja yfir þjóðvegi, heldur einnig á heima- girðingum við hvern bæ og girð- ingum við heimreiðir bíla í kaup- StÖðUDSL HLAÐA, SEM ÞURRKAR HEY Magnús hefir gert líkan að hlöðu, sem í má láta grasþurrt hey og á það að þorna þar sjálfkrafa. Er sú hugmynd mjög athyglisverð. Lýsir hann henni sjálfur svo: „Tvöfaldar grindur, þaktað vír- neti, sé reistar á rönd eftir endi- langri hlöðunni. Þar sem grindurn- ar jaðra við gafla hlöðunnar, sé göt á göflunum, eða ventlar, sem opna má og loka að utan. Heita loftið, sem myndast við hinn kemiska hita í heyinu, streymir upp um loft- rúmin í grindunum og út um ventl- ana að ofan, en kalt loft streymir inn að neðan. Verður þetta nokk- urs konar súgþurrkun. Hitann í heyinu má tempra með því að opna ventlana eða loka þeim.“ Hann tel- ur og að þessi útbúnaður muni gef- ast vel í hlöðum þar sem venjuleg súgþurrkun er. BRODDAVALS Hugmyndin að þessu tæki, er byggð á þeirri þekkingu sem menn hafa nú af gagnsemi ánamaðka við ræktun. Þetta er gaddavaltari og gera gaddarnir göt á grassvörðinn, en við það berast loftefni og raki til rótanna og á það að örfa gras- vöxtinn, en auk þessa berast ábur&- arefni niður um þessi göt. Hægt er og að hafa þennan „broddgött" í sam.ban.di við ábuxðardxeifara. <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.