Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 12
448 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HUGKVÆMNI MAGNÚSAR Hér hefir nú verið sagt frá nokkrum þeim uppfinningum, sem fróðir menn telja að tiafa muni hagnýta þýðingu. Þar með er ekki sagt að aðrar uppfinningai Magn- úsar hafi ekki slíka kosti, því að hann er undarlega hugkvæmur. og þó að menn skilji ef til vill ekki hverja þýðingu hugmyndir hans hafa, þá eru þær sprottnar af inn- blæstri, sem ekki er öllum gefinn. Hér skal aðeins drepið á tvennt, þessu til sönnunar. Fyrir 27 árum (það var Alþingis- hátíðarárið 1930) kom Magnúsi það til hugar, að flóð og fjara mundi vera í gufuhvolfinu, alveg eins og í sjónum. Ef þetta er rétt, þá var hugsanlegt að stórstreymi í loft- hjúp jarðar mundi valda þeim breytingum, sem menn hafa orðið varir við í náttúrunni í pann mund sem stórstreymt er. Þetta mundi og ef til vill valda þeim veðra- breytingum, sem alþýðutrúin hefir sett í samband við tunglkomur og tunglfyllingu. Leit Magnús svo á, að ef þetta reyndist rétt, mundi það einnig geta haft mikla þýð- ingu fyrir háloftsflug. Snemma á þessu ári var frá því skýrt, að vísindamenn í Banda- ríkjunum væri komnir að þeirri niðurstöðu, að flóð og fjara sé í gufuhvolfinu, og að þetta muni verða eitt af því sem rannsaka skal nú á jarðeðlisfræðaárinu. íslenzki hugvitsmaðurinn hefir verið þarna aldarfjórðungi á und- an öðrum. Hitt dæmið er engu síður at- hyglisvert. Fyrir 30 árum var Magnús að velta því fyrir sér, hvernig hægt mundi að gera skip hraðskreiðari með því að draga úr mótstöðu sjávarins. Þetta var að vísu ekki neitt nýtt viðfangsefni, því að öldum saman hafa skipa- smiðir spreytt sig á því Magnús taldi, að auðveldasta ráðið væri að láta skipin lyfta sér. Og svo gerði hann líkan af hraðbáti til siglinga á vötnum og skipaskurðr um. Hugmyndin var þessi: — Bát- urinn rennur á vængjum sem festir eru á útbúnað fyrir neðan hann. Þegar báturinn er á ferð, á hann að lyftast upp úr vatninu, en væng- irnir, sem í þessu tilfelli éru burð- arflötur bátsins, eru fyrii. neðan yfirborð vatns, og eykst þá skrið- urinn. Þetta byggist á því, að flötur með vissum skáhalla hef- ir meira burðarmagn og hraða, miðað við orkueyðslu, heldur en hlutur með rúmtaki, svo sem skip, vegna svonefndrar hvirfilmót- stöðu. Þegar Magnús kom fyrst fram með þessa hugmynd sína, hlógu menn að þessari vitleysu, að ætla sér að láta bát sigla ofan sjávar. Það næði ekki nokkurri átt, og ef báturinn skyldi komast upp úr sjónum, mundi hann óðar velta um koll. Það var ekki fyrr en í vor, er Magnús sá í Lesbók mynd af grindaskipi á siglingu, að hann vissi að fleiri mönnum hafði kom- ið sama í hug og honum og hug- myndin þegar framkvæmd erlend- is. Hér var þá kominn nákvæm- lega sams konar bátur og hann hafði hugsað sér og gert líkan af fyrir 30 árum, en orðið að athlægi fyrir! Ameríski hugvitsmaðurinn Alex- ander Graham Bell, smíðaði fyrsta grindabátinn, sem nokkurt gagn var í. Það var skömmu áður en Magnús fór að hugsa um þetta. Á þessu sést það, sem vitað er þó áð- u^, að sömu hugmyndinni getur „skotið upp“ í hug tveggja manna eða fleiri, þótt langt sé á milli og aðstæður ólíkar. Og hér voru að- stæðurnar svo ólíkar sem framast mátti vera, annars vegar lærður og þaulreyndur hugvitsmaður, hins vegar íslenzkur alþýðumaður. A auðnar víðum völlum þú vex og reginf jöllum, af fáum þekkt og þráð. Þó hefurðu göfgað grundir og geislað allar stundir og um þig ilmi stráð. t þinu gullna gliti menn gleyma þreytu og striti og fara á draumsins fund, er dreymdi þá eitt sinn unga, og önn og dagsins þunga er létt af hrjáðri lund. Þú greiðir veg úr vanda til vors og sólarlanda. — Þeim finnst margt hismni og hjóm, sem dýrð þína eitt sinn eygja. Ég óska mér að deyja við ilm þinn, álfablóm. GRETAR FELLS Þannig mun vera um sumar fleiri uppfinningar Magnúsar, að þótt þær séu frumlegar, þá hafa svip- aðar uppfinningar komið fram ann- ars staðar, án þess að nann hefði haft hugmynd um það. ---o---- Hugvitið hefir aldrei verið í ask- ana látið hér á íslandi, enda hafa hér komið fram færri hugvitsmenn en ætla mætti, eftir gáfnafari þjóð- arinnar. Þó er það reynslan alls staðar, að ekki verða nema sárfáir menn aðnjótandi þess innblásturs, er gerir þá að uppfinningamönnum. Þess vegna er það sorglegt, ef þeir fá ekki notið sín. Og mér finnst það íslenzku þjóðinni ekki sam- boðið að þessi hugvitsmaður skuli vera lifandi grafinn í dimmum og fúlum kjallara með uppgötvanir sínar. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.