Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 449 Á ÞEIRRI vélaöld, sem nú er haf- in, ber margs að gæta í uppeldi barna sem með öllu var óþekkt í æsku þeirra manna, sem nú eru miðaldra. Nú veitir t. d. ekki af því að börnum sé kenndar um- ferðarreglur um leið og þau fara að ganga. Bílanotkunin er nú orð- in svo algeng, að börnunum skyldi kenndir góðir bílsiðir, eigi síður en borðsiðir og almennar kurteisis- reglur um leið og þau fara að geta lært eitthvað. Viðhorf barna til bíla, er hið mesta vandamál. Á hverju ári verða slys, vegna þess að börnin líta á bílana sem skemmtilegan hlut og tilvalinn leikstað. Bílarnir seiða börnin til sín með einhverj- um t.öfrakrafti, þeir eru ævintýrið, sem heillar. Þess vegna leika börn sér að því að skríða undir bíla og fela sig þar, eða þau hlaupa að þeim og reyna að ná í þá um leið og þeir fara á stað. Og þá ei voðinn vís — barnið verður undir bílnum, án þess að bílstjórinn eigi neina sök á því. Foreldrar gæti gert meira en þeir gera til þess að koma inn hjá börn- unum varúð, þar sem bílar eru ann- ars vegar. Á mörgum íslenzkum bæum voru hættur rétt við bæar- vegginn — straumþung á, pyttir, sjóðandi hverir, gljúfur eða hamr- ar. En það kom varla fyrii að börn færi sér þar að voða. Það var vegna þess, að þeim var varúðin innrætt frá því þau lærðu að ganga. En slíka varúð varð að innræta með alvöruþunga, og bezta ráðið til þess var að láta börnin fá skell, ef þau fóru glannalega. Sama ráðið mundi enn duga vel. Börn eiga að fá skell, ef þau forðast ekki bíla Það er bezta röksemdin, því að börn skilja ekki þótt hættan sé útlistuð fyrir þeim með orðum. Skellur er betri en banaslys. B4RN í BÍL Fyrsta boðorðið, sem foreldrar eiga að innræta barni sínu, þegar það er með þeim í bíl, að aldrei má fara út hægra megin, heldur alltaf vinstra megin. Vinstra megin er gangstéttin og öryggið, en hægra megin er umferðarbrautin með öll- um sínum hættum. Það getur orðið nóg til þess að valda stórslysi, ef hurð er opnuð hægra megin í bíl. Næsta farartæki getur lent á henni með fullri ferð, og þá er ógæfan skollin á. Þá verður að kenna börnunum að æða aldrei út úr bíl, heldur horfa fyrst vel í kring um sig. Og aldrei má hlaupa út á götuna, hvorki framan við bílinn, né aftan við hann. Það ætti að verða for- eldrunum sönn gleði þegar þau sjá, að bórnin hafa numið þessar ein- földustu bílreglur, ekki síður en ef börnunum gengur vel í skóla. BARN Á EKKI AÐ VERA í FRAMSÆTI Börn innan 10 ára aldurs ættu aldrei að sitja í framsæti Þau eiga alltaf að vera aftur í bílnum. Þau eru ekki nógu há í sessi til þess að sjá út um gluggann fram á veg- inn, ef þau eru í framsæti. Þess vegna gera þau ýmist að liggja á hnjánum í sætinu, eða standa á gólfinu. Verði bíllinn nú að hemla skyndilega, verður afleiðingin sú, að barnið hendist áfram og lendir með andlitið annað hvort á mæla- borðinu eða gluggabrúninni og get- ur stórslasað sig. Slysahættan er miklu minni þótt barnið hrati aft- ur í bílnum, því þar lendir það venulega á mjúkri bólstrun. Barni, sem krýpur eða stendur uppi í framsæti, er mjög hætt við að detta, og þarf þá ekki mikinn hnykk né sveigju til þess að svo fari. Þá getur svo farið að það detti á höndina, sem heldur um stýrið, fát kemur á bílstjórann. hann tek- ur skakkt í stýrið og honum verður litið á barnið í stað þess að horfa fram á veginn. Og í einu vetfangi verður slys. Þegar bíll er aðeins með tveimur dyrum, er ekki hætta a að barn geti opnað hurðirnar meðan bíll- inn er á ferð, ef það er aftur í. En sé hurðir aftur í, ber að læsa i Á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.