Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 10
622 LESBOK MORGUNBLAÐSINS áfram vinnu sinni þar. Aðeins tundurskeytaundiríoringinn og að- stoðarmaður hans voru þar eftir til þess að ganga frá. Beggja var sakn- að. Af þessari vitneskju var aug- Ijóst að enginn skyssa hafði verið gerð við hleðslu tundurskeyt- anna. Björgunartilraunir Nú höfðu björgunartilraunir ver- ið hafnar. Fyrsti kafari, sem kom á slysstaðinn, var Brautigam kaf- araforingi, mjög duglegur náungi. Hegrar og dæluskip komu einnig á vettvang. Kafaraforinginn bankaði með hamri á bátinn og heyrði hann dauft merki, sem kom líklegast úr miðrúmi kafbátsins. Þótt ótrúlegt væri, lifðu enn menn í bátnum. Það þurfti að bjarga hinum inni- lokuðu mönnum svo fljótt, sem auðið var, þar sem báturinn fyllt- ist smám saman af sjó. Við forustu björgunarinnar tók Gayer, foringi 3. kafbátaflotadeild- arinnar, sem af tilviljun var í höfn. Aragrúi sjóliða umkringdi slys- staðinn. Undirbúningurinn tók klukkutíma eftir klukkutíma af hinum dýrmæta tíma. Tvær stálstroffur voru settar undir bátinn, til þess að lyfta framhlutanum og ná mönnunum þar út. Kl. 15.30 var þetta reynt en báturinn rann aftur niður í sjóinn, vegna þess að stroffurnar runnu til og stöðvuðust svo á dýpt- arstýrunum. Hálfur annar klukku- tími leið. Nú voru nærri sjö klukkustundir liðnar síðan spreng- ingin varð og við gáfum upp alla von um mennina um borð. Þeir svöruðu ekki lengur höggmerkjum okkar. Kl. 17 lyftum við bátnum aftur varlega og framhluti hans sást undir yfirborðinu. Efsti hluti hafsaugans í miðrúminu kom upp úr sjónum. Aðalerfiðleikarnir við að lyfta bátnum voru rétt að byrja, því hann var fullur af sjó og þyngdi það hann mjög. Skyndilega hrukku allir við. Sjónpípan snerist hægt og virtist horfa á okkur með sorgmæddu augnaráði. Einhver í bátnum var enn á lífi. Nýtt fjör færðist í okkur við að sjá þetta. Við veifuðum hönd- unum og kinkuðum kolli til hug- hieystingar. Nú reið á að hvetja mennina og hughreysta, svo þeir fengju styrk til þess að verjast sjónum, sem rann inn og gasinu í bátnum. Loftbólur heldu áfram að koma upp á yfirborðið. Hægt og hægt lyftist báturinn upp fyrir yfirborðið og var hann studdur með akkerisfesti orustu- skipsins „Prinzregent Luitpold“. Þá voru tveir uppgangar komnir upp fyrir yfirborðið, sjónum var dælt þar út, en það heppnaðist ekki alveg. Kl. 19 fór kafaraforinginn inn í bátinn, en kom aftur með þær fréttir að ekki væri hægt að bjarga mönnunum par út, vegna eitraðra gastegunda. Undir þess- um kringumstæðum mundi loftið í miðrúminu fara út og það fyllast af sjó og gasi. Það varð að bjarga mönnunum út um turninn, sem var fullur af sjó, vegna þess að uppgangurinn var opinn. Því mið- ur var turninn enn neðansjávar og þýddi það margra klukkutíma töf. Mennirnir í kafbátnum Nú skulum við snúa okkur til þeirra, sem eftir lifðu innilokaðir í bátnum. Ég fylgi hér lýsingu mannsins, sem stýrði ávallt bátn- um í orustum, Schopka yfirsjóliða, manns, sem alltaf hefur verið mjög ákveðinn og snarráður. Schopka var að ganga frá skjöl- um í klefa kafbátsstjórans, er hann kastaðist snögglega í gólfið. Þegar hann kom til sjálfs sín aftur, sá hann menn hlaupa í dauðans angist fram hjá sér og fann hann sterka lykt af brennandi púðri. Spreng- inguna hafði hann ekki heyrt. ó- sjálfrátt reyndi hann að komast út undir bert loft og stökk að næsta útgangi, svokölluðum „kabyssu- uppgangi“. í þessum uppgangi voru fastir saman annar foringi og mat- sveinninn, sem reyndu báðir að klifra upp stigann. Allt í einu fékk Schopka högg í höfuðið og fell hann meðvitundarlaus á gólfið. Hann rankaði strax við sér, við það að straumur af isköldum sjó steyptist yfir hann. U-52 sökk. Sjó- liðinn, sem var næst á undan Schopka, hafði kastast af vatns- flaumnum, sem rann inn í bátinn og hitt hann í höfuðið með þung- um sjóstígvélum sínum. Atburðirnir skeðu nú hraðar en orð fá lýst. Aðeins ein leið var opin fyrir þessa tvo menn og þeir hlupu báðir inn í miðrúmið. Þeir voru að reyna að skella aftur lúg- unum, þegar maður stóð allt í einu fyrir framan þá og hrópaði ör væntingarfullur að hleypa sér inn líka. Þeir opnuðu og þrifu hann inn tyrir. Var það annar vélstjóri, sem hafði legið meðvitundarlaus einhvers staðar í bátnum. Nú fyrst rann upp fyrir Schopka að hér var um líf og dauða að tefla. Hingað til hafði hann gert allt ósjálfrátt. Fremri lúgan var lokuð, en sú aftari enn opin og sjórinn fossaði þar inn úr vélarúminu. Þar voru tveir verkamenn, sem höfðu verið að vinna við vélina. Annar þess- ara manna var nú þegar að hálfu leyti kominn inn í miðrúmið og togaði bölvandi í hinn, sem stóð fyrir utan dauðskelkaður og alveg ringlaður. Schopka reyndi að kom- ast út gegnum turninn, sem var enn þurr. En í sama augnabliki, kastaðist þriðji verkamaðurinn, sem hafði komizt upp í efri útgang turnsins, niður með sjónum, sem streymdi inn. Loka neðri inngangs turnsins skall aftur af sjálfri sér og sjórinn fossaði áfram niður í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.