Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 621 Julius Schopka ræðismaður. uppgötvaðist að eitt strokklokið af dieseivélinni var sprungið og fór- um við þá með fullri ferð til Kiel, til þess að ná í varastykki. Sömu nótt komum við til Kiel og lögð- umst við hlið U-156. Sprengingin mikla Snemma næsta dag, þann 29. október, fór U-156 í þurr- kví, svo við gátum lagst að hafnarbakkanum. Ég gaf skipun um að láta athuga öll tundurskeyti, en aftari tundurskeytin voru hlað- in, þar sem við ætluðum að fara strax aftur, þegar við hefðum fengið varastykki. Rétt eftir kl. 9 um morguninn fór ég eftirlitsgöngu um bátinn, svo kallaði ég á verkfræðinginn, til þess að koma með mér í land og tilkynna komu og brottför bátsins. Við vorum rétt komnir á skrif- stofuna, þegar drunur ógurlegrar sprengingar kváðu við. Alls staðar í nágrenninu rigndi rúðubrotum. Þegar við litum slcelkaðir út um rúðulausan gluggann, sáum við háa svarta vatnssúlu, sem einmitt var að falla niður. Slysið virtist hafa skeð nálægt okkar bát, og við þutum af stað þangað. Allt í kring um okkur féllu stór járnstykki úr loftinu, og glerbrot lágu um allt. Þegar við komum á hafnarbakkanum, þar sem U-52 lá, sá ég efri hluta stjórnturnsins um það bil að sökkva, með opið inn- gangslokið. Rétt hjá var vélbátur, sem bjargaði nokkrum, sem af komust. Ég gæti ekki óskað hatramm- asta óvini mínum þeim tilfinning- um, sem fóru um mig við þessa sjón og það leið nokkur stund áð- ur en gat hrært legg eða lið. Hvað hafði skeð? Hvernig var þetta mögulegt? Hafði einhver skyssa verið gerð, sem ég bar á- byrgð á? Hve margir höfðu farizt? Átti mína sómasamlega kafbáts- stjórn að fá slíkan endi? Smátt og smátt kyrrðist sjórinn þar sem áður hafði legið einn af okkar beztu kafbátum. Vélrænt gaf ég skipun um að hinir eftirlifandi af áhöfninni skyldu safnast saman í spítala orustuskipsins „Prinzreg- ent Luitpold“, sem lá beint fyrir aftan slysstaðinn. Ekkert var frek- ar að gera á slysstaðnum. Björgun- in varð að bíða kafara og hegra. Á orustuskipinu „Prinzregent Luitpold“ dó einn maður, vegna þess að stór stálblokk hitti hann og á öðrum kafbát drap stálflís annan mann. Ennfremur særðust margir hættulega. Á spítalanum taldi ég áhöfn mína og lét hjúkra hinum særðu. Meira en helmingur áhafnarinnar hafði bjargazt og smám saman komu aðrir, sem höfðu verið við störf í landi eða hafði verið bjarg- að af öðrum skipum. Það var ekki hægt að segja um orsök slyssins, en það var greini- legt, að annað hvort eða bæði aft- ari tundurskeytin höfðu sprungið og þótt undarlegt megi virðast, án þess að nokkur væri að vinna við þau. Það var búið að athuga þau og setja þau á sinn stað og loka tundurskeytabyssunum aftur. Sjó- mennirnir, sem hjálpuðu við þetta voru farnir fram í, til þess að halda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.