Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 2
614 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS liggur þar á stígnum vestanvert við bæinn. Hann var með hatt á höfði. Þóttist hún vita að hann mundi vera drukkinn og hefði lagt sig þarna til hvíldar. En henni virt- ist fara illa um hann, svo að hún kallaði til Guðmundar Helgasonar nágranna síns, er var skammt það- an, og bað hann „að laga manninn til, svo að hann lægi betur“. Þetta var að vísu virðingarverð umhyggjusemi, að hagræða mann- inum svo að hann gæti sofið út þar sem hann var kominn. Þarna var honum engin hætta búin, fremur en á bersvæði, því að umferð var þá engin nema gangandi fólks. Nú mundu menn bregðast öðru vísi við; 1 ögreglunni mundi gert að vart, ef sofandi maður lægi á miðri götu. Lögreglan mundi hirða mann inn og koma honum í húsaskjól, svo að bílar færi ekki yfir hann. Guðmundi fannst það ekki nema eðlilegt, að reynt væri að laga manninn svo að betur færi um hann. En hann var þá lasinn og treysti sér ekki til þess. Kallaði hann því á Þórð Jónsson, sjómann vestan af Mýrum, sem var á skipi hjá honum, og bað hann að laga manninn. Gerði Þórður það, og stóðu þau Guðmundur og Ingi- björg yfir honum á meðan. Sáu þau að maðurinn var lifandi, því að hann.dró andann. Á því var svo sem auðséð, að ekkert gekk að hon- um nema ofurölvun. Og þegar hon- um hafði verið hagrætt, skildu þau þar við hann, og ætluðu að lofa honum að sofa þarna í næði. Virð- ist þetta benda til þess, að það hafi ekki verið óalgengt, að menn sem höfðu lagzt fyrir dauðadrukknir á götunum, væri látnir sofa þar úr' sér vímuna, einkum ef gott var veður. Þarna lá maðurinn nú afskipta- laus, nema hvað krakkar voru eitt- hvað að krunka í kring um hann. Eftir svo sem hálfa klukkustund bar par að frú Kirstínu Katrínu. ekkju Þórðar Sveinbjarnarsonar dómstjóra, og var sonur hennar í fylgd með henni (máske Svein- björn tónskáld). Hún gekk að manninum á götunni og virti hann fyrir sér, og sagði svo: „Eg held að maðurinn sé dáinn!“ Börnin, sem þarna voru stödd, hlupu þá inn til Ingibjargar í Vaktarabæ og sögðu henni tíðind- in. Hún brá þá skjótt við og hljóp út á götu þangað sem maðurinn lá. Voru þar þá ekki aðrir en frú Sveinbjörnsson og krakkahópur Sá Ingibjörg þá þegar að maðurinn var andaður. Nú dreif þarna að fólk úr öllum áttum og hafði brátt safnazt þar saman stór hópur. Voru svo fengn- ir menn til þess að bera líkið inn í Vaktarabæ. Var svo Jón Hjaltalín læknir sóttur af skyndingu. Hann sló manninum æð, og komst að raun um að hann væri dáinn fyrir góðri stundu. Vissi þá enn enginn hvaða maður þetta hafði verið, því að enginn bar kennsl á hann. Guðmundur Gissurarson vaktari kom heim nokkru seinna og leit á líkið. Kannaðist hann þá við, að þar var kominn Snorri bóndi Sveinbjarnarson frá Laugum í Ytrahrepp. Var svo Matthías Ey- ólfsson vinnumaður hans sóttur og kom hann þarna að húsbónda sín- um liðnum, en hafði skilið við hann hressan og kátan, er hann fór að kaupa sér brennivín nokkuru eftir hádegi. Úrskurður læknis var sá, að Snorri mundi hafa fengið krampa og dáið úr honum. Reykjavík er orðin mikið breytt eftir 100 ár, eigi aðeins byggðin, heldur einnig fólkið sjálft, siðir þess og hugsunarháttur. Menn segja að allt hafi breytzt til batn- aðar. Þó hefir eitt ekki breytzt. Menn drekka sig hér enn í hel, og meðbræðurnir verða ekkert upp næmari út af því heldur en fólkið í Grjótaþorpinu á því Herrans ári 1857. Á. Ó. «_-^ö«SXS)®S^_5 Glucid^tjöldin fögru SAGA þessi gerðist í Austur-Þýzka- landi. Stjórnin hafði falið handverks- manni nokkrum að sníða, sauma og hengja upp gluggatjöld í nokkrum op- inberum skrifstofum. Og hún hafði afhent honum marga stóra stranga af fallegu gluggatjaldaefni. Hann segir svo frá því hvernig þetta gekk. — Þetta var skínandi efni og eg byrjaði á því að sníða af því í þrjár milliskyrtur handa mér. Og svo vildi konan mín endilega fá kjól úr þvi. Svo varð eg að láta framkvæmdastjór- ann og gjaldkerann fá sína skyrtuna hvorn og eg komst ekki heldur hjá því að láta manninn, sem hjálpaði mér til þess að hengja upp gluggatjöldin, fá eina skyrtu líka. En svo varð efnið heldur knappt, þegar farið var að hengja það fyrir gluggana, og þá hófst þessi venjulegi söngur um fals, svik, þjófnað og skemmdarverk. Eg var kallaður til her- stöðvanna og leiddur þar fyrir majór og eg átti ekki von á góðu. En majór- inn horfði lengi einkennilega á mig og sagði svo: „Fyrirtaks efni, ljómandi skyrta!" Og þá mundi eg allt í einu eftir því með skelfingu, að eg var í einni skyrtunni ú- gluggatjaldaefn inu. Nú er öll von úti, hugsaði eg með mér. Eg reyndi að verja mig með því að eg hefði átt sams konar efni sjálf ur, og saumað mér skyrtu úr því. En majórinn lét sem hann heyrði það ekki. Hann mælti aftur og aftur: „Ljómandi skyrta, miklu fallegri en sú sem eg er í“ Og svo starði hann einkennilega á gluggatjöldin nýu í skrifstofu sinni. Að lokum sagði hann: „Eg vil eignast svona fallega skyrtu eins og þú ert í“. Fáum dögum seinna voru öll glugga- tjöldin horfin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.