Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 14
626 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vatn og tannskemmdir unni við alls konar skordýr, sem eru skemmdarvargar. Þeir segja, að ýmist muni verða hægt að fæla þau, eða þá að draga þau í stór- hópum á vissa staði, þar sem auð- velt verði að ráða niðurlögum þeirra. ÞETTA SÝNIR að náttúrhljóðin má nota bæði til þess að fæla og hæna að og hefir það sérstaklega komið í ljós þar sem fuglar eiga í hlut. Eins og kunnugt er, safnast fuglar í garða stórborganna og verða þar landplága, eins og t. d. starrarnir í Lundúnum, og þótt margt hafi verið reynt til að fæla þá burtu, hefir árangur orðið lítill. Þá var það að tveimur prófessor- um í náttúrufræði við háskólann í Pensylvaniu, dr. Hubert Fringe og dr. Joseph Jumbe,' kom til hug- ar að reynandi væri að fæla þessa fugla með sinni eigin rödd. Hafa þeir tekið á segulband ýmis hræðsluóp fuglanna og hefir orðið mikill árangur af þessu þar sem segulböndin hafa verið reynd. Starrarnir hafa flúið bækistöðvar sínar, og koma ekki aftur þangað. Þeir prófessorarnir eru sann- færðir um, að á sama hátt megi fæla ýmsa aðra fugla, sem valda tjóni á ávaxtagörðum, berjarunn- um og ökrum. Og þeir eru einnig sannfærðir um að á sama hátt megi fæla alls konar skorkvikindi úr görðum. Það hefir lengi verið kunnugt meðal veiðimanna, að hægt er að lokka ýmsar skepnur með því að herma eftir þeim, þar á meðal ýms -ar tegundir fugla, svo sem krák- ur, villta kalkúna, villtar endur og gæsir. Nú er farið að nota eftir- hermu-segulbönd til þess að kalla saman dýr á friðlýstum svæðum þegar snjóþungt er, svo að þeim verður að gefa. Þar sem gæsir og aðrir sund- í VATNI eru yfirleitt ýmis upp- leyst efni svo sem málmsölt. Stund- um eru þau til heilsubótar, en þó getur komið fyrir að þau sé heilsuspillandi. En þar sem heil- næm efni vantar í vatnið, er nú farið að blanda þeim í það áður en það kemur til neytenda í borgurn, þar sem allir sitja að sama vatns- bólinu. Eitt af þessum efnum er „fluor- in“. Það er gaskennt frumefni sam- lagar sig svo að segja öllum efn- um. Kemur það því aldrei fyrir að hreint fluorin finnist í jörðinni, það er alltaf í sambandi við önnur efni. Þegar nú vatn rennur um þá staði, þar sem fluorin er í jörð, leysist nokkuð af því upp og bland ast vatninu og helzt síðan í þvi. fuglar eru aldir upp, og eggjum er klakið út í vélum, verða oft mikil vanhöld á ungunum vegna þess að þeir vilja ekki eta. Menn veittu því þá athugli, að ungamæðurnar hafa alveg sérstök kallmerki þegar þær kalla á ungana í mat. Þessi kall- merki hafa verið tekin upp á segul- bönd, og þau eru látin kalla á móð- urlausa unga, og þá fást þeir til að eta, þótt þeir vildu ekki líta við fæðunni áður. „FISKURINN hefir fögur hljóð“, kvað Bjarni Borgfirðingaskáld i öfugmælavísum sínum, og þótti þá auðvitað hin mesta fjarstæða En nú eru þetta ekki öfugmæli lengur, því að menn hafa komizt að því, að fiskarnir hafa „mál“. Hefir dr. Marie P. Fish nú um 11 ára skeið verið að rannsaka þetta á vegum sjávarlífs-rannsóknastof- unnar í Narragansett, og hefir fundið upp áhald til þess að ná Er þannig mikið af fluorin í drykkjarvatni á sumum stöðum. Árið 1908 kom það upp úr kaf- inu, að þar sem mikið fluorin er í drykkjarvatni, þá litast tennur manna af því og verða dökkar. Þetta er ástæðan til þess, að í sum- um byggðarlögum er fólk með dökkar tennur. Kveður stundum svo ramt að þessu, að ungar nisp- ursmeyar láta draga úr sér allar tennurnar, þótt óskemmdar sé, að- eins vegna litarins. En nú hefir það lengi verið kunnugt að fólki með dökkar tenn- ur er miklu síður hætt við tann- skemmdum en öðrum. Og með rannsóknum hefir komið í ljós, að það er fluorin að þakka. Það er engu líkara en að það fluorin, sem hinum „fögru hljóðum“ á segul- band og einnig áhald til þess að útvarpa því neðansjávar. Flestir hryggfiskar tala með sundmaganum, sem er fyltur með lofti, en festur við hrygginn með mjóum taugum sem eru „radd- bönd“ fisksins þegar hann belgir út sundmagann eða dregur hann saman. Aðrir fiskar láta til sín heyra með því að gnísta tönnum, eins og t. d. sköturnar. En hver fisktegund hefir sinn „málróm“. Mönnum hefir komið til hugar að blekkja megi fiskana með þeirra eigin kalli, og hafa Svíar verið fremstir í flokki með tilraunir í því efni. Þær tilraunir virðast ó- tvírætt benda til þess, að hægt sé að stjórna göngu fiska, sem vaða í torfum, svo sem makríls. Má vera að í framtíðinni geti sjómenn „teygt“ síldargöngur í net sín, með því að „kalla“ á þær á „síldar- máli“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.