Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 12
624 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í gegnum hafsaugað gátu þeir ekk- ert séð því það var í kafi. Sjórinn í miðrúminu hækkaði smám saman og skjálfandi af kulda reyndi hver sem gat að tylla sér sem hæst. Smátt og smátt dó samtalið út og dapurleiki færðist yfir menn. Sex langar og hræðilegar stundir liðu á þennan hátt. Skyndilega fundu þeir að báturinn kipptist við og hófst upp að framan. Þeir, sem sátu aftur í miðrúminu æptu af skelfingu, er sjónum skolaði beint á þá. Og svo hneig kafbáturinn í sama far aftur. Björgunartilraunin hafði misheppnazt í þetta sinn. Verkamennirnir tveir héldu áfram að veina og barma sér. Til allrar hamingju virtust björgunartilraun- irnar ekki alveg vonlausar og með stuttu millibili fundu þeir að bát- urinn hreyfðist. Um kl. 17 kom enn hnykkur á hann og um leið kom ofurlítill ljósgeisli niður í mið- rúmið. Allir vissu að hann hlaut að hafa komið í gegnum hafsaugað, sem nú mundi vera komið upp úr sjó, og flýttx sér hver sem betur gat þang- að. Vélstjórinn náði því fyrstur og hann var ekki á því að sleppa því aftur í bráð. Og í sundurlausum setningum heyrðu þeir hann segja: „Tveir hegrar hafa lyft okkur upp. Á bryggjunni er feikna mannfjöldi --------bátur kemur og blaði er haldið fyrir framan sjónglerið — — — það er ekki hægt að lesa það---------“. Hann hafði verið að snúa hafs- auganu sitt á hvað, menn höfðu tekið eftir því og reyndu að koma skrifiegum skilaboðum til þeirra, og telja í þá kjark. En áður höfðu menn verið úrkola vonar um að nokkur lifði enn í kafbátnum. Þeir horfðu nú hver af öðrum í hafsaug- að og hresstust mikið, er þeir sáu hvern viðbúnað menn höfðu til að bjarga þeim. Um kl. 19 heyrðu þeir drauga- lega rödd sem sagði: „Hér má ekki opna vegna eiturgass. Ykkur verð- ur bjargað upp um turninn“. Það var kafaraforinginn, sem hafði hætt sér niður í bátinn að framan, eftir að framstafn var kominn upp úr sjó og mestu af sjó hafði verið dælt úr fremri rúmunum, en komst þá að raun um að þar var ekki líft fyrir eiturgasi. Björgun Það varð því að lyfta kafbátnum hærra, eða svo hátt, að turnlokið kæmi úr sjó. En það var ekkert áhlaupaverk. Báturinn þyngdist margfalt eftir því sem hann hækk- aði í sjó. Hegrarnir tóku báðir á með öllu afli, og fengu við hver átök mjakað honum upp um fáa millimetra, með löngu millibili. En að lokum tókst þó þetta erfiða verk svo að turnbrúin kom upp úr. Var þá dælt sjó úr turninum og var þá mesta hættan, að kafbátur- inn sykki aftur, liðin hjá. Kafara- foringinn fór niður í turninn, til þess að opna hlerann yfir miðrúm- inu. Hann þurfti fyrst að taka burtu lík verkamannsins, sem lét lífið í turninum. Það var kallað til hinna innilokuðu: „Turninn er þurr, opnið hlerann, hvernig líður ykkur?“ Með ótrúlega skýrri röddu svaraði einhver: „Átta menn eru enn á lífi í miðrúminu.“ Við mynd- uðum keðju, til þess að hjálpa þeim út og kl. 21.20 flaug hlerinn upp með háum hvelli, sem orsakaðist af hinum mikla loftþrýstingi að neðan og höfuð eftir höfuð kom í ljós upp úr turninum. Hinir ó- hamingjusömu menn klifu upp járnstigann með miklum hraða, til þess að bjarga sér úr þessari ægi- legu prísund, sem - amstundis fyllt- ist af sjó. Vegna áreynslunnar og lofts- breytingarinnar leið yfir alla mennina og voru þeir fluttir á spitalann á herskipinu „Prinzreg- ent Luitpold“, þar sem allir náðu sér brátt, nema sá alvarlega særði. Og ég var sjálfur komin að tak- mörkun þolgæðis míns. Var þetta skemmdarverk eða eitthvað ann- að. Aðeins rannsókn á flakinu myndi leiða það í ljós. Daginn eft- ir tókst að koma U-52 í flotkví og var þá farið að grennslast eftir þvi hver orsök hefði verið til slyssins, eftir að við höfðum framkvæmt síðustu skyldu okkar gagnvart hin- um látnu. Eftir tveggja daga rannsókn varð það uppvíst. Tundurskeytin, sem við höfðum fengið til þessarar ferðar voru ekki mátuleg í tundur- skeytarörin. Þau höfðu ofurlítið svigrúm og gátu skrikað fram og aftur. Og þannig hafði slysið vilj- að til, að tundurskeyti hefur skrik- að svo að hvellhettan framan af því hefur sprungið. Það var þó lán í óláni að við skyldum ekki vera komnir út á reginhaf, því að þar hefði spreng- ingin alveg eins getað orðið og þá hefði enginn maður bjargazt. Lík sprenging hefði líka getað komið fyrir, í fyrsta lagi, á Jadeflóanum í óveðrinu og í öðru lagi við köf- unaræfinguna í Litlabelti og hefði eflaust orðið, ef báturinn hefði rekizt með hraða á grunn. Og þar sem ekki var hægt að kenna mér um slysið að neinu leyti, tók eg aftur við stjórn á mínum gamla bát, U-19. Frúin sagði við nýu vinnukonuna: — Skrepptu fram í eldhús og gáðu að hvernig kökunni liður, sem eg er að baka. Þú skalt stinga hnífi í hana og vita hvort hann kemur hreinn út aft- ur. Eftir nokkra stund kemur vinnukon- an aftur sigri hrósandi. — Hnífurinn kom glampandi hreinn út úr kökunni, svo að eg stakk öllum óhreinu hnífunum í hana líka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.