Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 615 AHalsteinn Sigurðsson: Útdauðir risastrúfar EINS og kunnugt er, geta strút- fuglarnir ekki flogið vegna þess að vængirnir eru svo litlir og flug- vöðvarnir einnig. Það er auðskilið, að slíkir fuglar eiga örðugra með að forðast óvini sína, en hinir, sem geta lyft sér til flugs, þegar hætta steðjar að. Maðurinn hefir reynzt einhver skæðasti óvinur ófleygra fuglategunda, og má í því sam- bandi minna á örlög geirfuglsins, sem útrýmt var til fulls hér við land rétt fyrir miðja 19. öld, og dúdúfuglsins, sem útrýmt var á Mauritiuseyju um eða fyrir alda- mótin 1700. Hér verður ekki úr því skorið, hvort maðurinn hefir átt nokkurn þátt í útrýmingu fugla þeirra, er sagt verður frá hér á eftir, en ó- sennilegt virðist það ekki vera. Strútfuglarnir eru mjög fráir á fæti og fætur þeirra sterkbyggðir, og eru líka einustu vopn þeirra, ef í hart fer, og sparka þeir þá af miklu afli fram fyrir sig, og er betra að verða ekki fyrir slíku sparki. Afríkustrúturinn er oft geðillur, a. m. k. þegar hann er hafður i haldi og getur þá verið hættuleg- ur. Það er sagt til marks um það hve fast hann getur sparkað, að maður nokkur flýði á bak við þak- járnsplötu, en strútur, sem elti hann, og var í vígahug, sparkaði gat á plötuna. Afríkustrúturinn er stærstur allra núlifandi fugla, og getur karJ- fuglinn orðið allt að 3 m. á hæð. Það hafa þó verið til stærri fuglar, sem nú eru útdauðir, en það eru Madagaskarstrútarnir og móafugl- arnir. Madagaskarstrútarnir Frá því á öndverðu kvartertíma- bilinu og sennilega fram undir vora daga lifðu 4 tegundir ai risa- vöxnum strútfuglum á Madagask- Beinagrindur úr móafugli og manni. Hér má sjá, hve gríðarstór þessi fugi hefir verið. (Th. Benzinger) ar. Svo heppilega vill til, að það hafa fundizt næstum heilar beina- grindur af þessum gríðarstóru fuglum, svo að hægt hefir verið að gera sér í hugarlund, hvernig þeir hafa litið út. Stærsta tegundin var yfir þrjá metra á hæð. Eggin hafa að meðal- tali vegið um 9 kg., en þó heíir fundizt egg, sem hefir vegið yfir 12 kg., með öðrum orðum, egg sem hefir verið 5 sinnum stærra en venjulegt strútsegg. Fyrstu frásagnirnar um þessi egg, eru frá 1831, en þá flutti franskur flotaforingi nokkur þeiira frá Madagaskar til Höfðaborgar. Mesta athygli vakti það þó, er franskur kaupmaður, sem var á norðurströnd eyjarinnar árið 1848, komst að því, að innfæddur höfð- ingi notaði ker, sem var gert úr risavöxnu eggskurni. Það var svo stórt, að það tók innihaldið úr 13 vínflöskum. Kaupmaðurinn vildi kaupa þetta undraverða egg, en það var því miður ekki falt, þar Fremst á myndinni vinstra megin er hænuegg, og á bak við það getur að líta egg Madagaskarstrúts. Fremst á miðri myndinni er egg Afríkustrúts og lengst til hægri egg móafugls. Jafnvel egg Afríkustrútsins er smávaxið í samanburði við egg risastrútanna útdauðu. (Lucas)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.